Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2008, Blaðsíða 15
þriðjudagur 25. nóvember 2008 15Umræða
Hver er maðurinn? „Halldór
Hákonarson heiti ég. Fyrrverandi
verkamaður og sjómaður.“
Hvað drífur þig áfram? „Sjálfsagt
fjölskyldan sem ég á, en ég á þrjú
börn og þrjú barnabörn.“
Hvar ólst þú upp? „Ég ólst upp á
Húsavík. Flutti í bæinn 1997.“
Hvar er best að vera? „það er alls
staðar gott að vera ef manni líður
vel.“
Hver ber ábyrgð á efnahags-
kreppunni, að þínu mati?
„Ég raunverulega veit það ekki.það
eru margir aðilar sem bera ábyrgð,
eftir því sem maður heyrir, en enginn
vill kannast við það. “
Hverja ætti að draga til ábyrgð-
ar? „ef ég mætti ráða myndi ég byrja
á Seðlabankanum, skipta um
bankastjóra og stjórnendur þar. einn-
ig myndi ég skipta út fólki hjá
Fjármálaeftirlitinu og æðstu menn
bankanna, sem enn eru við störf þar.
Ég er enginn hagfræðingur en hverjir
eiga virkjanir, stóriðjur og útgerðir á
Íslandi? eru það ekki erlendir aðilar?
er Ísland ekki bara gjaldþrota? það
þorir enginn að segja það.“
Hvernig viðbrögð hefur þú
fengið við tilkynningunni í
Fréttablaðinu? „það hringdi einn
maður í mig sama morgun og
tilkynningin birtist. við töluðum
saman í rúma tvo tíma.“
Hvaða áhrif hefur efnahags-
kreppan á líf þitt? „Ég finn fyrir
henni þó að ég hafi ekki tapað
neinu.“
Hvernig sérðu Ísland fyrir þér á
næsta ári? „Ég kvíði næsta ári. Ég er
ansi hræddur um að lífeyrisgreiðslur
mínar eigi eftir að lækka. Skattar eigi
eftir að hækka sem og allt vöruverð.
er öryrki, hef bara þessar greiðslur
frá Tryggingastofnun og lífeyris-
sjóðnum.“
Hverjir eru draumar þínir?
„Ég á mér marga drauma. vona að
heilsa mín verði betri á næsta ári en á
þessu.“
Á að boða til kosninga næsta vor?
„já, bara vegna þess að það er allt að
fara til fjandans hérna núna.“
ElÍn Guðmundsdóttir
30 ára STarFSmaður á HeildSölu
„já mér finnst það, vegna þess að þessi
ríkisstjórn er ekki starfhæf.“
ÁsGEir Guðmundsson
23 ára nemi
„nei, það er bara alveg útilokað, það er
svo mikil vitleysa.“
BErGsvEinn JóHannEsson
71 árS ellilÍFeyriSþegi
„já, við þurfum nýja stjórn og annað,
við þurfum að ræða málin.“
rúnar KÁrason
39 ára STarFSmaður Hjá n1
Dómstóll götunnar
Halldór HÁKonarson
öryrki birti tilkynningu í Fréttablað-
inu fyrir helgi þar sem hann axlar
ábyrgð á efnahagskreppunni. Hann
segir marga menn bera ábyrgð en all-
ir bendi þeir hver á annan.
Myndi stokka upp
í seðlabankanuM
„veistu, ég bara veit það ekki, mér er
eiginlega alveg sama, skiptir mig engu
máli.“
lÁra rÁn svErrisdóttir
19 ára nemi
maður Dagsins
Aðförin gegn lýðræðinu
Í dag veit enginn – fyrir utan einn
mann sem reyndar neitar að deila
vitneskju sinni með þjóðinni – af
hverju breska ríkisstjórnin beitti Ís-
lendinga hryðjuverkalögum. Þetta
er fráleit staða. Fyrirfram hefði mað-
ur talið eðlilegt að það lægi skýrt fyr-
ir af hverju ein þjóð grípur til slíkra
örþrifaráða gagnvart annarri – sem í
þessu tilviki hafa lengst af átt í vin-
samlegum samskiptum. Það er af-
leitt að við skulum enn ekki hafa
fengið að vita af hverju Bretar gripu
til svo róttækra aðgerða gegn okkur
sem hafði jafnalvarlegar afleiðngar
og raun ber vitni.
umræðan í breska þinginu
Meðan þetta liggur ekki fyrir er eðli-
legt að reynt sé að geta í eyðurn-
ar. Í þeim efnum hefur margt verið
sagt. Í mínum huga er athyglisvert
að skoða ummæli sem fallið hafa á
breska þinginu um málið. Lávarð-
urinn Campbell Savours segir t.a.m.
þetta í umræðu í lávarðardeildinni
28. október síðastliðinn:
„... að ummæli Davíðs Oddsson-
ar um að vafi leiki á um innstæðu-
tryggingar stjórnvalda, þar sem sagt
var að erlendar skuldir yrðu ekki
greiddar, settu ríkisstjórn Bretlands
í ómögulega stöðu. Þessi yfirlýsing,
auk grunsemda um tilraunir til þess
að færa íslenskar eignir frá Bret-
landi, þýddu það að ef ríkisstjórnin
hefði ekki brugðist við eins og hún
gerði hefði hún verið ásökuð um
getuleysi. Það gátum við ekki látið
gerast.“
Þetta eru athyglisverð ummæli
lávarðarins vegna þess að látið hef-
ur verið að því liggja að ummæli
seðlabankastjóra, sem þarna er vís-
að til, hafi haft lítil sem engin áhrif
á afstöðu ráðamanna í Bretlandi.
En þessi ummæli Savours benda
augljóslega til annars. Enginn get-
ur haldið því fram að þau hafi ekki
komið til umræðu í Bretlandi eða
þá að þau hafi ekki verið þekkt þar.
Og hafi menn kannast við þau, ætti
öllum að vera ljóst að þau hjálpuðu
alls ekki málstað Íslendinga eða ís-
lenskra fyrirtækja á erlendri grund í
aðdraganada bankahrunsins.
Fylgjast Brown og darling
með Kastljósi?
Þótt breskir ráðamenn fylgist
sennilega ekki náið með ís-
lenskum umræðu- og frétta-
skýringaþáttum er ljóst að
umræðan hefur borist þeim
til eyrna – a.m.k. um þau mál
sem snerta þá. Ummæli þess
eðlis að íslensk stjórnvöld ætl-
uðu ekki að standa við skuld-
ir „óreiðumanna“ í útlöndum
hafa vafalaust vakið athygli
bresku utanríkisþjónust-
unnar á Íslandi – sendi-
ráðs Breta á Íslandi. Orð
hafa vængi og þessi virðast
hafa flogið inn í umræð-
una í breska þinginu.
Íslendingar eiga
heimtingu á að vita
hvað það var sem
réð afstöðu Breta.
Utanríkiráð-
herra hefur
sagt að
rannsókn
ráðuneytis-
ins hafi ekki
dregið fram
nægar skýr-
ingar. Ekki
nægir að einn
maður búi yfir
þeim upplýsingum.
Þess vegna er kallað eft-
ir því að þetta verði upp-
lýst. Þjóðin þarf á því að
halda.
Hvers vegna beittu Bretar hryðjuverkalöggjöf?
kjallari
svona er íslanD
1 ómar er margdæmdur
níðingur
ómar ragnarsson, fimmtugur íslenskur
maður var dæmdur í noregi fyrir tilraun
til að nauðga ungri stúlku. Hann hefur á
bakinu dóm á Íslandi fyrir sambærilegt
brot.
2 Falbýður sig á gamla genginu
brasilísk vændiskona falbýður sig. Hún
hefur þó ákveðið að hækka ekki
verðskrána heldur miðar við
gengisskráningu frá því fyrir hrun.
3 lögregla auglýsir eftir
kjaftaskúmum
lögreglan í albuquerque í bandaríkjun-
um leitar sér hjálpar í rannsókn á
glæpum í sínu umdæmi.
4 samstarf með samfylkingu
spennandi kostur
Steingrímur j. Sigfússon biðlar til
Samfylkingarinnar daginn sem hann
reynir að fella ríkisstjórnina.
5 Kynþokkafull Bond-stúlka –
myndir
Olga Kurylenko skýst upp á stjörnuhim-
ininn eftir leik í james bond-mynd.
6 Þriggja ára með strípur
Sonur Katie Price vekur athygli þar sem
hann kemur vel til hafður fram með móð-
ur sinni.
7 velur Charlize fram yfir
angelinu
Pierce brosnan hefði valið aðra
mótleikkonu í næstu mynd sína.
mest lesið á dv.is
lúðvÍK
BErGvinsson
alþingismaður skrifar
„Ummæli þess eðlis að
íslensk stjórnvöld
ætluðu ekki að standa
við skuldir „óreiðu-
manna“ í útlöndum
hafa vafalaust vakið
athygli bresku utan-
ríkisþjónustunnar
á Íslandi.“