Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2008, Blaðsíða 34
þriðjudagur 30. desember 200834 Áramót
HIN HLIÐIN
Söngfugl eins og
Stebbi Hilmars
Nafn og aldur?
„Margrét Lára Viðarsdóttir,
22 ára.“
Atvinna?
„Knattspyrnukona og nemi.“
Hjúskaparstaða?
„Á kærasta.“
Fjöldi barna?
„Engin.“
Hefur þú átt gæludýr?
„Já, ég á fiska og svo átti ég
kettling í svona tvo mánuði þegar ég var 6 ára.“
Hvaða tónleika fórst þú á síðast?
„Jólatónleika Björgvins Halldórssonar.“
Hefur þú komist í kast við lögin?
„Nei, aldrei, sem betur fer.“
Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju?
„Landsliðsbúningurinn. Mér líður bara alltaf best
þegar ég er að spila fyrir hönd þjóðarinnar.“
Hefur þú farið í megrun?
„Nei, ég get ekki sagt það.“
Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum?
„Hehe, nei.“
Trúir þú á framhaldslíf?
„Jah, erfitt að svara því en ég vona að sjálfsögðu að
það sé eitthvað fallegt og gott sem bíður okkar eftir
þetta líf.“
Hvaða lag skammast þú
þín mest fyrir að hafa
haldið upp á?
„Ætli það séu ekki bara Spice Girls-lögin öll.“
Hvaða lag kveikir í þér?
„Þú komst við hjartað í mér, með Páli Óskari.“
Til hvers hlakkar þú núna?
„Ég hlakka til að flytja til Svíþjóðar og tak-
ast á við nýjar áskoranir þar í fótbolt-
anum.“
Hvaða mynd getur þú horft á aftur og
aftur?
„Notting Hill.“
Afrek vikunnar?
„Klárlega að Manchester United náði að
verða heimsmeistarar félagsliða.
Hefur þú látið spá fyrir þér?
„Nei.“
Spilar þú á hljóðfæri?
„Nei.“
Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið?
„Ég hef alveg látið það vera að taka afstöðu í pólitík.“
Hvað er mikilvægast í lífinu?
„Að eiga góða vini og fjölskyldu. Svo er það guðsgjöf
að hafa góða heilsu.“
Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja hella full-
an og fara á trúnó með?
„Ætli ég veldi ekki bara forsetann sjálfan, hann er svo
hress.“
Hvaða fræga einstakling
myndir þú helst vilja hitta og
af hverju?
„David Beckham. Hann er ekki
bara góður í fótbolta heldur er
hann líka ótrúlega sætur.“
Hefur þú ort ljóð?
„Nei, ekki nema bara í grunn-
skóla þegar það var hluti af
prógramminu þar.“
Nýlegt prakkarastrik?
„Það er ansi langt síðan ég
framkvæmdi eitthvað slíkt en ég var heldur betur
dugleg við slíkt á mínum yngri árum.“
Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest?
„Ég og Stebbi Hilmars erum álíka miklir söngfuglar
og svo erum við líka Valsarar.“
Ertu með einhverja leynda hæfileika?
„Ég held ég sé ágætiskokkur þegar ég tek mig til.“
Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi?
„Nei, klárlega ekki.“
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn?
„Vestmannaeyjar á fallegum sumardegi.“
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að
sofa?
„Það er Klovn-æði á mínu heimili þessa dagana og
því er yfirleitt horft á einn slíkan þátt fyrir svefninn.“
Hver er leið Íslands út úr kreppunni?
„Ég hef ekki svar við því, en ég held að fólk ætti að
hætta að benda hvert á annað og kenna hinum og
þessum um það sem gerst hefur. Miklu nær er að
reyna standa saman og komast í gegnum þetta
eins og sannir víkingar, sem við jú erum.“
Margrét Lára Viðarsdóttir er ein freMsta knattspyrnukona Landsins. Hún
skrifaði á dögunuM undir saMning Við sænska stórLiðið Linköping og Mun
fLytja tiL sVíþjóðar strax í byrjun næsta árs. Margrét Var MarkaHæsti
LeikMaður LandsbankadeiLdarinnar í suMar.
HPI Savage XL
fjarstýrður
bensín
torfærutrukkur, sá stærsti og
öflugasti til þessa.
Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is
SAVAGE XL
Nýkominn
H
ild
ur
H
lín
Jó
ns
dó
tt
ir
/ h
ild
ur
@
dv
.is
Galdrahornið ● Lífsrey
nslusaga ● Fræga fólk
ið ● Krossgátur
Kitschfríður ● Danski
kúrinn ● Matgæðingur
● Heilsa – Sólveig Eirí
ksdóttir
HVAÐ ER AÐ
GERAST Á
GAMLÁRS- OG
NÝÁRSKVÖLD?
ÁRAMÓTARÉTTIR
OG SNAKK
AFDRIF DAVÍÐS
Í SEÐLABANKANUM
KRÓNAN OG
GJALDEYRISMÁLIN
ÍSLAND OG
EVRÓPUSAMBANDIÐ
ÞORGERÐUR KATRÍN
OG FORMANNS-
SLAGURINN
UM FEIGÐARDRAUMIN
N,
FRÁFALL MARGRÉTAR
BJÖRGÓLFSDÓTTUR
OG TÓNLEIKAFERÐAL
AGIÐ MEÐ BJÖRK
5
6
9
0
6
9
1
2
0
0
0
0
8
JónasSen
52. tbl. 70. árg. 29. de
sember 2008 Aðeins 6
59 kr.
Gleðilegt á
r!
FÓLK ÁRSINS
2008
Völvuspáin 2009
Tryggðu þér eintak!