Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2008, Blaðsíða 6
þriðjudagur 25. nóvember 20086 Fréttir Tilboð á barnamyndatökum Góð mynd er falleg jólagjöf! Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár. MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 www.ljosmynd.is Dv.is, fréttavefur DV, fór í fimmta sæti á lista samræmdrar vefmæling- ar Modernus í síðustu viku. Fjöldi notenda dv.is fór þessa vikuna í fyrsta skipti yfir 90.000 og vefurinn sem hefur undanfarið verið i 6. sæti komst í fyrsta sinn, frá því hann var opnaður fyrir tveimur árum, í fimmta sætið. Með þessum árangri velti dv.is fréttavef Ríkisútvarpsins, ruv.is, úr fimmta sætinu. Vefirnir höfðu sæta- skipti milli vikna en aðsóknin að dv. is hækkaði um 9,7 prósent á með- an ruv.is dalaði um 6,3 prósent milli vikna. Dv.is skaust því upp í fimmta sæt- ið með 95.187 notendur og skildi ruv.is eftir langt að baki með 89.083 notendur. Vikuna þar áður mældist dv.is með 86.809 notendur en ruv.is með 95.043. Síðasta vika er sú besta frá upphafi hjá dv.is en vefurinn hef- ur verið á stöðugri siglingu upp á við síðan í haust og hefur sett hvert að- sóknarmetið á fætur öðru síðan í lok september. Notendafjöldi dv.is hefur nán- ast fjórfaldast frá áramótum þeg- ar strengir ritstjórnar vefjarins og DV voru stilltir saman með skipu- lagsbreytingum en aukningin nem- ur 257 prósentum frá því í janúar á þessu ári. Vefurinn tók fyrst hástökk í notkun eftir gagngerar breytingar á útliti með bættu aðgengi að öllu því fjölbreytta efni sem DV leggur hon- um til og síðan þá hefur leiðin legið upp á við. Auk stöðugs flæðis innlendra og erlendra frétta sem draga dám af móðurskipinu DV og njóta sí- vaxandi vinsælda hefur blogg- svæði dv.is slegið í gegn og þá sókn hafa bloggararnir Illugi Jökulsson og Eiríkur Jónsson leitt en Illugi hefur með snörp- um færslum sínum gert sig gild- andi í samfélagsumræðunni frá efnahagshruninu. Þá birtir dv.is reglulega viðtöl, nærmyndir, grein- ar um neytenda- mál og fleira efni eftir að það hef- ur birst á prenti þannig að á dv- .is ættu flestir að finna það sem þeir leita að eins og töl- ur Modernus sanna. Fréttavefur DV slær enn eitt aðsóknarmetið: dv fer fram úr rÚv EYJAN.IS VB.IS RUV.IS dV.IS 95 .1 87 89 .0 63 60 .7 80 24 .6 78 Starfsfólk FME fékk nudd Starfsmenn Fjármálaeftirlits- ins fengu nudd í vinnunni í byrjun október, á þeim dögum þegar bankarnir hrundu hver á fætur öðrum. Ástæðan var sú, að sögn talsmanns FME, að starfsmennirnir höfðu unnið nótt sem nýtan dag vegna þeirra aðstæðna sem komið höfðu upp á fjármálamarkaði. Þeim starfs- mönnum sem eftir því óskuðu bauðst að fá 5-10 mínútna axla- nudd. Ekki fengust upplýsing- ar um það hversu margir hefðu nýtt sér þessa þjónustu né held- ur hvað hún hefði kostað. Það er því greinilegt að ríkið gerir vel við duglegt starfsfólk. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is SaMFylkingin oF SEin til aðgErða Guðmundur Ólafsson hagfræðingur sendi formanni Samfylkingarinnar tillögur í mars síðastliðnum um aðkallandi ráðstafanir í peningamálum. Hann lagði til að leit- að yrði til seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Samfylkingin getur ekki skotið sér undan ábyrgð með því að halda fram að hún hafi ekki vitað hversu alvarlegt ástandið var í bankakerf- inu,“ segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur. Hann er einn þeirra sem hringdu viðvörunarbjöllum snemma á þessu ári og sendi for- manni Samfylkingarinnar tillögur sínar seint í mars. „Það er ekki rétt að Samfylkingin beri ekki neina ábyrgð. Þvert á móti gerði hún ekk- ert fyrr en of seint.“ Seðlabankann undir ríkisstjórnina Minnisblað Guðmundar til Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, for- manns Samfylkingarinnar, er dag- sett 24. mars á þessu ári og snýst um ráðstafanir í peningamálum. Þar segir að Seðlabankinn hygg- ist afla gjaldeyris eftir leiðum sem bankinn telji opnar og rætt sé um 200 milljarða króna lán. „Þetta eru aðgerðir til skamms tíma sem duga trúlega ekki til lengdar, mikið geng- isfall og óðaverðbólga virðast óum- flýjanleg.“ Í plaggi sínu til formanns Sam- fylkingarinnar leggur Guðmundur til að leitað verði strax eftir samráði við seðlabanka Evrópusambands- ins og hugsanlegum stuðningi síð- ar meir til þess að tryggja aðgang að fjármagni við lausn gjaldeyris- kreppunnar. Í öðru lagi verði haft samráð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, IMF, og leitað eftir stuðningi reynist þess þörf. Í þriðja lagi lagði Guðmundur til að Seðlabanki Íslands „verði tek- inn undir stjórn ríkisstjórnarinnar, hann starfi í nánum tengslum við hana að lausn mála“. Í fjórða lagi lagði hann til að tæknimenn yrðu fengnir til þess að endurreisa traust á íslenskum bréf- um erlendis og gefin yrði út tveggja ára áætlun um niðurfærslu stýri- vaxta. Guðmundur lagði jafnframt til í fimmta lagi að ekkert yrði hikað við framkvæmdir innanlands og vel kæmi til greina að ríkisstjórnin lýsti yfir stuðningi við álver í Helguvík og á Bakka. Loks hvatti Guðmunur til þess að ráðist yrði í aðgerðir sem fyrst. Alþjóðleg lánsfjárkreppa kæmi í veg fyrir að háir stýrivextir gætu hamið erlenda fjárfesta í því að kippa að sér höndum. „Mikilvægt er að sá gjaldeyrisvaraforði sem bankar og Seðlabanki hafa aflað sér lendi ekki í þeirra höndum. Með því að lækka stýrivexti á innlendur atvinnurekst- ur hægara um vik að fjármagna at- vinnureksturinn í innlendri mynt á meðan gengisfelling og verðbólgu- skellur ríður yfir,“ segir Guðmundur Ólafsson í minnisblaði sínu til Ingi- bjargar. Mestu afglöp lýðveldissögunnar Þorvaldur Gylfason hagfræði- prófessor kallaði andvaraleysi og slakan viðbúnað Seðla- bankans og stjórnvalda mestu afglöp lýðveldissögunnar í Silfri Egils í Sjónvarpinu um helgina. Margvíslegar ábend- ingar hefðu borist stjórnvöldum um að leita til Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins snemma árs, meðal ann- ars frá forsætisráðherra Bretlands og Norðurlöndum. Þá hefði verið látið undir höfuð leggjast að efla gjaldeyrisforðann. „Ég er þeirrar skoðunar að ef þetta hefði verið gert í tæka tíð strax á vordögum sé það hugsanlegt að það hefði mátt kom- ast hjá þeim ósköpum sem urðu í haust,“ sagði Þorvaldur en taldi það þó ekki fullvíst. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í umræðum um vantrauststil- lögu stjórnarandstöðunnar í gær að formenn stjórnarflokkanna hefðu rætt vandann við seðlabankastjóra í febrúar síðastliðnum. Að henn- ar frumkvæði hefði verið rætt á flokksstjórnarfundi Samfylkingar- innar í mars að gjaldeyrisforðinn væri of lítill og leita yrði leiða til þess að auka hann. Sífellt hefði verið spurt á þessum tíma hvenær stóra lánið kæmi til að styðja við íslenska banka- kerfið. JÓhann haukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is „Þetta eru aðgerðir til skamms tíma sem duga trúlega ekki til lengdar, mikið gengis- fall og óðaverðbólga virðast óumflýjanleg.“ Guðmundur Ólafsson „það er ekki rétt að Samfylkingin beri ekki neina ábyrgð. þvert á móti gerði hún ekkert fyrr en of seint.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Lítill gjaldeyrisforði Seðlabankans var ræddur á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í mars. Vændi á gamla genginu Brasilísk vændiskona sem starfar hér á landi býður kúnnum sínum upp á þjón- ustu sem verður að teljast til gamla gengisins. Vændis- konan heitir Melissa og hefur komið sér upp vefsíðu þar sem hún auglýsir þjónustu sína til sölu. Melissa tekur tuttugu þúsund krónur fyrir þjónustuna eða tvö hundruð evrur. Það þýðir að Melissa tekur mið af gömlu gengi evr- unnar eða hundrað krónur fyrir hverja evru. Hækkaði um tvo milljarða Hlutafé í dularfulla leynifélaginu Stími var hækkað um tvo millj- arða króna í desember á síðasta ári. Fyrir var hlutaféð hálfur millj- arður króna. Að auki var hækkun hlutafjár Stíms að fullu greidd með beinhörðum peningum. Í skjali sem DV hefur undir hönd- um kemur fram að fyrrverandi framkvæmdastjóri og prókúru- hafi, Þórleifur Stefán Björnsson, óskaði eftir hækkuninni og stað- festi það með undirritun sinni. Í viðtali við DV í gær sagði Þórleifur spurður út í félagið: „Ég get ekkert tjáð mig um þetta, þetta er mál sem varðar einstak- an viðskiptaaðila og við getum ekki tjáð okkur um það.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.