Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2008, Blaðsíða 20
þriðjudagur 25. nóvember 200820 Fókus
á þ r i ð j u d e g i
Bond heldur toppsætinu
bond-myndin Quantum of Solace heldur toppsætinu á aðsóknarlista kvikmynda-
húsanna fyrir nýliðna helgi. þetta er þriðja vika myndarinnar í fyrsta sætinu og
hafa nú rúmlega 50 þúsund manns séð njósnara hennar hátingar bjarga
heiminum enn eina ferðina. Body of lieS kemur ný inn á lista og fer beint í annað
sætið. Reykjavík-RotteRdam hækkar sig um eitt sæti, fer úr því fimmta í fjórða, en
tæplega 26 þúsund manns hafa nú séð myndina.
Steinar Sigurjónsson er eitt hinna
gleymdu skálda sögunnar. Bók-
menntastofnunin ýtti honum til hlið-
ar, inn í skugga stórvelda á borð við
Laxness, Guðberg og Thor, og sjálfur
átti hann ugglaust sinn þátt í því að
svo fór. Hann varð utangarðsmaður
sem lítt var hampað síðari árin sem
hann lifði. Samt hætti hann aldrei að
skrifa. Í mjög áhugaverðri stúdíu, sem
út kom fyrr á þessu ári, dregur Eirík-
ur Guðmundsson, bókmenntafræð-
ingur og útvarpsmaður, upp áleitna
mynd af stórbrotnum og frumleg-
um listamanni, beittum rýnanda
samfélags, mannlífs og menning-
ar, heimspekingi og andlegum leit-
anda, margbrotnum og mótsagnar-
kenndum. Ef slík bók dugar ekki til
að koma skáldi á kortið, þá veit ég
ekki hvað gæti gert það. En seinlát
og treg Stofnunin, með Akademíuna
að baki sér, er að vísu andstæðingur
sem enginn skyldi vanmeta.
Sjálfur kynntist ég Steinari lítil-
lega nokkrum árum áður en hann
dó. Langvarandi útislark hafði sett
mark á manninn, umtalaður fríð-
leiki og glæstur þokki fyrri ára var
að mestu strokinn burt. Mér fannst
hann dálítið hrokafullur, en það var
vafalaust hans vörn gagnvart harð-
neskju heimsins. Hann sagði mér
að hann væri á leið til leikhússins og
sýndi mér leiktexta eftir sig. Ég gat
nú ekki séð að mikið myndi verða
úr þeim í munni og höndum leik-
enda; kannski missást mér í því; þó
er ég ekki viss. Gyðjur leiklistarinnar
tóku skáldið aldrei upp á arma sína,
þrátt fyrir heitar ástarjátningar, ekki
fremur en þær vildu líta við Halldóri
Laxness sem þráði einnig að verða
alvöruleikskáld, öðlast frægð og við-
urkenningu í útlöndum fyrir snjall-
ar sviðsbókmenntir. Það áttu þeir þó
sameiginlegt: útigangsmaðurinn og
sigurvegarinn mikli sem lagði heim-
inn að fótum sér, þó að hann ynni
ekki allar orrusturnar.
Nú hefur Steinn loks tyllt fæti á
leiksviðið. Á sviði Hafnarfjarðarleik-
hússins gerir Rúnar Guðbrandsson
tilraun til að blása lífi í „skáldheim“
hans. Rúnar hefur einnig verið utan-
veltu í hinum örsmáa og ofurþrönga
leikhúsheimi Íslands, en hann er
hæfileika- og kunnáttumaður þrátt
fyrir það og gleðilegt að hann skuli
hafa fundið sér verðugt verkefni og
komist þetta langt með það. Þó að
setja megi spurningarmerki við sitt-
hvað í leikgerð og sýningu, einstak-
ar lausnir og úrvinnslu, er þetta lofs-
verð tilraun, djörf og metnaðarfull.
Hér er sannarlega ekki verið að fara
auðveldu leiðina í leiksviðsvæðingu
epískra texta: söguþræðinum ekki
kippt upp í heilu líki, samtölin skrif-
uð beint upp með smástyttingum,
eins og tíðkast hefur í hérlendu leik-
gerðastarfi, að heita má frá upphafi.
Um það eru leikrit þau sem búin hafa
verið til upp úr skáldsögum Laxness,
skýrt dæmi. Flest, langflest.
Nei, Rúnar fer frjálsri hendi um
sögur Steinars, tekur eitt héðan, ann-
að þaðan, blandar saman, lagar til í
persónugalleríinu, allt með það fyrir
augum að búa til kraftmikla leiklist.
Sjálfsagt nýtur hann þess að skáld-
ið er ekki lengur meðal vor og eng-
in hætta á að það fari að þvælast fyrir
– sem ég er hræddur um að Halldór
Laxness hafi gert á sínum dögum.
Rúnar veit að leiksviðið kallar á sam-
þjöppun, hnitmiðun, skýrleik. Hér
verður að finna einhverja færa leið;
hér dugar ekki að gera bara eitthvað
út í bláinn. Sú leið, sem Rúnar vel-
ur sér, er hliðstæð aðferð Kjartans
Ragnarssonar í frægri leikgerð hans
á Ofvitanum, ef einhver man eftir
henni (kannski Sjónvarpið endur-
sýni upptöku hennar við tækifæri, nú
þegar leikarar eru búnir að semja).
Rúnar leiðir sem sé skáldið sjálft
inn á sviðið og tvískiptir því, eins og
Kjartan gerði við Þórberg: þarna er
Steinar gamli og Steinar ungi. Stein-
ar gamli heitir Sjóni (eitt af mörgum
skáldnefnum hans), sá ungi Bugði
(líka eitt af skáldnefnunum). Hjálm-
ar Hjálmarsson leikur Sjóna, Tómas
Lemarquis Bugða. Þeir tveir eru mik-
ið að baða sig í sýningunni og hafa til
þess tvö baðkör sem á örugglega að
skilja symbólskt. Sýningin hefst á því
að Bugði ungi stígur allsber upp úr
lauginni, en sá eldri fækkar ekki föt-
um þegar hann dembir sér ofan í, og
þarf svo að vafra lengi um votur inn
að skinni. Ég vona að hitakerfi húss-
ins sé í lagi og að það eigi ekki eftir að
slá að Hjálmari.
Hið góða við þessa tvískiptingu er
að hún fellur svo vel að Steinari sjálf-
um, endurspeglar svo vel klofning-
inn sem kannski gerði hvort tveggja
í senn: eyðilagði hann sem borgara
og hélt sköpunargáfunni við. Bugði
ungi er sléttgreiddur og fínlegur, með
yfirvaraskegg eins og Clark Gable;
Sjóni gamli lífsreyndur, þó ekki
óhóflega markaður af hrjónóttu lífs-
hlaupi, skáldlega upphafinn svo að
jaðrar við tilgerð; samt alls engin fíg-
úra. Öllu nettilega skilað af Hjálmari.
Sjóni svífur yfir þorpinu eins og andi,
laus við það og þó bundinn því, en
Bugði vill komast sem fyrst á braut,
flýja þá martröð sem frumstætt og
klúrt líf þess hlýtur að vera draum-
lyndum fagurkera. Tómas Lemarquis
er ungur leikari sem hefur vakið at-
hygli fyrir góðan kvikmyndaleik, en
minna sést á sviði; það merkist vissu-
lega að hann er ekki eins vanur því,
en hann á augljóslega skilið að fá þar
fleiri tækifæri.
Samband skáldsins við þennan
uppruna sinn, botnlausan sóðaskap
hans, tilgangslaust ofbeldi, enda-
lausa drykkju, kynferðislega áþján
og allsherjar formyrkvun sálarinn-
ar, er blanda af ást og hatri. Því býð-
ur við honum, en það losnar ekki
við hann, af því að það sér í ljótleika
hans svo mikla fegurð, fegurð sem
það veit að lokum að muni standast
allan samanburð við klassískar feg-
urðarmyndir hinnar öldnu Evrópu.
Sem víðar börðust heimsborgarinn
og þjóðernissinninn um sál lista-
mannsins; Steinar var ekki einn um
það. Ætli það sé ekki helsta afrek leik-
stjórans og þeirra ágætu listamanna,
sem með honum starfa, hversu
makalausar myndir þeim tekst að
særa fram af þessum dýrðlega ljót-
leika? Sjáið bara þau Árna Pétur
Guðjónsson og Hörpu Arnardótt-
ur í hlutverkum hjónanna, Kidda og
Láru. Hvílíkur leikur – og hvílík leik-
gervi! Þetta íslenska almúgafólk líkist
engu venjulegu fólki, heldur miklu
fremur vættum eða hálftröllum, fólki
úr hraungrjóti, hafseltu og mosa,
ófreskjum sem þó er hægt að brosa
að og finna jafnvel til með. Þetta eru
steinar í djúpi, ef til vill þó skyldastir
verum þeim sem Kjarval sá í landinu
og dró fram með sínum töfraskúfi.
Það var mýstískur strengur í Steinari
líka, strengur sem kemur betur fram
í skáldverkinu Djúpinu en Skagasög-
unum svokölluðu sem eru eldri og
hér aðallega stuðst við.
Ég veit ekki hvort er ástæða til að
lýsa hér þeim efasemdum sem ég
hef um úrvinnslu Rúnars í leikritun
og sviðsetningu; eiginlega kallar það
á analýsu og greinargerð sem myndi
bera einn lítinn leikdóm ofurliði; þá
þyrfti ég einnig að sjá sýninguna oft-
ar, lesa mér betur til í textunum. Hið
hversdagslega hlutverk leikdóm-
arans er nú einu sinni að gefa ein-
kunnir, segja hvað honum þótti gott
og hvað miður gott, og það er víst
líka það sem flestir vilja heyra (nema
auðvitað þeir þjónar listarinnar sem
þurfa enga gagnrýni). Ég hef þeg-
ar sagt hvaða leikarar mér fundust
skara fram úr. Hinir eru svolítið mis-
jafnir. Ólafur Darri Ólafsson og Erling
Jóhannesson skiluðu vel umkomu-
leysi sjómannanna, gervi Erlings af-
bragðsgott, heillandi ógeðslegt. Björn
Ingi Hilmarsson er ekki leikari sem
ég myndi láta leika rudda, en ég sé á
Facebook, sem nú er orðin aðalheim-
ild okkar um Hafnarfjarðarleikhúsið,
að hann kom seint inn í vinnuna í
stað annars leikara sem forfallaðist.
Karl Guðmundsson skilaði vel því
litla sem hann var látinn gera. Stein-
unn Knútsdóttir er í góðu lagi á með-
an hún segir ekki neitt, en þegar hún
lauk upp munni sínum var hún ekki
eins góð. Birna Hafstein hefur einn-
ig ágætt útlit í Ónu, þokkadísina sem
verður fórnarlamb þorpsvarganna
og birtist síðast sem afturganga; þar
á hún mikla og magnaða ræðu sem
Birnu tókst ekki að gæða viðeigandi
óhugnaði. Leikmynd, ljós, tónlist og
hljóðeffektar; allt til fyrirmyndar, út-
hugsað, smekklegt og faglega unnið.
Það er helst að ég myndi gera at-
hugasemd við stóra senu undir lok-
in þar sem leikstjórinn lætur suma
leikarana afklæðast. Rúnar leikstjóri
Atómstöðin
í útrás
Hljómsveitin Atómstöðin gerði
nýlega samning við bandaríska út-
gáfufyrirtækið 272 records um út-
gáfu á laginu Think No á safnplötu
sinni Riot on Sunset vol. 14. Lagið
er fyrsta smáskífa plötunnar Exile
Republic, sem Atómstöðin sendi frá
sér fyrr á árinu, og jafnframt fyrsta
smáskífa safnplötunnar og fékk lagið
þó nokkra spilun á íslenskum út-
varpsstöðvum síðastliðið sumar og
í haust. Lagið hefur nú þegar fengið
spilun á nokkrum útvarpsstöðvum
vestanhafs. 272 records sérhæfir sig
í að þefa uppi áhugaverða tónlist-
armenn sem enn eru ósamnings-
bundnir í Bandaríkjunum og hefur
á undanförnum árum gefið út tugi
safnplatna.
hrAðAri
niðursveiflA
leigumyndA
Niðursveifla á leigumarkaði bíó-
mynda hér á landi hélt áfram á
síðasta ári. Raunar hélt sveifl-
an ekki aðeins áfram heldur jók
hún hraðann. Þetta kemur fram
í grein í nýjasta tölublaði kvik-
myndatímaritsins Lands og sona.
Árið 2006 nam samdrátturinn sex
prósentum en á síðasta ári dróst
markaðurinn saman um nítján
prósent. Aðsókn í kvikmyndahús
hefur einnig skroppið saman, þó
ekki jafnhratt, og hefur áhorf-
ið færst yfir á sölumyndbönd og
VOD-þjónustur. Fróðlegt verður
að sjá hvort þessi þróun haldi
áfram nú þegar kreppir að í efna-
hagsmálum landsmanna.
verðlAunAregnið
heldur áfrAm
Íslenskar kvikmyndir halda áfram
að vinna til alþjóðlegra verðlauna og
um þessar mundir eru það Spán-
verjar sem verðlauna. Logs.is greinir
frá því að á dögunum hafi Astrópía
unnið til tvennra verðlauna á Fant-
astic Film Festival of the University
of Málaga, annars vegar áhorfenda-
verðlaunin sem besta myndin og
hins vegar sérstaka viðurkenningu
frá alþjóðlegri dómnefnd. Þá hlaut
Skrapp út svokölluð Golden Gir-
aldillo-verðlaun á Seville Europ-
ean Film Festival um þarsíðustu
helgi. Um er að ræða aðalverðlaun
hátíðarinnar sem tryggja myndinni
dreifingu á Spáni. Loks hlaut stutt-
myndin Skröltormar fyrstu verðlaun
á alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni
Alcine í Madrid um þarsíðustu helgi.
leiklist
Lab Loki í HafnarfjarðarLeikHúsinu:
Steinar í djúpinu
Höfundur leikgerðar og leikstjóri:
rúnar guðbrandsson
Leikmynd: móeiður Helgadóttir
Lýsing: garðar borgþórsson
Búningar: myrra Leifsdóttir
Gervi: Ásta Hafþórsdóttir
Tónlist: guðni franzson
„ljótt er fAgurt
– fAgurt ljótt ...“