Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2008, Blaðsíða 14
svarthöfði Á sínum yngri árum var Svart-höfði byltingarsinnaður kommúnisti, trúði á hug-sjónir og var tilbúinn til þess að berjast fyrir betri heimi. Og jafnvel týna lífi í þeim átökum. Eldmóðurinn er fyrir löngu runninn af Svarthöfða sem notar laugardagana nú til þess að dytta að ýmsu smálegu á blúnd- umskreyttu og bróderuðu heimili sínu. Í huganum fylgir Svarthöfði samt mótmælendum á Austurvelli að mál- um og er sérstaklega ánægður með vasklega framkomu unga fólksins. Í huga Svarthöfða er það unga fólk sem fer mikinn í mótmælunum íslenskri æsku til mikils sóma. Í raun hlýtur eitthvað að vera að unglingum sem fyllast ekki eldmóði þessa dagana og láta í sér heyra í baráttunni fyrir fram- tíð sinni. S varthöfði hefur fylgst með hinum vaska Hauki Hilmars-syni af aðdáun og þótt mikið til um framlag þessa drengs í baráttunni. Svarthöfði fékk gæsahúð þegar hann frétti af því merkingar- hlaðna uppátæki drengsins að draga gunnfána bleika Bónusgríssins að húni á hinu tigna Alþingi. En eins og væntingarnar til hinnar ungu bylting- arhetju voru miklar eru vonbrigðin þeim mun sárari. B lessaður drengurinn ætlaði að nota tíma sinn bak við lás og slá í borgaralegt dútl eins og að skrifa uppkast að ritgerð sinni í Háskólanum. Gott og vel. Menntun er göfug og ekki veitir af að hafa kúrista í flokki uppreisnar- fólks. Í ljósi orða og gjörða mótmæl- andans unga undanfarið er Svarthöfði hins vegar farinn að hallast að því að stráksi ætti frekar að lesa byltingar- rit og sögu mótmæla í gegnum tíðina fremur en heimspeki. Hann er nefni- lega pikkfastur í orðræðu valdsins og er innvígður og innmúraður í völund- arhús þess kerfis sem hann telur sig í barnalegu ungæði vera að berjast gegn. Mótmælandinn ungi er nefni- lega með málflutningi sínum í hróp- andi mótsögn við sjálfan sig og það sem hann telur sig standa fyrir. Ekki ætlar Svarthöfði að halda því gegn honum að hann hafi brotið odd af oflæti sínu með því að leyfa embættis- manni að greiða sekt sína svo hann mætti fá frelsi. Þarna var hann ekki að hugsa um eigin hag heldur líf og limi þeirra sem mættu til þess að sýna honum stuðning við lögreglustöð- ina. Um leið varð hann þó leiksopp- ur valdsins sé það rétt að kerfiskarl hafi fengið hann lausan. Með því að neita að segja til velgjörðarmannsins gerir hann sig hins vegar sekan um nákvæmlega þá sömu hegðun og þeir stjórnmálamenn sem mótmælin á Austurvelli hafa beinst gegn. Fjöldinn vill binda enda á allt leynimakk og pukur. Fá sannleikann upp á borðið. Ráðherrarnir fela sig bak við leyndina og það gerir Haukur líka. Þá finnst Svarthöfða rök Hauks fyrir því að vilja ekki sýna sitt rétta andlit ekki halda vatni. Hann geng- ur þar beint í inni orðræðu Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem leggur blátt bann við því að efnahagshrun- ið sé persónugert í Davíð Oddssyni. Mótmælandinn ungi segist ekki vilja persónugera mótmælin í sjálfum sér með því að kasta grímunni. Taki þessi ungi maður ekki hressan þroskakipp verður hann orðinn eins og Svarthöfði eftir nokkur ár og mun spóka sig með bindi í silkislopp á smáborgaralegu heimili sínu. Sú mynd sem hann hefur af sjálfum sér og mótmælunum lýsir í versta falli hroka van-þroska unglings sem ofmetur stöðu sína í lífinu. Í versta falli mun þetta þróast út í þann sama hroka og Geir og Davíð hafa sýnt og hefur steypt okkur í glötun. Eða heldur þessi ungi maður virkilega að per- sóna hans hafi eitthvað með það að gera að fólk komi þúsundum saman á Austurvelli vikulega? Byltingin er ekki hafin og samt er hún byrjuð að éta börnin sín. þriðjudagur 25. nóvember 200814 Umræða Orðræða valdsins spurningin „Spurningar dagsins,“ svarar smiðurinn Brynjar Óðinsson, sem bar sigur úr býtum í spurningakeppni morgunþáttarins Í bítið á bylgjunni, en hann virðist vera sannkallað gáfnaljós. að Hverju ætla ég að spyrja þig að? sandkorn n Klúðrið vegna handtöku Hauks Hilmarssonar mótmælanda, sem leiddi til þess að mót- mælendur gerðu árás á lögreglu- stöðina við Hverfisgötu, hefur nú verið skrifað á reikning starfsmanns sýslumannsins á Blönduósi sem kallar inn fanga til afplánunar. Hermt er að lögreglumenn sem handtóku Hauk hafi ekki látið yf- irmenn sína vita fyrr en síðdegis á föstudag og hafi mönnum þá brugðið í brún en aðgerðin verið talin óafturkræf. n Ein vinsælasta lögga allra tíma á Íslandi er væntanlega Sæ- mundur Pálsson eða Sæmi Rokk eins og hann er yfirleitt kallaður. Ævisaga hans kom út á dögun- um en hún er skráð af Ingólfi Mar- geirssyni rit- höfundi. Þar lýsir Sæmi því hvern- ig hann fór óhefðbundn- ar leiðir við löggæslu. Þannig tókst honum eitt sinn að koma ró á afmælis- veislu sem bókstaflega logaði í átökum. Aðferð lögreglumanns- ins var einfaldlega sú að taka til við að rokka í fullum skrúða og allt datt í dúnalogn. n Davíð Oddsson seðlabanka- stjóri hefur haft í nógu að snúast undanfarið við að verja vígi sitt í Seðlabankanum. Innan bank- ans fylgir honum nokkur hirð að málum er þar er nefnd til sögu Lilja Alfreðsdóttir Þorsteins- sonar sem er í senn innmúruð og trölltrygg forsætisráðherran- um fyrrverandi. Lilja var einmitt áheyrandi að því þegar Davíð var sagður hóta að rústa Kaup- þingi en neitar að tjá sig. Meðal þeirra sem sjást á sveimi í kring- um Davíð í Seðlabankanum er Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hermt er að hann sé nú aðalspuna- meistari bankastjórans. n Fullkomin óvissa ríkir um framhald á ráðherradómi Björg- vins G. Sigurðssonar banka- málaráðherra. Eftir að Björg- vin tók undir með almenningi og vildi kosningar í vetur eða vor hafa þær raddir verið uppi í Sjálfstæðisflokknum að hann segði af sér vegna þeirrar þreytu hans sem gerði hann vanhæfan til að takast á við efna- hagsvand- ann. Úr hópi samherja ráðherrans hefur einnig heyrst að réttast væri hjá honum að stíga til hliðar og axla ábyrgð. Þannig gæti hann snúið tvíefld- ur til baka í kosningum en Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yrðu undir enn stífari kröfu um að svara til ábyrgðar. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsÍmi: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Það er samt mjög sérstakt að vera kallað- ur gáfnaljós.“ n Brynjar Óðinsson smiður sem sigraði spurningakeppnina Gáfnaljósið á Bylgjunni. – DV „Hann sannfærði mig um að taka því vegna þess að fólk væri í hættu þarna úti.“ n Haukur Hilmarsson mótmælandi sem var handtekinn í mótmælunum um helgina. Hann segir nafnlausan mann hafa greitt sekt hans sem varð til þess að honum var sleppt. – DV „Mér fannst þetta ódrengilegt af lögreglunni.“ n Jóhanna Þórey sem lenti illa í piparúða lögreglunar í mótmælunum við lögreglustöðina um helgina. – DV „Geir er mjög sterkur þristur.“ n Talnasérfræðingurinn Benedikt Lafleur um forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde. – Fréttablaðið „Okkur finnst óskiljanlegt að líkamsræktar- salir séu ekki fyrsta val tónlist- armanna.“ n Óttarr Proppé, söngvari Dr. Spock, en sveitin ætlar að halda útgáfutónleika í Sporthúsinu. – Fréttablaðið Aðförin gegn lýðræðinu Leiðari jón trausti reynissOn ritstjóri skrifar. Við megum aldrei hlusta á áróður ráðamanna um að lýðræðið sé hættulegt. bókstafLega Íslenskur almenningur var fyrst blekkt-ur og svo svikinn. Það kom á daginn eft-ir að hulunni var svipt af umfangsmestu blekkingu Íslandssögunnar, þegar bankakerfið og krónan hrundu á nokkrum dögum. Ástæðan er að stórum hluta mistök fólksins sem var kosið til valda á fölskum for- sendum. Við kusum Sjálfstæðisflokkinn, því hann lofaði ítrekað efnahagslegum stöðug- leika. Það val okkar stýrðist af gegnd- arlausri blekkingu, sem var viðhaldið þar til efnahagskerfið kollvarpaðist vegna hennar. Og hún heldur áfram. Við kusum Samfylkinguna fyrir siðvæðingu og velferð. Hún kynnti sig fyrir þjóðinni sem helsta lýðræð- is- og umbótaafl íslenskra stjórnmála. Á loforðalistanum voru margvíslegar aðgerðir til stuðnings lýðræðinu. En nú hefur formaðurinn afskrifað lýðræð- ið í verki, nema í formlegri birting- armynd þess á fjögurra ára fresti. Hvert einasta dæmi um sundr- ungu innan Samfylkingarinnar er dæmi um eftirstandandi heil- brigði hennar. Annað er dæmi um blekkingar hennar og svik. Atburðir síðustu tveggja mán- aða gera alþingiskosningarnar 2007 ógild- ar. Ekki aðeins vegna þess að þeir sem voru í framboði gerðu afdrifarík mistök, heldur vegna þess að val okkar var byggt á blekkingu sem var síðan viðhaldið með andlegu ofbeldi gegn gagnrýnendum. Það er komið í ljós að engin innistæða var fyrir góðærinu síðustu ár, heldur þurfum við að gjalda margfalt fyrir það. Því það var skuld. Krafan um kosningar er skilyrð- islaus. Ísland er lýð- veldi og engin rök duga gegn lýðræðinu, því það er for- senda þjóð- félagsins eins og við viljum öll hafa það. Kosn- ingar eru það sem gerir Ísland að því sem það er. Og við megum aldrei láta það verða öðruvísi. Við megum aldrei hlusta á áróð- ur ráðamanna um að lýðræðið sé hættulegt landsstjórninni, því það er aðför að grund- vallargildum þjóðskipulagsins. Við getum ekki sætt okkur við að aldrei megi kjósa þeg- ar mikið liggur við. Því fer þveröfugt. Þeir sem kjósa að treysta núverandi stjórnvöldum fá tækifæri til að sýna það í verki. Ef þau hafa staðið sig illa fá þau tæki- færi til að sýna fram á ágæti sitt fram að kosningadegi. Það getur aldrei talist órétt- látt. Skaðinn af kosningum er enginn og verður aldrei, nema fyrir þá einstaklinga sem munu teljast hafa svikið þjóðina. Skaðinn af því að hindra réttmætar kosningar gæti hins vegar orðið óhugn- anlegur. Einu hugsanlegu hagsmunirnir af tímabundnu afnámi lýðræðishefðarinnar er atvinnuöryggi þeirra sem fylgdust með efnahag þjóðarinnar hrynja og byrgðu okk- ur sýn. Ef þjóðin fær ekki að kjósa sem fyrst gæti öryggi almennings komist í upp- nám. Fólk mun framfylgja réttmætri kröfu sinni um að endurheimta lýð- ræðið. Því fólkið er ríkið, ekki þau.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.