Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1905, Blaðsíða 278
272
neyddir lil viðskiptanna, nema þegar mjög sjerstaklega stendur á. Það má nefna
það sem almennt dæmi, að maður selur 100 j)d. af smjöri og kaupir 100 pd. af
smjörlíki i staðinu. Þegar viðskiptin eru búin, þá verður lianu að búa við lakara
viðbit, hann verður verr alinn en áður, en bagnaðurinn er sá fyrir bann, að hann
hefur verðmuninn eptir. Hann hefur sparað á viðbiti 15 eða 20 kr., og er þeim
15—20 kr. ríkari eptir viðskiptin en liann var fyrir þau, — Þess meira, sem eitt-
hvert land verzlar, þess meiri liagsvon á það af viðskiptunum.
III. Verzlunin við önnur lönd, og hvernig hún skiptist milli þeirra.
I mörg ár bala verslunarskýrslurnar borið með sjer, hvað flutt er til og frá
hverju nágrannalandi við ísland, en aldrei hefur verið gjörð nein bending um það
í yfirlitinu yíir skýrslurnar. Til þess að byrja á þessu þó seint megi beita, hefur
afurðum þeim, sem fluttar eru að eða út eptir tollreikningunum verið skipt niður á
nágrannalöndin eptir þeirri reglu, að öll vínlöng, sem fram yfir eru, eru talin flutt
frá Danmörku, allt tóbak, kafíi og kaffibætir sömuleiðis. Allur sykur er látinn koma
frá Englandi, sem er umfram verzlunarskýrslurnar. Utfluttu vörunum, sem fram-
yfir eru er skipt þannig: Öllum saltfiski í fjóra staði jafnt milli Danmerkur, Eng-
lands, Noregs og Spánar, allt lýsi fer lil Englands og öll síld til Noregs. Viðskipt-
in skiptast þá niður á nágrannalöndin árin 1901—1903 þannig:
Aðfluttar vörur frá: 1901. 1902. 1903.
Danmörku 6846 þús. kr. 6709 þús. kr. 7393 þús. kr.
Bretlandi hinu mikla ... 2418 — — 2447 — — 3294 — —
Noregi 1008 — — 1507 — — 1158
Öðrum löndum (Þýzkalandi) 250 — 191 — — 223 — —
Alls 10522 þús. kr. 10854 þús. kr. 120(58 þús. kr.
LJtftuttar vörur skiptust þannig niður á nágrannalöndin, og Spán og Ítalíu:
1901. 1902. 1903.
Danmörk 3218 þús. kr. 3278 þús. kr. 3484 þús. kr.
Bretland hið mikla 3053 — — 3489 — — 3479 — —
Noregur 1356 — 1354 1697 — —
Spánn 1385 — — 1311 — — 1359 — —
ítalia 397 786 — — 928 — —
Önnur lönd (Þýskaland) 282 — — 384 — — 345 — —
AIls 9691 þús. kr. 10602 þús. kr. 11292 þús. kr.
Sje nú tekið árið 1903 átti ísland að borga til Danmerkur 3900 þús. krónur,
en ísland átti að fá frá Bretlandi 200 þús. kr., frá Noregi 440 þús. kr., frá Spáni
1360 þús. kr., frá Ítalíu 930 þús. kr. og frá Þýzkalandi 120 þús. kr. alls 3050 þús.
kr. — Þannig er það, þegar verzlunarskýrslurnar okkar eru lagðar til grundvallar.
En verzlunarskýrslurnar sýna ekki hið sanna ástand. Þegar við erum búnir að
setja útsöluverð á vörurnar þá sýnist svo sem við eigum að borga Danmörku (1903)
7393 þús. kr., en við eigum ekki að borga meira þangað en innkaupsverðið þar, og
svo erum við skuldugir einhverjum skipstjóra, eða skipseiganda um flutningskaup,
sem er kannske ekki meira alltsaman en 6 millj. króna.
Sjeu dönsku verzlunarskýrslurnar bornar saman við íslenzku skýrslurnar þá
hefur verið flutt til íslands frá Danmörku 1901—03.