Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2008, Blaðsíða 8
þriðjudagur 25. nóvember 20088 Fréttir Nýr kostur í DV eru þjónustuauglýsingar. Það borgar sig að auglýsa í DV! ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Hringdu í síma 515 5550 og byrjaðu strax í dag! Vísa þurfti hundruðum manna frá Háskólabíói í gærkvöldi þar sem hvert sæti var setið á fjölmennum borgarafundi sem ráðherrar, þing- menn og formaður bankastjórnar Seðlabankans voru boðaðir á. Átta af tólf ráðherrum og nokkur fjöldi þingmanna mættu á fundinn. Þar var Davíð Oddsson seðlabanka- stjóra hins vegar hvergi að sjá. Mikill hiti var í fundarmönn- um og ljóst að margir eru búnir að fá sig fullsadda af efnahagsástand- inu. Reiðin beindist að ríkisstjórn, auðmönnum og Davíð. Ráðherr- arnir voru krafðir svara og þó seðla- bankastjórinn Davíð hefði ekki mætt var mikið fjallað um hann. „Er ekki tími til kominn að hreinsa út úr Seðlabankanum?“ spurði Mar- grét Pétursdóttir verkakona Geir H. Haarde forsætisráðherra og upp- skar mikið klapp. Má ekki kjósa Það fer allt í vaskinn ef kosið verður núna, sagði Geir. Hann vísaði þar til samningsins við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn og þá aðgerðaáætlun sem unnið er eftir. Skýrt kom fram í orðum bæði hans og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra að ekki komi til greina að kjósa núna. Kona ein sem kynnti sig sem Þóru spurði hvað þyrfti að gerast til að ráðamenn sæju að þau vildu þá burt núna. Ingibjörg svaraði því til að hún sæi að Þóra og flestir í salnum vildu þau burt en það væri ekki víst að þjóðin væri sama sinnis. Var þá baulað á hana. Bankastjórnin víki Þorvaldur Gylfason, prófessor í hag- fræði, flutti fyrstu ræðuna og var honum vel fagnað. Hann sagði rík- isstjórn landsins hafa brugðist: „Hún tók sjálfa sig fram fyrir fólkið í landinu.“ Hann sagði að einkavæð- ing bankanna hefði brugðist því þeir hafi verið afhentir mönnum sem kunnu ekkert á bankarekstur. Þá hefðu Seðlabanki og Fjármála- eftirlitið ekkert aðhafst. Þá hefði þrákelkni stjórnvalda vegna krón- unnar teflt fjárhagslegu sjálfstæði landsins í tvísýnu.Þorvaldur sagði bankastjórn Seðlabanka líklega til að gera misheppnaða tilraun til að hysja upp krónuna. „Bankastjórnin verður að víkja án frekari tafar,“ sagði Þorvaldur og uppskar mikið klapp fundarmanna sem troðfylltu Háskólabíó. Klappað var í sætunum úti í sal og nokkrir þingmenn klöpp- uðu líka. Spilling á spillingu ofan Þorvaldur kvartaði sáran undan spillingu hjá íslenskum stjórnvöld- um. Hann sagði rangláta ákvörð- un um upptöku kvótakerfisins hafa skekkt svo siðferðisvitund stjórn- málamanna að þeir hafi gert sig seka um spillingu aftur og aftur. Finnur Ingólfsson hafi auðgast svo á einkavæðingu Búnaðarbankans að hann keypti sjálft þjóðargullið, en ekki fyrr en eftir að hann hefði látið gera sig að seðlabankastjóra í stutt- an tíma. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefði líka auðgast á einkavæðingu en enginn spurt því fjölmiðlarn- ir hefðu verið komnir í eigu bank- anna. Loks hefði Davíð Oddsson látið skipa sig seðlabankastjóra og ekki beðið boðanna með að láta bankaráð hækka laun sín svo þau væru hærri en laun forseta. Þetta hefði hann þó ekki gert fyrr en eftir að hann skaffaði sér há eftirlaun. Taka til eftir sig Stjórnmálafræðingurinn Silja Bára Ómarsdóttir sagði að víða í útlöndum tíðkaðist að ríkisstjórn- ir færu frá áður en kjörtímabilið væri búið. Hér sæti ríkisstjórnin þótt hún væri rúin trausti. „Ráð- herrar úti um allan heim segja af sér vegna afglapa í starfi. Kona keypti Toblerone á kostnað rík- isins og sagði af sér. Í Danmörku sagði kona af sér vegna þess að maðurinn hennar borgaði ekki reikninga.“ Hér sæti ríkisstjórnin hins vegar sem fastast. Margrét Pétursdóttir verkakona rifjaði upp orð Geirs H. Haarde frá því fyrr um daginn þegar ríkisstjórn- in varðist vantrauststillögu stjórnar- andstöðunnar. Þá hefði Geir sagt að ríkisstjórnir sætu í fjögur ár nema eitthvað sérstakt gerðist. „Nei, það hefur ekkert sérstakt gerst í samfé- laginu síðustu vikur og mánuði, er það, Geir?“ spurði Margrét og upp- skar klapp og hlátur. Hún bað fólk síðan um að standa upp. Það gerði fólk úti í sal og skömmu síðar þeir þingmenn sem voru mættir og ráðherrarnir líka. Þegar allir voru staðnir upp sagði Margrét: „Svona auðvelt er það fyrir karl að standa upp úr valdastóli og láta í hendur konu.“ Brynjólfur Þór GuðMundSSon fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is FULLT HÚS EN ENGINN DAVÍÐ Vísa þurfti fólki frá í Háskólabíói í gær. Stóri salurinn var troðfullur og krafðist fólk svara og aðgerða. Mjög var sótt að davíð oddssyni seðlabankastjóra þótt hann hafi ekki látið sjá sig. Átta af tólf ráðherrum og fjöldi þingmanna mættu. Þrákelkni stjórnvalda og spilling í íslenska stjórnkerfinu hefur reynst íslensku þjóðinni dýrkeypt sagði Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor. „Nei, það hefur ekkert sérstakt gerst í sam- félaginu síðustu vikur og mánuði, er það, Geir?“ Auður stóll davíð mætti ekki. Mynd: róBErT rEynISSon Skammir og áheit Fólk krafðist aðgerða og upplýsinga. Mynd róBErT rEynISSon Troðfullt þúsund manns voru í salnum og margir í anddyrinu. Mynd róBErT rEynISSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.