Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1902, Blaðsíða 174
382
II. S a m a n d 1* e g' i n s k ý i* s 1 a
um afla íslenzkra fiskiskipa árið 1900.
S k i p i n e r u f r á : Tala skipanna Tala liáseta A f 1 i :
c- o 2 g3 5 K 2 g- 5 § <73 T? 2 5 2-5* S-" 5 0 cr. ’~r. œ j? 3 "
Patreksfirði 2 32 . 75
Bíldudal 18 200 620
Samtals 20 232 695
A t hu gasemdir.
Skyrslur skipstjóranna um afla skipanna munu yfirleitt rjettari þetta ár en verið
hefur fyrirfarandi; þó má þetta lof því miður eklci ná til allra, sumar skyrslurnar hera það
með sjer, að þær eru ekki vandaöar svo vel, sem æskilegt væri. Ekki hafa heldur skvrslur
um afla komið frá öllum skipstjórum, svo nokkur skip, sem gengu til fiskjar 1900, eru ótalin
hjer. Alls er í þessum skyrslum getið 140 skipa. A 136 skipa þessara er hásetatalan 1716
manns. Eptir skyrslum fjögra skipanna að dæma hafa skipstjórarnir siglt einir á bát; eu
gjörum ekki ráð fyrir því, heldur að gleymst hafi að geta hásetanna, og þeir hafi verið að
tölu á hverju skipi eins og meðaltal bendir til eða 12 á hverju. Yerður þá hásetatalan alls
1764. Af þeim hafa 207 stundað hákarlaveiðar eingöngu, og um 30 hjer um bil hálfan
veiðitímaun. Telst þá svo til, að um 1540 hafi þorskveiðar stundað. Nú er afli af Bíldu-
dalsskipunum og tveim skipum frá Patreksfirði talinn allur í einu, án þess tilgreint sje, hve
mikið var af hverri tegund fiskjar. Þegar þessi skip eru tekin frá, verða um 1400 hásetar,
sem dregiö hafa:
Þorsk, Smáfisk, Ýsu, Löngu, Heilagf., Aðrar fiskit.,
tals tals tals tals tals tals
2437000 1280500 540000 16000 24500 143500
1740 915 386 11 17 103
Hver háseti dregið að meðalt.
Vilji maöur nú vita, hve mörg pund af þorski, smáfisk og ysu hefur komið á mann, má ætla,
að 140 þorskar af verkuðum saltfiski fari í skippund, 270 smáfiskar og 180 ýsur. Fellur þá
í hvers hlut hjer um bil 12J/2 skpd. þorsks, 3l/2 skp. smáfisks, 2 skpd. ysu, og er það all-
álitlegur afli, en þó eru líkindi til, að meðaltal afla verði meira eptirleiöis. Eins og kunnugt
er draga menn afarmisjafnt. Sumir eru sífiskandi, en aðrir draga sjaldan bein úr sjó. —
Hingað til hafa menn tíðast verið ráðnir með umsömdu kaupi, og hefur þá hinn ónyti borið
lítið minna úr býtum en dugnaðarmaðurinn. Nú er þetta að breytast, þannig, að hver einn
fær hlut úr afla sínum og leiðir það að líkindum til þess, að hiuir fisknari leggja enn meiri
alúð við fiskidráttinn, en hinir ófisknu munu gefa sig við annari vinnu, sem þeir eru lagnari
við, og virðist þá stefnubreytingiu sjerlega heppileg.