Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1902, Blaðsíða 198
406
Þótt veiki þessi, sera er nœra, gjöri árlega vart við sig, virðist hún sjaldan breiðast nt.
S n 11 a v e i k i (Ecbinococns). Tala hinna snllaveiku er um það hið saraa, sem í
fyrri skýrslu; (nú 13S) veikin er auðsjáanlega að smáminnka, og áreiðanlegt er, að raargir
læknar segja að talsvert beri niinna á henni nú en áður. Bjarni Jensson : »Sullaveiki er í
greinilegri rjenun í hjeraðinu«. Sullaveiki var áður mjög algeng í Skaptafellssvslum.
H u n d a 1 æ k n i n ga r hafa víðast farið fram með reglu.
Berklaveiki (Tuberculosis). I skýrslum lækna eru tilfærðir 134 sjúkl. (í fyrra
117) með berkla í lungum, af þeim dánir 12 (9,0°/0) og 105 (í fyrra 64) með berkla í öðr-
um pörtum likamans og af þeim dánir 7 (6,7°/0). Flesta berklaveika tilfæra þeir G. Björns-
son (22 í lungum og 8 í öðrum pörtum líkamans) og Guðm. Hannesson (10 í lungum og 34
í öðrum pörtum líkamans). Það er engum efa buudið, að berklaveikin er að breiðast út; al-
þýða er of óaðgætin með bráka hinna sjúku og enn einu sinni vil eg minna á að kynna sjer
berklaveikisritið litla, sem allir bjeraðslæknar útbýta ókeypis.
Guðm. Hannesson segir svo: »Bólgur og ígerðir hljóta altaf að verða tfðir sjúk-
dómar og verður tæplega við því gjört, e n n æ r þ v í j a f n t í ð u r s j ú k d ó m u r e r
b e r k 1 a v e i k i n í e i n h v e r r i m j n d. Þegar þess er gætt, að sjúkdómur þessi er alls
eigi gamall í landinu, þá má með sanni segja, að ekkert sje nú sem stendur jafn ískyggilegt
í heilbrigðisástandi hjer og hann, jafnvel ekkert, sem jafna má við hann.
Að ráða nokkra verulega bót á tæringarhættunni er erfitt; en eigi nokkuð verulegt
að vinnast á, þarf fleira en eitt endurbótar. Að fræða alþýðu um orsök veikinnar, f á
h a n a t i 1 a ð t r ú a þ v í, s e m s a g t e r o g f a r a e p t i r þ v í, er erfitt, því þrátt fyrir
ótal leiðbeiningar og áminningar, trúir fjöldi manna alls ekki, þann dag í dag, að sullaveikin
stafi af bandormnm hundsins. Húsakynni manna þurfa að batna og ýmsir lifoaðaihættir;
sjúkrahús fyrir tæringarveika að byggjast o. fl. í stuttu máli heil og margbrotin herferð,
sem ekki miði til þess, að halda sjúkdómnum meir eða minna í skefjum, heldur til algjörðr-
ar útrýmingar hans úr landinu, að dæmi Norðmanna«.
Skyrbjúgur (Scorbutus). Þessi leiði sjúkdómur, sem er um það að hverfa hjer
í landi, kom fyrir þetta ár hjá Sigurði Hjörleifssyni, »hjer í umdæminu kom fyrir dálítil
scorbut-epidemí. Fyrsta sjúklinginn sá eg seint í maímán. en þann síðasta í byrjun ágústm.
Alls sá eg 7 sjúklinga með scorb. og 3 með Peliosis rhevmatica. Þó sýktust fleiri, sem eg
ekki sá, og munu þau tilfellin hafa verið vægust. Sýkin var fremur væg. Flestir sjúkling-
ar voru á Látraströnd, fáeinir úr Höfðahverfi«.
Krabbamein (Cancer). Alls eru tilfærðir 22 sjúklingar; flestir (10) höfðu meinið í
maganum, 4 í bijósti, 2 í tungunni, 2í vjelindinu, 1 í neðri vör, 1 í endaþarmi, 1 í barnsleginu.
B e i n b r o t (fractura). Eins og vant er bafa rifbrot (fr. cost.) verið tíðust (22),
svo geislabeinsbrot (fr. radii) 17 s. Fótleggsbrot (fr. curis) 14 s. Svo viðbeinsbrot (fr. clavi-
culæ) 13 s. Lærbrot (fr. femoris) 7 s. Upphandleggsbrot (fr. humeri) 6 s. Fingurbrot (fr.
digit.) 6 s. Sperrileggsbrot (fr. fib.) 5 s.
Liðhlaup (luxatio). Optast hefur gengið úr liði um öxlina (1. humeri) 6 s., ueðri
kjálkinn 3 s. I olnbogaliðum (1. cubiti) 2 s. Lærið 2 s. Hnjeið (1. gen.) 1 s.
Lekandi (Gonorrhoea) er talið að hafi komið fvrir í 41 skipti; flestir í 1. hjer-
aði (20 sjúkl.) og í 4. lhj. 7 sjúkl.; meir en helmingur voru íslendingar.
S a m r æ ð i s s j ú k d ó m a r (Syphilis og Ulc. vener.) höfðu að eins 5 sjúklingar —
allir útlendingar.
Drykkjuæði (Delir. tremens) kom á 4 menn.
K 1 á ð i (scabies) tilfærður bjá öllum læknum.
Ginklofi (trismus neonator.) að eins tilfærður í Vestmannaeyjum, 1 barn.