Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2008, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2008, Blaðsíða 72
Mercedes club-æðið n Sveitin vakti strax mikla athygli fyrir vöðvamikla og tanaða meðlimi og aðsniðna galla söngkonunnar Rebekku. Barði Jóhannsson var heilinn á bakvið dansdrifið teknó sveitarinnar en hún var ekki langt frá því að komast alla leið í Eurovision. Mörgum var misboðið þegar eitt lag sveitarinnar reyndist vera auglýsing fyrir Símann en meðlimirnir létu það ekki á sig fá. Mercedes-æðið var mjólkað hratt og örugglega en það endaði jafnhratt og örugglega og það hófst. Óvíst er hvort sveitin er lífs eða liðin en ólíklegt þykir að hún stígi aftur á svið. steed lord í bílslysi n Að morgni 9. apríl á þessu ári fékk stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson símtal sem allrir foreldrar kvíða. Dóttir hans, Svala Björgvinsdóttir, unnusti hennar, Einar Egilsson, og bræður hans, Erling og Eðvard, ásamt Agli Eðvardssyni höfðu lent í harkalegu bílslysi á Reykjanesbrautinni. Svala og bræðurnir þrír skipa sveitina Steed Lord og voru þau á leiðinni til Evrópu í tónleikaferðalag. Öll voru þau lögð inn á gjörgæslu, yngsti sonurinn, Eðvard, og Einar slösustu báðir mjög illa. Sveitin var langan tíma í endurhæfingu en hún gaf út sína fyrstu plötu á dögunum, Truth Serum. björk tals- Maður íslands n Fjölmiðlar ytra leituðu mikið eftir áliti Bjarkar Guðmundsdóttur söngkonu í kjölfar efnahagshruns- ins hér heima. Björk lá ekki á skoðunum sínum og hvar leiðin að upprisu Íslands lægi. Hún talaði harðlega gegn stóriðju og skaut fram hinum ýmsu hugmyndum um sprotafyrirtæki og annan atvinnurekstur sem myndi skapa meiri auðæfi til langs tíma litið en stóriðja. Björk talaði um jákvæðu hlutina við landið meðan erlendir fjölmiðlar margir hverjir gerðu hvað þeir gátu til að ausa skít yfir land og þjóð. innlendur stjörnuannáll ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 200872 Áramót n Frægasti gestur ársins var án efa óskarsverðlauna- leikarinn Mel Gibson sem kom hingað til lands ásamt tveimur sonum sínum í sum- ar. Mel kom til lands- ins með einkaþotu. Á meðan á dvöl hans stóð kynnti leikarinn sér sögu og menningu Íslands þess á milli sem hann spókaði sig um Reykjavíkur- borg. Mel og synir hans tveir spil- uðu einnig golf við Urriðaholt. n Heimilisgyðjan Martha Stew- art heimsótti einnig land- ið í sumar og heimsótti meðal annars vinkonu sína Dorrit Mouss- aieff forseta- frú. Haldin var stjörnukvöldverður til heiðurs sjónvarpsdrottning- unni á Bessastöðum þar sem allir helstu auðmenn landsins voru einnig mættir. Martha kynnti sér land og þjóð og var sérstaklega heilluð af Ólöfu í Vogafjósinu í Mývatnssveit. Martha var svo heilluð af Íslandi að hún sýndi innslag í þætti sínum seinna á árinu. n Íslenskar stúlkur kiknuðu í hnjánum er fréttir bárust af því að mex- íkóski leikar- inn Gael García Bernal myndi dvelja á landinu um tíma til þess að taka þátt í verkinu Kommúnunni sem leikstýrt var af Gísla Erni Garðarssyni. Gael dvaldi lengi vel á Íslandi og sást spóka sig á kaffihúsum á daginn þar sem hann drakk espresso og naut þess að vera óþekktur á Klakanum. n Bandaríski sjón- varpsþátta- stjórnand- inn Al Roker eyddi nokkrum dögum hér á landi á vegum morgunþáttarins The Today Show. Ástæðan fyrir komu þáttargerðar- manna til landsins var að þeir vildu vekja athygli á umhverfisvanda- málum og hvað áhorfendur geta gert til þess að hjálpa til. Fjallað var ítarlega um íslenska vatnið og þá sérstaklega vatn Jóns Ólafssonar, Icelandic Glacial. n Leikarinn Anthony Edwards, sem er einna þekktastur fyrir hlut- verk sitt sem læknirinn Green í Bráðamóttökunni kom hingað til lands í sumar til að vera viðstadd- ur styrktarsamkomuna Shoes for Africa sem fór fram á Hilton-hót- elinu. Þar bauð hann á uppboði læknasloppinn sem hann notaði í þáttunum vinsælu. n Auðmennirnir streymdu einnig til landsins. Á haustmánuð- um kom stór hópur rúss- neskra auð- manna til lands- ins á einkaþotu og með í för ríkasti maður Rússlands, Oleg Derip- aska. Hann er jafnframt níundi rík- asti maður í heimi. Hópurinn lagði undir sig 101 hótel og þurfti að loka Hverfisgötunni í aðra áttina til þess að koma risajeppunum fyrir. Að sögn heimildarmanna DV var þetta ein stór skemmtiferð. n Það var mikið um það að gamlar rokkhetjur legðu leið sína hingað á Klakann. Þar ber helst að nefna lifandi goð- sagnirnar Bob Dylan og Eric Clapton. Eins og vanalega þegar Clapton kemur til landsins fór hann í laxveiði en þetta var í annað sinn sem Dylan heimsótti Ísland. n David Coverdale og félagar í Whitesnake tróðu upp í Höllinni en það gerði einnig gamla brýn- ið John Fogerty úr Creedence Clearwater Revival. Fogerty tók marga gamla slagara og vakti mikla lukku. Þá hélt Paul Simon líka tónleika í Höllinni. ellisMellir í heiMsókn Frægir á landinu heiMkoMa landsliðsins n Það var sannkölluð þjóðhátíð þegar íslenska karlalandsliðið kom heim frá Peking með silfrið góða um hálsinn. Flugvél þeirra lenti á Reykjavíkur- flugvelli og þyrla og flugvél Landhelgisgæslunnar fylgdu henni eftir. Hátíðarhöldin náðu svo hámarki á Arnarhóli þar sem slegið var heimsmet í nýtingu fersentimetra á sviði. Allir sungu strákunum til heiðurs og Páll Óskar hélt uppi stuðinu. Einhverjum þóttu fagnaðarlætin yfirdrifin og orð eins og „aulahrollur“ komu til tals en flestir ef ekki allir landsmenn voru að springa úr stolti. rokkgoð deyr n Keflvíska rokkgoðsögnin í lifanda lífi Rúnar Júlíusson féll frá 5. desember síðastliðinn aðeins 63 ára að aldri. Rúnar fékk hjartastopp er hann var kominn á bráðamóttökuna en að sögn eiginkonu hans, Maríu Baldursdóttur, vildi hann láta tékka blóðþrýstinginn áður en hann stigi á svið. Íslenska þjóðin kvaddi rokkarann mikla en útför hans fór fram í Keflavík og sýnt var frá jarðarförðinni í Fríkirkjunni í Reykjavík sem var full út úr dyrum. begga- og Pacas-æðið n Þjóðin féll kylliflöt fyrir Begga og Pacas, kærustuparinu sem sigraði í raunveruleikaþættin- um Hæðinni á árinu. Á augabragði urðu þeir lífsstílsgúrúar Íslands og boðberar hins jákvæða. Beggi og Pacas voru svo vinsælir að umræða um að þeir fengju sinn eigin þátt komst einnig til tals. Þeir mættu vikulega í magasínþáttinn Ísland í dag og urðu á innan við viku vinsælustu veislustjórar landsins. Allir vildu fá sinn skammt af Begga og Pacas. ár ásdísar ránar n Í byrjun árs varð allt brjálað í kringum Ásdísi Rán Gunnarsdótt- ur er fréttir bárust af því að hún kæmi til með að keppa í raunveruleikaþættinum Million Dollar Woman. Íslendingar kusu dag eftir dag til þess að koma Ásdísi í keppnina og það virkaði. Ásdís varð fyrir valinu sem einn keppenda í leitinni að milljón dollara konunni. En það var ekki fyrr en að Ásdís flutti til Búlgaríu að hún byrjaði að vekja athygli í fjölmiðlum hérna heima. Ásdís og Garðar eru nokkurs konar David og Victoria Beckham Búlgaríu og virðast fjölmiðlar þar í landi hafa mikinn áhuga á ljóshærðu stúlkunni frá Íslandi. Ásdís komst í fréttirnar hérna heima er hún var lögð snögglega inn á spítala í Búlgaríu vegna bólgna í eggjastokkum. Læknarnir sögðu hana hafa verið þremur tímum frá dauða. Keppnin um milljón dollara konuna hefur verið flautuð af, en Ásdís heldur áfram að gera það gott. Hún hefur sagt í viðtölum við DV að það komi vel til greina að prýða forsíður karlatímarita á borð við Playboy og FHM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.