Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2008, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2008, Blaðsíða 56
ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 200856 Sakamál Peningana eða lífið Peningar geta fengið margan mann- inn til að fremja ódæði. Sú var raunin hjá Harold Ingram sem hafði nurlað saman dávænni upphæð með því að lifa nánasarlegu lífi í fjölda ára, eig- inkonu sinni til mikillar armæðu. Að lokum fór svo að eiginkonan þoldi ekki lengur við og sagði skilið við Harold. Samkvæmt skilnaðarsamkomu- lagi skyldi hún fá dágóða upphæð eða heimili þeirra hjónanna þegar skiln- aður þeirra yrði frágenginn. Harold ákvað að það skyldi aldrei verða. Lesið um nánösina Harold Ingram í næsta helgarblaði DV. Eiginkona, móðir, morðingi Öllum sem þekktu Audrey Hilley er hulið hví hún framdi ódæði sín. Frank, eiginmaður hennar, dó úr arsenikeitr- un og dóttir hennar var við dauðans dyr vegna sams konar eitrunar. Audrey tókst að flýja réttvísina í rúmlega þrjú ár og var dæmd til lífstíðarfangelsis, en hún hafði ekki hugsað sér að enda líf sitt á bak við lás og slá. Svikakvendið og morðinginn Au- drey Marie Frazier fæddist árið 1933 og giftist Frank Hilley árið 1951, þá átján ára að aldri. Þegar hér er komið sögu er árið 1975 og Frank gengur ekki heill til skógar. Í maímánuði leitaði hann læknis vegna ógleði og kviðverkja. Lækn- arnir úrskurðuðu að hann þjáð- ist af veirusýkingu en hann var síðar lagður inn á sjúkrahús því ekkert gekk að ráða niðurlögum verkjanna. Enn síðar kom í ljós að Frank var með lifrarbólgu. Árla morguns 25. maí 1975 lést Frank Hilley, og þar sem and- lát hans hafði borið skjótt að var framkvæmd krufning. Þá kom í ljós að bólgur voru í nýrum og lungum og sýking í maga, en þar sem einkennin drógu sterklega dám af einkennum lifrarbólgu var ekki leitað eiturefna. Frank Hilley og Audrey höfðu lifað til þess að gera viðburða- litlu lífi. Frank var líftryggður fyrir um 30.000 Bandaríkjadali og um þremur árum eftir dauða eigin- manns síns líftryggði Audrey dótt- ur þeirra, Carol, fyrir 25.000 dali. Banvæn áhrif 25.000 dala líftrygg- ingar hófu að gera vart við sig í ág- úst 1978. Sálræn veikindi eða eitrun Um nokkurra mánaða skeið fann Carol oft og tíðum fyrir ógleði og var lögð inn á sjúkrahús nokkrum sinnum. Ári eftir líftrygginguna gaf Audrey dóttur sinni sprautu sem, að hennar sögn, myndi draga úr ógleðinni, en þvert á fullyrðing- ar Audrey jókst ógleðin til mik- illa muna auk þess sem Carol fór að missa tilfinningu í líkamanum. Hún var lögð inn á sjúkrahús til rannsóknar. Læknarnir gátu ekki fundið ástæðu fyrir ástandi Carol og því vaknaði sá grunur að það byggðist á sálrænum vandamálum. Á með- an Carol var rannsökuð af sálfræð- ingum var hún í tvígang sprautuð af móður sinni, sem sagði að eng- inn mætti fá vitneskju um það; hún hefði fengið lyfið hjá vini sem var hjúkrunarfræðingur. Audrey hafði, líkt og um- hyggjusamri móður bar, áhyggj- ur af veikindum dóttur sinnar og spurði lækni hvað ylli veikindun- um. Hann sagði að hann héldi að um væri að ræða vannæringu og skort á vítamínum, en einnig að hann grunaði að um væri að ræða málmeitrun á háu stigi. Lík Franks grafið upp Carol var flutt á háskólasjúkra- húsið í Alabama til frekari rann- sókna, en móðir hennar var um þær mundir handtekin fyrir að falsa ávísanir á tryggingafélag- ið þar sem Carol var líftryggð. Þar með féll líftrygging Carol úr gildi. Á meðan á því stóð kom ýmislegt í ljós við rannsóknir á Carol. Hár Carol innihélt fimmtíu sinnum það magn af arseniki sem eðlilegt getur talist og þann 3. okt- óber var úrskurðað að hún væri fórnarlamb arsenikeitrunar og að henni hefðu verið gefnir sístækk- andi skammtar um fjögurra til átta mánaða skeið. Þann sama dag var lík Franks grafið upp til frekari rannsókna og kom í ljós að bana- mein hans hafði verið arsenikeitr- un og magn eitursins gaf til kynna að honum hefði verið gefið það um margra mánaða skeið fyrir dauða hans. Audrey var enn í varðhaldi vegna ávísanamisferlis þegar hún var handtekin fyrir morðtilraun við dóttur sína þann 9. október og við nánari athugun á veski hennar fann lögreglan í Alabama sprautu sem innihélt arsenik. Tveimur vik- um síðar fann systir Franks krukku með rottueitri í fórum Audrey. Audrey hverfur Níunda nóvember var Audrey sleppt gegn tryggingu og einhvern tímann frá þeim degi til þess 18. sama mánaðar hvarf Audrey Mar- ie Hilley. Eina sem fannst var orð- sending sem gaf til kynna að henni kynni að hafa verið rænt. Tilkynn- ing var send út og Audrey var orðin að flóttamanni. Þann 19. nóvember var brot- ist inn hjá frænku Audrey. Bifreið frænkunnar, fatnaði og ýmsu öðru var stolið. Í húsinu fann lögreglan miða sem á stóð: „Ekki hafa sam- band við lögreglu. Við brennum ofan af þér ef þú gerir það. Við fengum það sem okkur vantaði og munum ekki ónáða þig aftur.“ Ellefta janúar 1980 var Audrey ákærð, fjarverandi, vegna morðs- ins á Frank. Þá hafði komið í ljós að bæði móðir og tengdamóðir Audrey höfðu haft töluvert magn arseniks í líkamanum þegar þær létust, þó ekki banvænt. En næstu þrjú ár bar leit lög- reglunnar að Audrey ekki árang- ur, og var engu líkara en hún hefði horfið af yfirborði jarðar. En því fór fjarri. Hjónaband og tvíburasystir Audrey hafði lagt land undir fót og farið til Flórída og kallaði sig Robbi Hannon. Hún kynntist John Homan og eftir að þau höfðu búið saman í meira en ár gengu þau í hjónaband, í maí 1981. Hjóna- kornin fluttu til New Hampshire og engar blikur voru á lofti. Á með- an á hjónabandi þeirra stóð var Audrey tíðrætt um Teri Martin, tví- burasystur sína, sem bjó í Texas. Síðla sumars 1982 sagðist Au- drey þurfa að fara frá New Hamp- shire til að sinna fjölskyldumálum, auk þess sem hún þyrfti að leita læknis vegna krankleika sem hún hefði glímt við. Audrey fór til Tex- as og Flórída og notaði nafnið Teri Martin. Á meðan hún var fjarver- andi hringdi hún í John. Hún sagð- ist vera Teri Martin og að Robbi hefði látist í Texas. Það væri þó engin ástæða fyrir hann að rjúka af stað því líkami Robbi hefði ver- ið gefinn til rannsókna í læknavís- indum. Rétt fyrir miðjan nóvember snéri Audrey heim til New Hamp- shire og hafði þá litað á sér hárið og grennt sig. Þar hitti hún John Homan og þóttist vera Teri, tví- burasystir látinnar eiginkonu hans. Minningargrein um Robbi birtist í einhverju dagblaði í New Hampshire og fyrir einhverra hluta sakir fékk lögreglan áhuga á Robbi Hannon. Þrátt fyrir góðan vilja virtist ekki með nokkru móti hægt að staðfesta neinar upplýs- ingar sem komu fram í greininni. Einn rannsóknarlögreglumað- ur fékk á tilfinninguna að maðkur væri í mysunni og að Teri Martin væri í raun Robbi Hannon og væri á flótta undan réttvísinni. Hug- boð hans sannaðist skömmu eft- ir að Teri var tekin til yfirheyrslu. Teri viðurkenndi að hún væri í raun Robbi, sem væri í reynd Au- drey Marie Hilley. Hún var send til Alabama þar sem réttað skyldi yfir henni. Einfalt mál og dómur Mál Audrey Hilley naut vinsælda á meðal fjölmiðla, en það var í raun ekki flókið og hún fékk lífstíðardóm fyrir morðið á Frank og tuttugu ára dóm fyrir morðtilraun við Carol. Eft- ir að hún hóf afplánun 1983 var Au- drey fyrirmyndarfangi og var umb- unað með því að fá að komast út úr fangelsinu einn dag í senn, nokkrum sinnum. Audrey skilaði sér alltaf til baka, en í huga sér var hún að skipuleggja flótta. Tækifærið kom í febrúar 1987 þegar hún fékk þriggja daga leyfi til að vera með John, eiginmanni sín- um, sem hafði sýnt henni tryggð þrátt fyrir allt. Eftir að hafa notið samvista í einn dag á hóteli í Anniston þurfti John að bregða sér frá og Audrey lét sig hverfa. En Audrey hafði ekki heppn- ina með sér og frelsi hennar varð skammvinnt. Fjórum dögum síðar fékk lögreglan í Anniston tilkynn- ingu um grunsamlega manneskju og við nánari athugun kom í ljós að þar var Audrey á ferðinni. Hún var illa til reika eftir að hafa verið á þvælingi í skóglendi í fjóra daga. Ekki bætti úr skák að rignt hafði meira eða minna þessa fjóra daga og líkamshiti Au- drey var kominn niður úr öllu valdi. Audrey Hilley fékk hjartaáfall vegna ofkælingar og lést á leið á sjúkrahúsið. UMSJón: koLBEInn ÞoRStEInSSon, kolbeinn@dv.is Rétt fyrir miðjan nóvember snéri Audrey heim til New Hampshire, og hafði þá litað á sér hárið og grennt sig. Þar hitti hún John Homan og þóttist vera Teri, tvíbura- systir látinnar eiginkonu hans. Audrey Marie Hilley Var dæmd fyrir morð á eiginmanni sínum. Fjögur andlit Audrey Þóttist vera uppspunnin tvíburasystir sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.