Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2008, Blaðsíða 4
þriðjudagur 25. nóvember 20084 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is „Ég keypti fyrir milljón í Glitni eft- ir að ríkið hafði tilkynnt að bankinn yrði þjóðnýttur að hluta til,“ segir ör- yrkinn Ólafur G. Sigurðsson. Hann tapaði þeim peningum þegar hann fjárfesti í hlutabréfum í Glitni eft- ir að ríkið hafði tilkynnt að bankinn yrði þjóðnýttur upp að 75 prósent- um. Aðeins viku síðar ákvað ríkið að þjóðnýta bankann að fullu og nú hef- ur Ólafur tapað öllu. Síðan á sunnudaginn í síðustu viku hefur hann birt smáauglýsingar þar sem hann biður aðra sem voru í sömu stöðu að hafa samband við sig, Ólafur hyggst höfða mál á hendur ríkinu vegna svikinna loforða. Sex hundruð töpuðu Ólafur keypti hlutabréf í Glitni 2. október. Sjálfur gerði hann ráð fyrir því að bankinn væri kominn í skjól vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar um að þjóðnýta bankann upp að 75 pró- sentum. Viku síðar var hann þjóð- nýttur að fullu, allt hlutafé var tapað. Ólafur er ekki einn í þessari aðstöðu, alls sex hundruð hlutabréfakaup áttu sér stað rétt fyrir þjóðnýtingu. Þar af voru um fimm hundruð hlutabréfa- kaup sem voru innan við milljón. „Það sýnir að þetta var bara venjulegt fólk að koma peningunum sínum í skjól,“ segir Ólafur. Fimmtíu hafa samband Það var síðan á sunnudaginn fyrir viku sem Ólafur setti litla auglýsingu í Fréttablaðið. Þar óskaði hann eftir því að ef einhver væri í sömu stöðu og hann hefði sá sami samband við hann vegna mögulegrar málsóknar gegn ríkinu. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Yfir fimmtíu karlar og konur hafa haft samband við Ólaf og öll vilja þau peningana sína til baka. „Sá sem tapaði mestu átti um fimm milljónir, tapið var gríðarlegt áfall fyrir þann einstakling,“ segir Ólafur. Þeir sem hafa haft samband við hann hafa tapað allt frá hundrað þúsund krónum upp í fimm milljón- ir. Allt er þetta venjulegt fólk. Reiðir og sárir „Fólk er reitt og sárt og hissa,“ segir Ól- afur spurður um viðbrögð þeirra sem hafa haft samband við hann. Hann seg- ir að sjálfur hafi hann varla trúað því í fyrstu þegar hann heyrði fréttirnar að hann hefði tapað öllum peningunum. Í kjölfarið lá hann þunglyndur í sex daga heima hjá sér þar til hann ákvað að gera eitthvað í málinu. Nú kannar lögfræð- ingur hans forsendur fyrir málsókn gegn ríkinu, en fyrst verða aðrar leiðir reyndar að sögn Ólafs. „En mér heyrist að það sé vilji til að fara alla leið,“ segir Ólafur um vilja þeirra sem hafa haft samband við hann. Vildi drýgja öryrkjabætur Peningarnir sem Ólafur tapaði voru að hluta til arður af sölu hans á fyr- irtæki sem hann átti áður. Hinn hlut- inn var arfur sem honum hlotnaðist þegar hann missti nákominn ætt- ingja. Hann segist hafa hangið á pen- ingunum en Ólafur ætlaði að nota þá til að drýgja tekjur sínar sem öryrki. „Ég fæ um 112 þúsund krónur á mánuði,“ segir Ólafur um þá erfiðu stöðu sem hann er lentur í. Aðspurður hvort hann sé vongóð- ur á að endurheimta peningana fyr- ir hönd þeirra sem töpuðu svarar Ól- afur: „Algjörlega. Ég trúi því ekki að ríkisstjórnin láti þetta mál afskipt.“ Ef einhver er í sömu stöðu og Ól- afur er hægt að hafa samband við hann á netfangið rikisbanki@gma- il.com ValuR gRettiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Öryrkinn Ólafur g. Sigurðsson tapaði milljón krónum þegar hann keypti hlutabréf í Glitni eftir að ríkið hafði tilkynnt að bankinn yrði þjóðnýttur upp að 75 prósentum. Ólafur er ósáttur við að ríkið hafi ekki staðið við loforð sitt. Hann auglýsti í kjölfarið eft- ir fleirum sem hafa lent í sömu aðstæðum og svörin hafa ekki látið standa á sér. Öryrki í mál vegna glitnis Davíð oddsson Seðlabankastjórinn ásamt stjórnvöldum gáfu út að ríkið myndi þjóðnýta glitni að hluta til, viku síðar skiptu þeir um skoðun og þjóðnýttu hann að fullu. Ólafur g. Sigurðsson Hefur fengið fimmtíu hluthafa með sér til þess að sækja skaðabótamál gegn ríkinu vegna þjóðnýtingar glitnis. „Fólk er reitt og sárt og hissa.“ Fjölskylda Hrafnhildar Lilju Georgs- dóttur heitinnar, sem var myrt í Dóminíska lýðveldinu í september, bíður enn eftir niðurstöðum DNA- rannsóknar lögregluyfirvalda þar í landi. Lífsýni fundust í herbergi henn- ar og rannsakar lögregla nú hverjum þau tilheyra. Hrafnhildur, sem stýrði litlu hóteli í strandbænum Cabarette, fannst látin á hótelherbergi sínu og höfðu henni verið veittir ýmsir áverkar. Georg Páll Kristinsson, faðir Hrafnhildar Lilju heitinnar, segist ekki hafa fengið upp- lýsingar um gang rannsóknarinnar í langan tíma. „Einu upplýsingarn- ar sem við höfum fengið er að það sé verið að bíða eftir niðurstöðum á DNA úr þessum mönnum. Málið er víst ennþá í vinnslu,“ segir hann. Utanríkisráðuneytið veitir milli- göngu um málið frá Dómíníska lýð- veldinu, en í ráðuneytinu fengust engar upplýsingar um gang rann- sóknarinnar, né heldur með hvaða hætti ráðuneytið hefur komið að mál- inu. Fréttamiðlar ytra greindu frá því að fimm hefðu verið handteknir vegna málsins, yfirlögregluþjónninn Rafael Calderón fullyrti að tveir hinna handteknu hefðu verið vinir Hrafn- hildar. Einnig var fullyrt að lögreglan væri komin á slóð morðingjans. Rétt- armeinafræðingar telja að Hrafnhildi hafi verið ráðinn bani með hamars- höggi í höfuðið, en hún hafði einnig áverka víða á líkamanum eftir egg- vopn. Eins og fram kom í DV í sept- ember telur lögreglan að Hrafnhildur hafi verið fórnarlamb ástríðuglæps. valgeir@dv.is Dóminíska lögreglan enn ekki búin að upplýsa morðið á Hrafnhildi lilju georgsdóttur: Ættingjar fá engar upplýsingar Hrafnhildur lilja georgs- dóttir var myrt í dóminíska lýðveldinu í september. Dýrindismáltíð á kanarí Guðni Ágústsson hefur haft það gott á Kanarí síðustu daga eins og DV hefur greint frá. Á sunnudagskvöldið fékk Guðni sér gratíneraða kjúklingabringu með beikoni og tómatsósu að sögn kokks í eldhúsinu á Klörubar. Kokkurinn, sem er íslenskur, segir að staðurinn sé farinn að gera ódýrari rétti fyrir Íslendinga en allt að hundrað og fimmtíu Íslendingar borða á staðnum á hverju kvöldi. Í síð- ustu viku hafi Guðni fengið sér hamborgarhrygg ásamt með- læti. Aðspurður hvað Guðni hafi fengið sér að drekka segir hann að Guðni hafi fengið sér vatn, enda sé hann svo rólegur. Leiðrétting Ásgeir Friðgeirsson, talsmað- ur Björgólfs Thors Björg- ólfssonar, segir það alrangt að Björgólfur sé staddur á Majorka eins og fram kom í DV í gær. Björgólfur hafi ekki komið til eyjunnar síðan 2004 og hafi að mestu haldið sig heima við í London undan- farið. Hann sé lítið á faralds- fæti þessa dagana þar sem eiginkona hans, Kristín Ól- afsdóttir, nálgast óðum settan fæðingardag en hún geng- ur með annað barn þeirra hjóna. ákærður fyrir veggjakrot Lögreglustjórinn á höfuð- borgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur Jóni Gauta Magnússyni. Jón Gauti komst í fréttirnar fyrr á árinu þegar lögreglumaður tók hann háls- taki í 10-11-verslun í Grímsbæ, aðalmeðferð í því máli fór fram í síðustu viku og kvaðst lög- reglumaðurinn óvart hafa tekið um háls Jóns Gauta. Ákæran sem snýr að Jóni Gauta nú er í þremur liðum. Tveir liðir henn- ar fjalla um veggjakrot á vegg á Slippfélaginu og í undirgöngum í borginni. Bjó til sprengjur Jón Gauti er líka ákærður fyrir brot gegn reglugerð um flugelda, með því að hafa um áramótin 2007 tekið skotkökur í sundur til þess að búa til ellefu sprengjur. Lögreglan gerði húsleit heima hjá honum og lagði hald á allar sprengjurnar sem voru í her- bergi Jóns Gauta. Öll brotin áttu sér stað fyrir 10-11-árásina í maí. Dómsuppkvaðn- ing verður í málinu 1. desember næstkom- andi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.