Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2008, Blaðsíða 13
þriðjudagur 30. desember 2008 13Áramót
ÞJÓÐARSKÚTAN BÍÐUR SKIPBROT
Leynifundur í Seðlabankanum
29. september var boðað til leyni-
fundar í Seðlabankanum þar sem
saman komu formenn stjórnarflokk-
anna auk ráðherra. Næsta morg-
un var tilkynnt að samkomulag hafi
verið gert milli ríkisstjórnar Íslands
og eigenda Glitnis banka hf. um að
ríkissjóður leggi bankanum til nýtt
hlutafé.
Fréttirnar komu öllum í opna
skjöldu. DV.is greindi fyrst frá þessari
tilhögun og í útvarpsþáttum þenn-
an sama morgun vildu fæstir trúa
að þetta væri raunin fyrr en bankinn
sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis.
Að morgni þriðjudagsins 7. októ-
ber fór Fjármálaeftirlitið inn í Lands-
bankann og tók yfir reksturinn. Sama
kvöld tók það yfir Glitni.
Davíð Oddsson mætti í Kastljós
og sagði það ekki standa til að Íslend-
ingar stæðu við fjárhagsskuldbind-
ingar bankanna erlendis. Í kjölfarið
voru sett hryðjuverkalög á Íslendinga
og Icesave-málið umdeilda er enn
ekki í höfn.
Í október tók ríkisstjórnin síðan
ákvörðun um að sækja um lán hjá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum sem ítrek-
að frestaði afgreiðslu umsóknarinn-
ar. Ríkisstjórnin neitaði að gefa upp
hverjir skilmálar sjóðsins væru og
það var ekki fyrr en eftir að DV birti
þá í heild sinni sem Geir og Ingibjörg
kynntu þá þjóðinni á einum af fjöl-
mörgum blaðamannafundum sem
haldnir voru þessar vikurnar.
Tækifæri fyrir konur
„Fall bankanna afhjúpaði vanhæfi ís-
lensku útrásarvíkinganna til að tak-
ast á við efnahagserfiðleika,“ segir
segir Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur
við Háskóla Íslands. „Viðskiptamód-
elið þeirra gekk aðeins upp í þenslu,
enda höfðu fæstir þeirra haft fyrir
því að mennta sig almennilega í við-
skipta- og hagfræði. Þjóðin upplifði
fall bankakerfisins eins og náttúru-
hamfarir hefðu dunið yfir, þar sem
hún hafði verið blekkt af fjölmiðlum,
ráðamönnum og viðskiptajöfrum til
að halda að kerfið stæði traustum fót-
um,“ segir hún.
Lilja vekur sérstaka athygli á kynja-
vinkli bankahrunsins en aðalleik-
menn þar voru karlmenn. „Banka-
hrunið reif hið rótgróna karlveldi á
Íslandi upp með rótum, þar sem út-
rás bankanna hafði verið hafin upp
til skýjanna með tilvísunum í árás-
argjarna og áhættusama víkinga eða
karla sem leitað höfðu út fyrir land-
steinana að ábótasömum viðskipta-
tækifærum,“ segir hún.
Að mati Lilju hefur rótleysi karla-
veldisins nú skapað langþráð rými
fyrir konur til að láta til sín taka á
flestum sviðum þjóðlífsins. „Konur
verða að nýta tækifærin sem skyndi-
legt rými til athafna hefur skapað
áður en karlaveldið nær að skjóta rót-
um á ný,“ segir hún.
Sögulegt lágmark
Fylgi Sjálfstæðisflokks hefur aldrei
mælst minna en nú í desember þeg-
ar 21 prósent viðmælenda Capacent
Gallup sögðust styðja flokkinn. Þá var
fylgi ríkisstjórnarinnar komið nið-
ur í 32 prósent sem er sama hlutfall
og styður vinstri græna. Samkvæmt
niðurstöðum þessarar könnunar
eru hann því orðinn stærsti flokkur
landsins.
Birgir Guðmundsson segir at-
hyglisvert að þrátt fyrir að bæði Sam-
fylking og Sjálfstæðisflokkur séu í
ríkisstjórn hafi tiltrú fólks á þeim síð-
arnefnda minnkað sýnu meir. „For-
ysta Geirs er ekki umdeild, sérstak-
lega því hann kemur út nánast eins
og húskarl hjá Davíð Oddssyni,“ segir
Birgir. Samfylkingin hafi þó ekki stað-
ið sig sem skyldi sem sá umbótaflokk-
ur sem hann gaf sig út fyrir að vera.
Vinstri græn eru því sá flokkur
sem nýtur mest fylgis í dag. „Þeir eru
að taka við kyndlinum. Þeir eru hin-
ir hjartahreinu og hugprúðu riddar-
ar sem ekki hafa gert neitt ljótt. En
þeir hafa heldur ekki gert neitt gott.
Þeir hafa ekki þurft að taka ábyrgð á
neinu,“ segir Birgir en bendir þó á að
flokkurinn græði á því að eiga ekki að
baki synduga fortíð líkt og Framsókn-
arflokkurinn.
Baldur Þórhallsson segir Fram-
sóknarflokkinn eiga í mikilli tilvist-
arkreppu en á árinu sem er að líða
hafa bæði Björn Ingi Hrafnsson og
formaðurinn, Guðni Ágústsson, yf-
irgefið hann. Evrópumálin hafa ver-
ið mikið deiluefni innan flokksins og
situr Evrópusinninn Valgerður Sverr-
isdóttir nú sem formaður þar til kosið
verður á flokksþingi. Hún hefur gefið
út að hún ætlar ekki að bjóða sig fram
til formanns.
Ábyrgð í Evrópumálum
Evrópumál hafa verið til umræðu inn-
an fleiri flokka en síðla árs tilkynnti
forrysta Sjálfstæðisflokksins að skip-
uð hefði verið sérstök Evrópunefnd
til að fara yfir þau mál. Gert er ráð fyr-
ir að kosið verði um afstöðu flokksins
til umsóknar að Evrópusamband-
inu á næsta flokksþingi. Baldur seg-
ir þetta róttæka ákvörðun. „Flokkur-
inn hefur aldrei lagt út í þetta áður
en það var löngu tímabært að hann
gerði það,“ segir Baldur. Hann bend-
ir á mikla innanflokksvinnu í Evrópu-
málum hjá Samfylkingu og Fram-
sókn og segir það hreinlega óábyrgt
hefði Sjálfstæðisflokkurinn ekki tekið
þetta skref.
Enginn axlar ábyrgð
Vikuleg mótmæli hafa átt sér stað á
Austurvelli allt frá bankahruninu.
Lilja Mósesdóttir lýsir yfir ánægju
sinni með þá Hörð Torfason tónlist-
armann og Gunnar Stefánsson leik-
ara sem hafa stýrt mótmælafundum
annars vegar og borgarafundum hins
vegar. Henni þykir einnig mikið til
þeirra kvenna koma sem talað hafa á
fundunum, svo sem Margréti Péturs-
dóttur verkakonu, Katrínu Oddsdótt-
ur laganema og Ástu Rut Jónasdóttur
húsmóður.
„Ég bind miklar vonir við að þess-
ar konur og aðrar frambærilegar
konur fái loks tækifæri til njóta sín
á næstunni án þess að verða lagðar
í einelti fyrir skoðanir sínar og skör-
uglega framkomu,“ segir Lilja sem
telur að tími sé kominn fyrir nýjar
raddir í samfélaginu.
Baldur segir það einnig eftir-
minnilegt að á þessu ári skyldu þús-
undir mæta til að mótmæla stjórn-
völdum á götum úti. Eftir stendur að
enginn stjórnmálamaður hefur axlað
ábyrgð á efnahagshruninu og engir
embættismenn hafa verið látnir axla
ábyrgð á sinnuleysi sínu.
Stýra þjóðinni geir H. Haarde og ingibjörg sólrún gísladóttir hafa stýrt Íslendingum inn í mestu efnahagshamfarir sem landsmenn hafa upplifað. Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur fallið úr 80 prósentum og niður í 32
prósent, sama fylgi og vinstri grænir hafa. MYND RóbERT REYNiSSoN
föstudagur 17. október 200834
aftur og aftur hefur verið
talað um hinn fámenna hóp auð-
manna sem stóðu fyrir útrásinni svokölluðu. að
þeir séu mennirnir sem skuldsettu þjóðina og beri mikla
ábyrgð, ásamt sofandi stjórnvöldum og eftirlitsstofnunum, á
því hvernig komið er fyrir hagkerfi Íslands. Þessir menn risu hátt á
öldu góðærisins en skullu harkalega á klettavegg kreppunnar. dV
tók saman lista yfir helstu útrásarvíkingana og „afrek“ þeirra.
Pálmi
Haraldsson
Athafnamaðurinn Pálmi
Haraldsson, forstjóri eignarhalds-
félagsins Fengs, er án efa einn af
útrásarvíkingum landsins. Pálmi er
fæddur 21. janúar árið 1960. Hann lauk
stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í
Ármúla og hélt síðan til náms í Gautaborg
þar sem hann lauk viðskiptafræðiprófi og MSc-
meistaragráðu í reikningshaldi með sérstakri
áherslu á endurvakningu félaga í erfiðleikum.
Viðskiptahæfileikar Pálma þykja óumdeildir og talað
hefur verið um að hann sjái tækifærin langt á undan
öðrum.
Einkahlutafélagið Fons á meðal annars fjórðungshlut í 365
miðlum, stærsta fjölmiðlafyrirtæki Íslands, en Pálmi á sjálfur rúmlega 40% hlut í Fons
.
Pálmi hefur einnig komið að rekstri lágflugfargjaldafélagsins Sterling. Þá hefur Pálmi
hagnast mikið á hlutabréfaviðskiptum undanfarin ár.
Eins og aðrir viðskiptajöfrar þjóðarinnar hefur Pálmi þó fengið að finna fyrir íslensku
kreppunni og hafa ýmsar sögur af erfiðleikum í rekstri fyrirtækja hans verið á sveimi.
Fyrr í vikunni neitaði hann því alfarið að Sterling ætti í erfiðleikum en sagðist þó
gjarnan vilja fá nýja fjárfesta inn í félagið til að styrkja rekstur þess. Hann
hafnaði einnig þeim sögusögnum að hlutur félags síns í flugfélaginu Ticket
væri nú í höndum ríkisins eftir hrun Landsbankans. Ætli tíminn einn
muni ekki leiða örlög þessa mikla athafnamanns í ljós, rétt eins
og allra félaga hans um borð í íslenska útrásarvíkinga-
skipinu.
Sigurður Einarsson
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarfor-
maður Kaupþings, var aðalmaðurinn á bakvið
útrás bankans. Þegar DV spurði Sigurð á
sínum tíma hvað honum þætti minnis-
stæðast á árinu 1999 sagði hann: „Vel
heppnuð einkavæðing Landsbanka og
Búnaðarbanka. Það var stóratburður og
vel heppnuð sala og boðar ábyggilega
áframhaldandi einkavæðingu.“
Sú varð vissulega raunin og bankarnir allir þrír, sem
þá hétu Búnaðarbanki, Íslandsbanki og Landsbanki, uxu með
ofsahraða. KB banki, síðar Kaupþing, hélt áfram að hlaða utan á sig
eignum en í júní 2004 keypti bankinn danska fjárfestingarbank-
ann FIH fyrir 84 milljarða króna. Bankinn hagnaðist um
rúmlega sjö milljarða á kaupunum en Landsbankamenn
voru komnir til Svíþjóðar og ætluðu að kaupa bankann.
Með kaupunum var Kaupþing orðið þrisvar sinnum
stærra en Íslandsbanki sem seinna varð Glitnir.
Árið 2005 voru Sigurður og Hreiðar Már Sigurðsson,
forstjóri bankans, kosnir menn ársins í atvinnulífinu að
mati Frjálsrar verslunar. Fyrir árið 2006 fengu þeir
félagar hvorki meira né minna en 300 milljónir í laun
saman. Sigurður um 170 milljónir og Hreiðar um 140.
Ævintýrið endaði svo fyrir skömmu þegar Bretar beittu
hryðjuverkalögunum á Landsbankann. Sú litla
tiltrú sem eftir var á íslensku efnahagslífi fór út
um gluggann og Kaupþing féll.
Lýður og Ágúst
Guðmundssynir í
Bakkavör
Bakkavarar-bræður voru á meðal þeirra sem
efnuðust hvað mest á uppganginum í íslenska
fjármálaheiminum. Þeir stofnuðu Bakkavör árið
1987 og hafa stýrt fyrirtækinu allar götur síðan.
Bakkavör gekk inn í Meið, sem síðar varð Exista, fyrir
sex árum. Við gjaldþrot Kaupþings varð kjölfestueign
Existu í bankanum að engu. Markaðsverðmætið var 134
milljarðar króna. Í framhaldinu keyptu bræðurnir
Bakkavör út úr Existu fyrir 8,4
milljarða króna. Lýður
sagði við Fréttablaðið að
salan væri neyðarráð til
bjargar verðmætum.
„Þróun mála er þyngri en
tárum taki,“ bætti hann við en tók
fram að hlutur Existu í Kaupþingi hefði verið skuldlaus og
því kæmi þrotið ekki eins harkalega við félagið og ætla
mætti.
Gunnar
Smári Egilsson
Gunnar Smári á að baki langan og skrautlegan fer-
il í fjölmiðlum. Lengst af var hann utangarðsmaður
á íslenskum blaðamarkaði og á heiðurinn af ófáum
götublöðum sem öll lognuðust út af eða fóru á
hausinn. Gunnari Smára er að mestu eignaður
heiðurinn af velgengni Fréttablaðsins. Sú ævintýralega
velgengni gerði hann að milljónamæringi og kom
honum í yfirburðastöðu á íslenskum fjölmiðlamarkaði.
Blaðið fór að vísu á hausinn eftir fyrsta starfsárið en
Gunnari Smára tókst að endurreisa Fréttablaðið með
liðsinni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Þegar peningar og
auglýsingar Baugs komu inn í reksturinn varð uppgangur
Fréttablaðsins með ólíkindum. Það malaði eigendum sínum gull
og Jón Ásgeir treysti því Gunnari Smára til þess að stýra Dagsbrún
en þá var gamli götublaðastrákurinn allt í einu orðinn æðsti
stjórnandi Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vodafone. Í þessari draumastöðu
rann útrásarhamurinn á Gunnar Smára sem keypti prentsmiðju í Bretlandi og
lagði grunninn að fríblaðaútrás í Danmörku með Nyhedsavisen og
í Bandaríkjunum með Boston Now. Honum mistókst þó
algerlega að endurtaka Fréttablaðsævintýrið í
útlöndum og bæði þessi blöð lögðu upp
laupana með gríðarlegu tapi. Þá tapaði
Dagsbrún stjarnfræðilegum upphæðum
í tíð Gunnars Smára sem hvarf af
vettvangi og hefur lítið haft
sig í frammi síðustu
misseri.
Björgólfur Guðmundsson
Þó að umsvif Björgólfs hafi verið mest hér á landi markaðist upprisa hans eftir
Hafskipsmálið af vel heppnaðri útrás. Björgólfur hlaut dóm fyrir þátt sinn í Hafskipsm
ál-
inu svokallaða en átti síðar eftir að rísa upp aftur með eftirminnileg-
um hætti. Hann tók við Vikingbrugg á Akureyri. Reksturinn fyrir
norðan gekk vel og svo fór að hann fylgdi verksmiðjunni til
Rússlands. Sonur hans, Björgólfur Thor, var með í því
ævintýri.
Þeir feðgar stofnuðu svo bruggverksmiðjuna Bravo
ytra, ásamt Magnúsi Þorsteinssyni, og óhætt er að
segja að það ævintýri hafi gengið vel því á
endanum seldu þeir Bravo fyrir 400 milljónir
dala til Heineken. Eftir það sneru feðgarnir
heim og keyptu ráðandi hlut í Landsbankan-
um fyrir 12 milljarða. Fyrir hrunið var
bankinn metinn á um 240 milljarða króna.
Þegar Björgólfur og sonur hans og nafni
höfðu fengið bjórmilljarðanna í hendur
tók Björgólfur yngri að mestu við
útrásinni. Helsta útrás Björgólfs eldri
var fólgin í kaupum hans á
knattspyrnufélaginu West Ham
United. Liðið heldur enn velli
þrátt fyrir miklar hrakfarir
Björgólfs og þjóðarinnar
undanfarið.
Bjarni
Ármannsson
Bjarni var bankastjóri Glitnis, áður
Íslandsbanka, allt frá því Fjárfestingarbanki
atvinnulífsins sameinaðist Íslandsbanka árið
2000 (fyrst um sinn ásamt Val Valssyni). Bjarni
var afar farsæll í því starfi og bankinn óx og
dafnaði. Bjarni var afar vel liðinn hjá samstarfsfólki
og umtalað hversu mannlegur hann væri miðað við
ýmsa aðra fjármálamógúla. Áhersla hans á fjölskyldu-
gildi og maraþonhlaup féll í kramið innan fyrirtækisins.
Segja má að Bjarni hafi hætt í útrásarmaraþoninu á
hárréttum tíma þegar hann lét stjórn Glitnis í hendur Lárusar
Welding snemma á síðasta ári. Bjarni varð stjórnarformaður REI eftir
að hann hætti hjá Glitni en félagið fékk vægast sagt harkalega lendingu strax í flugta
ki í
fyrrahaust eins og frægt er orðið. Þó skal aldrei segja aldrei og Bjarni gæti lumað á
einhverjum trompum þar sem hann hefur það nú náðugt í Noregi.
Árið 2007 hafði Barni nærri þrefalt hærri tekjur en árið 2006 þegar hann var forstjóri
Glitnis. Þegar Bjarni hætti fékk hann níu hundruð milljóna króna starfslokasamn-
ing. Samkvæmt tekjublaði Mannlífs fyrir síðasta ár hafði bankastjórinn
þáverandi um það bil sextán milljónir í laun á mánuði. Bjarni, sem nú
starfar sem sjálfstæður fjárfestir, hafði 44,8 milljónir króna í
mánaðarlaun á síðasta ári. Stór hluti tekna Bjarna skýrist
væntanlega af starfslokasamningi hans við Glitni.
Helgarblað
FíFldjarFir víkingar
föstudagur 17. október 2008 35
Björgólfur
Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson fæddist þann 19. mars árið 1967. Hann lauk námi í
viðskiptafræði frá New York University árið 1991 og fór fljótlega eftir það til Rússland
s
ásamt föður sínum til að setja á fót gosdrykkjaverksmiðju. Rekstur verksmiðjunnar v
ar
erfiður framan af, bæði vegna málaferla innan fyrirtækisins og erfiðra viðskiptaaðstæ
ðna í
Rússlandi. Björgólfur byrjaði snemma að stunda viðskipti og hefur risið bæði hratt o
g hátt en
hann er gjarnan kallaður fyrsti milljarðamæringur Íslands.
Í fyrra náði kaupsýslumaðurinn ungi þeim árangri að vera í 249. sæti á lista bandarísk
a
tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn heims. Eignir Björgólfs Thors voru þá metnar á
3,5 milljarða dala, jafnvirði 235 milljarða króna. Í ár seig Björgólfur niður um
nokkur sæti á listanum mikla og var skráður í 307. sæti á nýjum lista Forbes
yfir ríkustu menn heims og nema eignir hans 3,5 milljörðum dollara, eða
um 227 milljörðum króna. Féll hann því um 58 sæti frá því í fyrra en þá
voru eignir hans metnar jafnhátt. Í grein Forbes er þess getið að
Björgólfur hafi ásamt öðrum stofnað Bravo-bjórverksmiðjuna í
Rússlandi og selt Heineken hana í febrúar 2002. Ágóðann hafi
hann nýtt til fjárfestinga á Íslandi og í Austur-Evrópu. Einnig er
bent á að Björgólfi Thor hafi gengið vel í viðskiptum sínum
undanfarið. Að hann hafi keypt Actavis, selt hlut í búlgarska
símafyrirtækinu BTC fyrir um 150 milljarða og hlut í
búlgarska bankanum ElBank fyrir um 20 milljarða. Þá
kemur fram að Björgólfur eigi hlut í Landsbankanum,
pólska fjarskiptafyrirtækinu Play og fasteignir í
Rúmeníu, Skandinavíu, Spáni, Tyrklandi og víðar
í Austur-Evrópu.
Hannes Smárason
Hóf feril sinn hjá deCODE, en hann og Kári Stefánsson fjárfestu í Fjárfestinga-
banka atvinnulífsins sem seinna varð Íslandsbanki. Hannes hóf síðar samstarf við
þáverandi tengdaföður sinn, Jón Helga Guðmundsson eiganda BYKO. Tengdafeðga
nir
keyptu saman ráðandi hlut í Flugleiðum í nafni eignarhaldsfélagsins Oddaflugs.
Hannes fjárfesti einnig í Húsasmiðjunni ásamt Baugi og Baugur fjárfesti í Flugleiðum
. Á
endanum keypti Hannes þá fyrrverandi tengdaföður sinn út úr Flugleiðum. Hann stó
ð fyrir
kaupum á hlut í lággjaldaflugfélaginu EasyJet en seldi 17 prósent í flugfélaginu. Han
nes stóð
einnig fyrir 380 milljóna króna kaupum í Glitni og síðar keypti FL Group stóran hlut í
Sterling
fyrir 14,6 milljarða íslenskra króna. FL Group fjárfesti einnig í bruggverksmiðju í Holla
ndi,
Bang&Oulfsen, Finnair, Royal Unibrew og nokkrum fjármálafyrirtækjum svo eitthvað
sé nefnt.
FL Group hrap- aði svo eftir kaup í bandaríska flugfélaginu Am
erican Airlines.
Tap á rekstri þess hafði gríðarleg áhrif á FL Group. Bréf
félagsins féllu gríðarlega jafnt og þétt eftir kaupin í
American Airlines. Á endanum var FL Group
breytt í Stoðir, Hannes vék og við tók Jón
Sigurðsson. Fyrir hálfum mánuði óskaði
Stoðir eftir greiðslustöðvun.
Hannes hefur nú aðsetur í London, býr í
120 fermetra íbúð í Kensington-hverfinu
í London, og er sagður una hag sínum
vel. Hann er sagður koma að rekstri
matarheimsendingafyrirtækis sem
hann átti hlut í áður en FL Group-
ævintýrið var úti. Hann á enn hús sín
tvö við Fjölnisveg 9 og 11 sem eru talin
með þeim glæsilegustu í Reykjavík.
Jón Ásgeir
Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson útskrifaðist frá
Verzló árið 1989 og stofnaði sama ár fyrstu
Bónus verslunina með föður sínum,
Jóhannesi Jónssyni. Árið 1998 gerðist hann
forstjóri Baugs Group og jók umsvif fyrirtækis-
ins til muna. í maí 2002 hætti hann sem forstjóri
en gerðist þess í stað stjórnarformaður fyrirtækis-
ins. Það entist þó bara í nokkra mánuði en í
nóvember sama ár tók hann aftur við forstjórastóln-
um.
Undir lok ársins 2003 hafði Baugur Group vaxið gríðarlega
og þá sérstaklega fyrir tilstilli Jóns Ásgeirs sem forstjóra. Ekkert
annað íslenskt fyrirtæki hafði jafmikil umsvif erlendis á þessum tíma
og var Baugur jafnframt orðinn stærsta fyrirtæki landsins.
Árið 2005 féll skuggi á frægðarljóma Jóns Ásgeirs þegar hann og fleiri voru ákærðir f
yr-
ir fjörutíu brot, meðal annars á bókhaldslögum. Flest brotin vörðuðu millifærslur
milli Jóns og fyrirtækisins. Baugsmálið svokallaða er umfangsmesta sakamáli
síðari ára fyrir íslenskum dómstólum en því lauk í júní á þessu ári þegar
Hæstiréttur staðfesti ársgamlan héraðsdóm og þótti niðurstaðan heldur
snautleg fyrir ákæruvaldið og rannsóknaraðila en eftir allt havaríið
fékk Jón Ásgeir þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsis-
dóm.
Gísli Gíslason
Gísli er lærður lögfræðingur og einna þekktastur
fyrir að koma fasteignakeðjunni Remax hingað til
landsins og hafa milligöngu í sölu á þekktasta hóteli
Danmerkur. Margir hafa haft orð á því að hann sé
mikill ævintýramaður þegar kemur að viðskiptum.
Gísli hóf útrás á íslensku pítsunni og opnaði hinn
sívinsæla veitingastað Pizza 67 á sjálfu Strikinu með
pompi og prakt fyrir nokkrum árum. Sá staður gekk um
tíma en hvarf síðar rétt eins og hérna heima. Pizza 67 var
einnig opnaður í Færeyjum við mikinn fögnuð og sá staður starfar
enn.
Gísli seldi Remax-keðjuna hér á landi og hélt til Danmerkur. Þar gerði hann
aðra atrennu að dönskum mörkuðum þegar hann hugðist gera Remax-
keðjuna að stærstu fasteignasölu Danmerkur. Remax var á þeim tíma með
starfsemi í öllum löndum Evrópu nema Danmörku og Frakklandi.
Þetta gekk þó ekki sem skyldi og Gísli fór að sinna hinum og þessum
ráðgjafarstörfum í Danmörku. Hann verður þó alltaf þekktastur fyrir að hafa
haft milligöngu um sölu Hotel D´Angleterre við Kongens Nytorv í Kaup-
mannahöfn. D´Angleterre er þekktasta og virtasta hótel Kaupmannahafnar
og jafnvel Danmerkur. Kaupandi hótelsins var Gísli Reynisson, forstjóri Nordic
Partner. Deilur urðu á milli þeirra vegna þóknunar Gísla fyrir söluna. Hann
fékk þó að lokum fúlgur fjár og festi kaup á húsi í Kópavogi þar sem hann
hefur nú aðsetur.
Helgarblað
11. október 2008 skömmu eftir bankahrunið tók dV saman helstu verk
útrásarvíkinganna, mannanna sem ásamt sofandi stjórnvöldum og eftirlitsstofnunum
eru sagðir bera ábyrgð á því hvernig komið er fyrir íslenska hagkerfinu.