Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1905, Side 44
38
Athngasemdir
við gkýrslurnar um gipta, fædda og dána árið 1903.
1. Fólkatalan.
Þann 1. nóv. 1901 var haldið almennt fólkstal lijer á landi, en mannfjöldinn og
skipting lians eptir sóknum aldri og kynferöi var ekki kunnur hjer á landi fyrr en árið 1904.
Það kom þá í ljós, að fólkstalan var í rauninni nokkuð önnur en hún hefði átt að vera eptir
mannfjölda skýrslum presta, og að hnn var hœrri en hún átti að vera eptir þeim. Þetta er
auövitað ekki nytt. Það fyrsta sem veldur því, að nokkrar misjöfnur hljóta ávallt, að verða
er, að fólkstalið hefur verið tekið á öðrum tíma áður 1. febrúar nú síðari skiptin 1. nóv., en
mannfjöldaskýrslur presta eiga að telja það fólk, sem er á lífi 31. desember ár hvert, —
Annað atriði sem gjörir mismun á fólkstali og skýrslum presta er, að þegar mismuninum á
fæddum og dánum er lagður við (eða dreginn frá) einhverju fólkstali, sem haldið hefur verið
til þess að fá út næsta fólkstal, þá er ekki tillit tekið til þess fólks, sem fluzt hefur af
landinu, nje þess sem fluzt hefur inn í landið. Fólkstal er ávallt álitið rjettara en akýnlur
prestanna, og hlýtur að vera það, það fer fram sama dag um land allt, allt er gjört til þess
að það verði svo rjett, sem föng eru á, og hver maður er talinn í því, hvar serr. hann á
heima, jafnvel útlendingar. Prestarnir telja að eins búsett fólk, og skýrslur þeirra verða
þess vegna lægri en fólkstalið sjálft, nema að búsett fólk i fólkstalinu sje borið saman við
skýrslur þeirra.
Til þess að, sýna hver munur hefur verið á þremur undanfarandi fólkstölum og
mannfjöldanum, sem hefði átt að vera hjer á landi, þegar dánir eru dregnir frá þeim sem
fæddust, og mismuninum bætt við síðasta fólkstal, þá mun nægja að setja fólkstölin 1880,
1890 og 1901.
1880
1890
1901
Fólkstalan hefði
átt að vera:
• (Vio) 74.604
(Vn) 77.229
. (V4) 81.303
En reyndist
þegar talið var:
(Vio) 72.445
(Vn) 70-927
(Vn) 78-470
Horfnir úr fólks-
talinu:
2159 manns
6302 -----
2833 -----
Síðasti dálkurinn er talan á því fólki, sem farið hefur af landi burtu milli hverra tveggja
fólkstala, að frádregnum þeim, sem komið hafa til landsins aptur, og verið hjer dagana, sem
talið var. —
Hjer verður þegar að taka fram, að þeir verða að álítast fremur fáir, að minsta
kosti í samanburði við tölurnar hjer að ofan, sem farið hafa af landi burt frá 1. janúar 1901
til 31. desember 1903. Brottflutningar hafa verið tiltölulega meiri 1903, en hin þrjú árin.
En nm þessa burtflutninga veit maður að öðru leyti mjög lítið. Skýrslur um þá er ekki
unnt að fá.
Hjer á eptir er gjörð tilraun til að koma mannfjöldaskýrslum presta í samræmi við
fólkstalið 1901. Fyrst hefur verið samin tafla, sem er byggð á skýrslunum um mannfjöldann
31. des. 1900; þeirsem dáið hafa í janúar til októberloka 1901 eru dreguir frá, og þeim sem
fæðst hafa á sama tíma er bætt við. Eptir því er svo fengin mannfjöldaskýrsla presta eins
og hún hefði átt að vera 1. nóv. 1901, daginn sem fólkstalið var tekið (sjá töflu I.). I síð-
asta dálki töflunnar er tekið búsett fólk á Islandi eptir fólkstalinu, því að það svarar
bezt til mannfjöldaskvrslna presta. Þeir telja eingöngu heimilisfasta menn. Þá sem skrifaðir
eru til heimilis einhversstaðar, en eru annarsstaðar þegar húsvitjað er, telja þeir væntanlega