Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2008, Blaðsíða 31
n Þeir sem stjórnuðu útrásinni fyrir
Ísland eiga erfitt ár í vændum. Sumir
þeirra standa uppi eignalausir og í ljós
kemur að nokkrir útrásarvíkinganna
voru ekki sjálfstæðir viðskiptamenn
heldur leppar þeirra sem leiddu hóp-
inn. Þeir fara verst út úr kreppunni
því þegar kreppir að hjá bakhjörlum
þeirra standa lepparnir einir á ber-
angri. Þorsteinn M. Jónsson, Magn-
ús Ármann, Pálmi Haraldsson og
fleiri nafntogaðir viðskiptasnilling-
ar munu koma fram sem hálfgerðir
bónbjargarmenn á árinu og verður
útganga þeirra úr viðskiptum heldur
snautleg svo ekki sé fastar að
orði kveðið.
n Jón Ásgeir Jóhann-
esson berst til síðustu
stundar fyrir fyrirtæki
sínu og hlýtur við það
nokkra virðingu alþýðunn-
ar en í árslok standa hann og
faðir hans nánast aftur á sínum byrj-
unarreit í Bónus þar sem sigurganga
þeirra hófst. Fyrir utan verslunar-
rekstur á Íslandi verða nær allar
eignir feðganna horfnar í skulda-
hítir um allan heim þótt ekki verði
um formlegt gjaldþrot að ræða.
n Bakkavararbræður verða gjald-
þrota á árinu og kjósa að setjast að er-
lendis líkt og Hannes Smárason og
mun lítið fara fyrir þeim. Völvan sér
hins vegar bankamenn sem tengj-
ast Baugsfyrirtækjum mikið í sviðs-
ljósinu, sérstaklega eru það Sigurjón
Árnason og Tryggvi Jónsson sem
standa í miðju mikillar orrahríðar
snemma á árinu. Birna Einarsdótt-
ir, bankastjóri Nýja Glitnis, mun
segja sig frá embætti sínu um
mitt árið eftir mikinn þrýsting.
Elín Sigfúsdóttir, bankastjóri
Landsbankans, mun einnig
segja sig frá embætti á nýja ár-
inu vegna hreinsana sem gerðar
verða í bankanum vegna óánægju
með skuldaskil við stóra aðila í sam-
félaginu.
n Bjarni Ármannsson
kemur aftur inn í sviðs-
ljósið vegna einhvers
konar endurkomu í
íslenskt viðskiptalíf.
Það sama á við um þá
Kaupþingsmenn Sig-
urð Einarsson og Hreið-
ar Má Sigurðsson sem snúa í ein-
hverri mynd aftur í viðskipti á Íslandi
á árinu. Völvan sér ekki betur en þeir
muni gegna stöðu óvinsælustu manna
landsins á árinu og sér þá umkringda
lífvörðum ef ekki lögregluþjónum.
n Björgólfsfeðgar halda áfram að berj-
ast fyrir fjárhagslegu lífi sínu. Það tekst
fyrir þeim yngri en ekki föður hans en
völvan sér hann stríða við vanheilsu á
árinu.
ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2008 31Völvuspá
Útrásarvíkingar
stjórnmálin
n Árið mun einkennast af heiftar-
legum átökum á stjórnmálasviðinu.
Sjálfstæðisflokkurinn
klofnar í kjölfar mik-
illa átaka á lands-
fundi flokksins.
Þar verður sam-
þykkt að stefna í
aðildarviðræður
við ESB. Í kjölfarið
segja margir fulltrú-
ar útgerðarinnar, bænda og lands-
byggðarinnar sig úr lögum við flokk-
inn. Geir Haarde situr þó áfram í stóli
formanns flokksins en Bjarni Bene-
diktsson tekur við sem varaformað-
ur því Þorgerður Katrín hverfur
af vettvangi stjórnmála vegna
mála sem tengjast hruni
bankanna.
n Samfylkingin gengur einn-
ig í gegnum mikla hreinsun á
árinu. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir hættir sem formaður flokks-
ins af persónulegum ástæðum og
Össur Skarphéðinsson tekur við
stjórntaumunum á ný en völvan sér
þó Jóhönnu Sigurðardóttur í ein-
hverju lykilhlutverki.
n Í kjölfar þessara átaka verður nýr
stjórnmálaflokkur í framboði sem
hefur það helst á stefnuskrá sinni að
berjast gegn aðild Íslendinga að ESB.
Völvan sér Davíð Oddsson leggja
þeim flokki lið en ekki fylgja honum til
kosninga. Flokkurinn, eða öllu heldur
framboðið, mun í fyrstu laða til sín
skipbrotsmenn úr öðrum flokkum,
bæði Framsóknarflokki og Vinstri-
heryfingunni - grænu framboði, sem
fara ekki varhluta af ESB-átökunum
en þar verða það helst ungliðar sem
flæmast úr flokknum þegar formað-
urinn gefur ekkert eftir í andstöðu
sinni við ESB. Þegar á líður setja per-
sónulegar deilur mark sitt á framboð-
ið sem missir flugið.
n Ástæða þess að Davíð tekur þátt
í stjórnmálum að nýju er að
snemma á nýju ári verða
kynntar breytingar á yfir-
stjórn Seðlabankans. Þær
eiga að taka gildi á vor-
dögum og fela í sér hvarf
allra stjórnenda bankans
úr valdastóli en Davíð, einn
þeirra, kýs að vinna ekki út upp-
sagnarfrestinn. Bankanum verður
stjórnað af einum manni í framtíðinni
og mun val ríkisstjórnarinnar á hon-
um vekja furðu og deilur í fyrstu sem
hjaðna síðan.
n Jafnframt þessu verður tilkynnt um
brotthvarf Árna Mathiesen, Björgvins
G. Sigurðssonar og Þorgerðar Katr-
ínar Gunnarsdóttur úr ríkisstjórn.
Þetta ásamt umskiptum í Seðlabanka
verður til þess að auka trú almennings
á stjórninni og hún situr á friðarstóli
fram að kosningum í vor. Þegar talið
verður upp úr kössunum verður stór-
sigur Samfylkingar og vinstri-grænna
að veruleika og saman mynda þessir
flokkar ríkisstjórn undir forsæti Stein-
gríms J. Sigfússonar. Framsóknar-
flokkurinn geldur mikið afhroð undir
stjórn Páls Magnússonar, nýkjörins
formanns, og Sjálfstæðisflokkurinn
sest í stjórnarandstöðu mikið laskaður
og raunamæddur. Hinn nýi fullveldis-
flokkur fær alls ekki þann mikla stuðn-
ing sem búist var við í fyrstu en völvan
sér hann samt fá menn á þing.
n Í skiptum fyrir stól forsætisráðherra
samþykkir Steingrímur J. Sigfús-
son að farið verði í aðildarviðræður
við ESB og þær verða til lykta leiddar
seint á árinu og í framhaldinu verður
boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu í árs-
byrjun 2010.
n Í tengslum við fyrirhugaðar kosn-
ingar koma fram smælingjar sem
getið hafa sér gott orð í mótmælum
á haustmánuðum. Þetta á við um
Hörð Torfason, Gunnar Sigurðsson
leikstjóra, Kolfinnu Baldvinsdóttur,
Sturlu vörubílstjóra og fleiri en völv-
an sér ekkert þeirra á þingi eftir kosn-
ingar.
Tvísýn framtíð Tveir af ráðherrunum á
myndinni munu standa upp úr stólum sínum.
Hinir tveir munu rísa til enn meiri metorða.
Framhald á
næstu opnu