Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2008, Blaðsíða 16
þriðjudagur 25. nóvember 200816 Ættfræði 70 ára í dag 30 ára n Monika Katarzyna Malkowska Hringbraut 61, Reykjanesbær n Michal Toczynski Álfaskeiði 10, Hafnarfjörður n Göksel Dagdevir Hamraborg 38, Kópavogur n Aleksandra Julia Wegrzyniak Vitastíg 17, Reykjavík n Konrad Kaminski Torfufelli 46, Reykjavík n Gunnar Sigurjónsson Efstasundi 35, Reykjavík n Kristmundur Þór Guðjónsson Flétturima 14, Reykjavík n Jón Steindór Þorsteinsson Fannahvarfi 3, Kópavogur n Gísli Finnur Aðalsteinsson Burknavöllum 15, Hafnarfjörður n Guðlaugur Viðar Viðarsson Heiðarhrauni 1, Grindavík 40 ára n Nenita Refrea Magusara Öldugötu 11, Dalvík n Andrzej Kozlowski Hamraborg 7, Kópavogur n Rannveig Jóna Jónasdóttir Hófgerði 17, Kópavogur n Einar Þór Hauksson Vesturfold 38, Reykjavík n Sigurður Jónsson Miðtúni 10, Tálknafjörður n Björk Valdimarsdóttir Erluási 2, Hafnarfjörður n Magnús Þór Friðriksson Hraunbæ 2, Hveragerði n Bryndís Magnea Dardi Hafnarbraut 11, Kópavogur n Jón Ingi Dardi Baugakór 5, Kópavogur 50 ára n Haraldur Hreinsson Digranesheiði 4, Kópavogur n Valgerður Bjarnadóttir Sólheimum 10, Reykjavík n Agnar Hannesson Johnson Aflagranda 34, Reykjavík n Jónína Sigurðardóttir Ljósuvík 24, Reykjavík n Ingveldur Thorarensen Klausturhvammi 9, Hafnarfjörður n Þröstur Harðarson Neðri-Brunná, Búðardalur n Pétur Andrésson Heiðarlundi 20, Garðabær n Svanhildur Jensdóttir Lækjargötu 32, Hafnarfjörður n Anna Rósa Jóhannsdóttir Steinahlíð 7b, Akureyri n Þórhildur Ragna Geirsdóttir Marklandi 16, Reykjavík n Sigríður Jónsdóttir Lyngbrekku 5, Húsavík n Bjargey Magnúsdóttir Jaðarsbraut 39, Akranes 60 ára n Erla Harðardóttir Álakvísl 26, Reykjavík n Nanna Teitsdóttirm Blásölum 24, Kópavogur n Sigurður Ingólfsson Hlésey, Akranes n Hjördís Guðmundsdóttir Flétturima 2, Reykjavík n Kristján Ragnarsson Svínaskálahlíð 7, Eskifjörður n Hilmar Jónsson Hömrum 14, Djúpivogur 70 ára n Sveindís Helgadóttir Vesturbergi 128, Reykjavík n Tómas Tómasson Gyðufelli 12, Reykjavík n Björg Helgadóttir Miðleiti 12, Reykjavík n Aðalheiður Ragnarsdóttir Vitabraut 11, Hólmavík n Lilja Jóhannsdóttir Miðgarði 9, Neskaupstaður 75 ára n Kristján Bjarnason Árgilsstöðum 2, Hvolsvöllur n Sturla F Þorgeirsson Byggðarholti 15, Mosfellsbær n Rúnar Lárus Ólafsson Hraunbraut 18, Kópavogur n Hermann Sigurðsson Garðarsbraut 79, Húsavík 80 ára n Elín H Guðmannsdóttir Þorragötu 5, Reykjavík n Eirný Sæmundsdóttir Arahólum 4, Reykjavík n Dagbjört Guðlaugsdóttir Blómsturvöllum 3, Grindavík n Karl Finnbogason Einivöllum 5, Hafnarfjörður n Björn Jóhannesson Leynisbraut 34, Akranes n Elísa M Kwaszenko Boðagerði 1, Kópasker n Hjörtur Guðmundsson Litlu-Gröf, Borgarnes n Haukur Bjarmi Óskarsson Eyjabakka 28, Reykjavík 85 ára n Kristjana Eggertsdóttir Boðagranda 2, Reykjavík n Elín Sumarliðadóttir Skarðshlíð 12c, Akureyri n Guðrún Þorvaldsdóttir Logasölum 5, Kópavogur Ásmundur Ólafsson fyrrv. framkvæmdastjóri dvalarheimilisins höfða á akranesi Ásmundur fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands og verslun- arskóla í London. Ásmundur vann við bókhald í Reykjavík og síðan við Bæjarútgerð Akraness. Hann var lengi starfs- maður Síldar- og fiskimjölsverk- smiðju Akraness hf. og Sements- verksmiðjunnar. Ásmundur varð framkvæmdastjóri Dvalarheimilis- ins Höfða á Akranesi 1981 og sinnti því starfi til 2005 er hann hætti fyrir aldurs sakir. Ásmundur sat í stjórn Knatt- spyrnufélags Akraness, sjálfstæðis- félaginu Þór og kiwanisklúbbnum Þyrli. Þá hefur hann setið í stjórn SÁÁ um langt árabil. Fjölskylda Ásmundur kvæntist 16.7. 1966, Jón- ínu Ingólfsdóttur, f. 10.4. 1941, yfir- ljósmóður. Foreldrar Jónínu: Ingólf- ur Jónsson og k.h., Mikkalína M. Alexandersdóttir. Börn Ásmundar og Jónínu eru Þórður, f. 28.4. 1968, kaupmað- ur í Reykjavík en kona hans er Elín Gunnlaug Alfreðsdóttir og eiga þau tvö börn; Stefán Orri, f. 18.3. 1971, d. 13.5. 1977. Fóstursonur Ásmundar og son- ur Jónínu er Ingólfur Geir Gissurar- son, f. 4.12. 1962, fasteignasali, fyrrv. íþróttakennari og margfaldur Ís- landsmeistari í sundi og maraþon- hlaupi, kvæntur Margréti Svavars- dóttur og eiga þau þrjár dætgur. Syskini Ásmundar eru Þórður, f. 11.10. 1931, d. 8.11. 1936, Sigurður, f. 21.9. 1933, fyrrv. framkvæmdastjóri; Ragnheiður, f. 6.1. 1935, húsmóðir og fyrrv. skrifstofumaður; Þórður Helgi, f. 5.1. 1937, fyrrv. rannsókn- armaður, Gunnar, f. 26.11. 1945, að- albókari; Ólafur Grétar, f. 16.1. 1948, umboðsmaður Sjóvár á Akranesi. Foreldrar Ásmundar eru Ólafur Frímann Sigurðsson, f. 23.3. 1903, d. 28.3. 1991, fyrrv. forstjóri á Akra- nesi, og k.h., Ólína Ása Þórðardótt- ir, f. 30.11. 1907, d. 14.5. 2006, hús- móðir. Ætt Ólafur er sonur Sigurðar, formanns á Sýruparti á Akranesi Jóhannes- sonar og Guðrúnar Þórðardóttur, sjómanns á Akranesi Halldórsson- ar. Ólína er dóttir Þórðar, útgerð- armanns á Akranesi Ásmundsson- ar, útvegsbónda á Háteigi á Akra- nesi Þórðarsonar, b. í Elínarhöfða á Akranesi Gíslasonar. Móðir Ás- mundar var Elín Ásmundsdóttir, b. í Elínarhöfða Jörgenssonar, b. í Elínarhöfða Hanssonar Klingen- bergs, b. á Krossi á Akranesi, ættföð- ur Klingenbergsættar. Móðir Þórðar var Ólína Bjarnadóttir, b. á Kjarans- stöðum Brynjólfssonar, b. á Ytra- hólmi, bróður Þuríðar, langömmu Halldóru, ömmu Sigurdórs Sig- urdórssonar, blaðamanns, Skaga- manns og bekkjarbróður Ólafs, sem varð sjötugur í gær. Brynjólfur var einnig bróðir Arndísar, langömmu Finnboga, föður Vigdísar, fyrrv. for- seta. Þá var Arndís langamma Har- alds, afa Halldórs Blöndal, fyrrv. ráðherra. Brynjólfur var sonur Teits, vefara í Reykjavík og ættföð- ur Vefaraættar Sveinssonar. Móð- ir Ólínu var Helga Ólafsdóttir Step- hensen, b. og stúdents í Galtarholti Björnssonar Stephensen, dóms- málaritara á Esjubergi Ólafsson- ar, stiftamtmanns í Viðey Stefáns- sonar, ættföður Stephensenættar. Móðir Ólafs Stephensen var Mar- grét Jónsdóttir, systir Jóns Espól- ín, sýslumanns á Frostastöðum. Móðir Helgu var Anna Stefánsdótt- ir Scheving, umboðsmanns á Leirá Vigfússonar Scheving, sýslumanns á Víðivöllum Hanssonar Scheving, klausturhaldara á Möðruvöllum Lauritzsonar Scheving, sýslumanns á Möðruvöllum, ættföður Scheving- ættar. Móðir Ólínu var Emelía Þor- steinsdóttir, útvegsbónda á Grund á Akranesi Jónssonar, b. á Ölvalds- stöðum Runólfssonar. Móðir Þor- steins var Ragnheiður Jóhannsdóttir, pr. á Hesti Tómassonar, stúdents og skálds á stóru Ásgeirsá Tómassonar. Móðir Ragnheiðar var Oddný Jóns- dóttir, b. og umboðsmanns á Melum Ketilssonar, bróður Magnúsar, sýslu- manns á Skarði. Móðir Jóns var Guð- rún Magnúsdóttir, systir Skúla land- fógeta. Móðir Emelíu var Ragnheiður Þorgrímsdóttir Thorgrímssonar, pr. á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd Guð- mundssonar, pr. á Lambastöðum Þorgrímssonar. Móðir Þorgríms var Sigríður Halldórsdóttir, pr. í Hítardal Finnssonar, biskups í Skálholti Jóns- sonar. Móðir Ragnheiðar var Ingi- björg Guðmundsdóttir, systir Helga Thordersen biskups. Ásmundur verður að heiman á afmælisdaginn. Til hamingju með afmælið! Einar fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hann lauk hinu minna vélstjóraprófi 1958, sveins- prófi í múrverki í Reykjavík 1969 og öðlaðist síðar meistararéttindi. Einar hefur síðan starfað við múrverk í Reykjavík og gerir það enn. Einar sat í stjórn Hvítasunnu- kirkjunnar í Vesmannaeyjum 1963-67, og Hvítsunnukirkjunn- ar Fíladelfíu í Reykjavík 1983-90, var fulltrúi í trúboðanefnd Hvíta- sunnukirkjunnar á Íslandi, gjald- keri kristniboðsjóðs Hvítasunnu- kirkjunnar í Vestmannaeyjum 1949-63, er félagi í Gideonfélag- inu frá 1991, kapellán frá 1993 og tengiliður í landssambandsstjórn frá 1998, félagi í Hinu íslenska Biblíufélagi, elsta starfandi fé- lagi landsins, frá 1991, söng í Kór Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu 1969-89, var gjaldkeri Kristniboðs- sjóðs hvítasunnumanna 1978-83, sat í stjórn barnaheimilisnefndar Kotmúla í Fljótshlíð 1972-73 og sat í stjórn blaða- og bókaútgáfunnar 1983-89. Fjölskylda Einar kvæntist 26.8. 1961 Hall- dóru Traustadóttir, f. 28.6. 1939, ljósmóður. Hún er dóttir Trausta Guðjónssonar trésmíðameistara og Ragnheiðar Jónsdóttur sauma- kona. Þau bjuggu lengst af í Vest- mannaeyjum. Synir Einars Guðna og Halldóru eru Trausti Ragnar, 25.5. 1962, bif- vélavirkjameistari og múrarameist- ari í Reykjavík, kvæntur Susanne Anderson og eiga þau eina dóttur, Tinnu Lindu; Gunnar Jónas, 2.5. 1966, matreiðslumeistari í Reykja- vík, kvæntur Þóru Arnardóttur og er sonur þeirra Arnar Ingi auk þess sem Gunnar á son af fyrra hjóna- bandi Elí Þór; Fjalar Freyr, f. 4.7. 1971, kennari við Lundarskóla á Akureyri, kvæntur Dögg Harð- ardóttur og eru synir þeirra Ein- ar Aron og Jóel; Sindri Reyr, f. 8.1. 1980, öryggisvörður hjá IKEA. Systkini Einars eru Jóhanna, f. 15.7. 1931, d. 2.10. 1938; Jóhann Hilmar, f. 14.4. 1934, fyrrv. bif- reiðastjóri í Vestmannaeyjum; Sigurbjörg, f. 7.2. 1942, húsmóð- ir í Vestmannaeyjum; Jóhann, f. 5.5. 1940, fyrrv. bæjarstarfsmaður í Vestmannaeyjum; Magnús Þór, f. 4.5. 1947. forstjóri við elliheimilið Hraun í Vestmannaeyjum. Foreldrar Einars voru Jónas Guðmundsson, f. 1886, d. 1979, verkamaður í Vestmannaeyjum, og Guðrún Magnúsdóttir, f. 1906, d. 1987, húsmóðir. Einar Guðni Jónasson múrarameistari í reykjavík „Nei, ég stefni nú bara á að vera í vinnunni í dag,“ segir íþróttakenn- arinn Jón Steindór Þorsteinsson sem fagnar þrítugsafmælinu sínu í dag spurður um plön dagins. „Ég hélt upp á daginn síðastlið- inn laugardag í góðum hópi vina og ættingja.“ Jón Steindór segist hafa verið löngu búinn að ákveða að halda veglega upp á tímamótin og bauð því sjötíu nánustu vinum og ættingjum til veislu. Veislan var haldin í sal og var boðið upp á veg- legar veitingar að sögn Jóns Stein- dórs. „Markmiðið með veislunni var að ná allri fjölskyldunni sam- an, mig var búið að langa það lengi.“ Jón Steindór segist lítið hafa spáð í gjafir þetta árið né ósk- að eftir neinu sérstöku. „Reyndar langaði mig í ipod og hann fékk ég, annars skipti það mig mestu málið að sjá og hitta fólkið mitt, ekki gjafirnar.“ Aðspurður hvort hann telji sig mikið afmælisbarn segir hann það nú ekki vera. „Ég held almenni- lega upp á daginn á fimm ára fresti, þess á milli held ég í mesta lagi smá teiti.“ Að lokum segir Jón Steindór aldurinn ekki snerta sig að nokkru leyti. „Það truflar mig ekkert að vera orðinn þrítugur,“ segir af- mælisbarnið hresst að lokum. kolbrun@dv.is Jón Steindór Þorsteinsson er þrítugur í dag. MarkMiðið að ná fjölskyldunni saMan jÓN STEINDÓR ÞORSTEINSSON ætlar bara að vera í vinnunni í dag en hélt heljarinnar afmælisveislu síðastliðinn laugardag. 70 ára í gær

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.