Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2008, Blaðsíða 30
ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 200830 Völvuspá n Árið 2009 verður eitt hið þungbærasta sem Íslendingar hafa lif- að á lýðveldistíman- um. Viðskiptalífið er í rústum eftir hrun bankanna og gjaldþrot, samdráttur og fjöldaat- vinnuleysi mun ríkja hvert sem litið er. n Gjaldþrot eða stórfelld vand- ræði nær allra fyrirtækja sem tengdust útrás eða hinum svokölluðu útrásarvíking- um munu einkenna allan fréttaflutning af sviði við- skipta. Það mun koma í ljós að hvað höfðingjarnir haf- ast að, hinir ætla sér leyfist það. Smærri spámenn í við- skiptum stunduðu nefnilega loftbólu- viðskipti og glæfra- legar veðsetning- ar skúffufyrirtækja í jafnmiklum mæli og þeir sem fremst fóru. Þetta kemur í ljós á nýju ári þeg- ar hundruð smárra og meðalstórra fyrirtækja verða gerð upp og reyn- ast vera eignalaus. Erlendir bankar ná nær fullum yfir- ráðum yfir íslensku bönk- unum og í uppgjörum þeirra kemur margt í ljós. Kafveðsett útgerðarfyrir- tæki lenda þannig í hönd- um útlendinga sem veld- ur miklum vandræðum vegna eignarhalds í kvótanum og deilur tengdar því standa allt árið. n Úti um allt land finnast húseignir og jarðir sem misjafnlega stórum spá- mönnum hefur tekist að veð- setja langt fram úr raun- verulegu verðmæti og mun marga reka í rogastans við þá orma- gryfju sem þar opnast. n Segja má að orðalagið „þetta er verra en við héldum“ verði nokkurs konar einkennisorð ársins sem í hönd fer. DV nýtti sér í fyrsta sinn um síðustu áramót þjónustu völvu nokkurrar sem virðist sjá skýrar inn í framtíðina en margar aðr- ar. Þetta ár sem nú er að verða liðið bar marga óvænta atburði í skauti sér og segja má að sérstaklega hafi atburðir haustsins komið þjóðinni allri í opna skjöldu. En hvað sagði völvan þegar hún sat við kristalskúlu sína í góðærinu á aðventu 2007? RaungeRving völvuspáR viðskiptalífið: n „Þetta verður þungur vetur og erfiður fyrir þá sem skulda mikið og margir sem áður bárust mikið á munu þurfa að draga mjög saman seglin. Persónuleg gjaldþrot nokkurra þekktra einstaklinga í viðskiptalífinu í kjölfar þessa samdráttar mun vekja töluverða athygli fjölmiðla og áður umsvifamikill viðskiptajöfur, nánar tiltekið Hannes Smárason, mun flytja af landi brott eftir skipbrot af því tagi snemma árs.“ stjóRnmálin: n „Þegar líður á vor og sumar fara að sjást verulegir brestir í samstarfi núverandi borgarmeirihluta og það er spá völvunnar að Dagur B. Eggertsson verði borgarstjóri á nýju ári í jafnmarga daga og liðirnir eru í hári hans …“ n „Björn Ingi mun hverfa af vettvangi stjórnmálanna á nýju ári og hasla sér völl í viðskiptalífinu …“ n „Ólafur F. Magnússon verður mikið í sviðsljósinu í tengslum við upplausn borgarmeirihlutans en hverfur svo af sjónarsviðinu.“ listiR, menning og fjölmiðlaR: n „Magnús Geir Þórðarson verður ráðinn leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur.“ n „Völvan sér Einar Má Guðmundsson mikið í kastljósinu á nýju ári …“ n „Sérstaklega mun harðna í ári hjá Árvakri sem berst við taprekstur og á nýju ári verður útgáfu 24 stunda hætt …“ n „Útgáfu Nyhedsavisen sem Baugur gefur út í Kaupmanna- höfn verður hætt snemma á árinu.“ Þegar þessi brot eru lesin verður ekki séð annað en að völvan hafi séð fyr- ir ýmsa óvænta hluti eins og harka- legan samdrátt í viðskiptalífinu þótt hún hafi ekki beinlínis spáð því hruni sem raunin varð. Hún hefur greinilega séð marga leiki fram í tímann í því flókna spili sem borgarpólitíkin varð og sérstak- lega er spáin um fjölda valdadaga Dags Eggertssonar áhugaverð. Spá hennar um Nyhedsavisen, lokun 24 stunda og vandræði Árvakurs hefur einnig komið fram. Magnús Geir var ráðinn til LR og Einar Már hefur verið mikið í sviðsljósinu sem ræðumaður á mótmælafund- um í tengslum við bankahrunið. n „Dv mun hjaRa við haRðan kost en útgáfa þess gæti bReyst á áRinu og útgáfuDögum fækkað.“ Þetta er dæmi um spá sem ekki gekk eftir en Viðskiptablaðið breyttist í helgarblað svo líklega hefur verið frekar dimmt í kristalskúlunni þegar þessi spádómur var gerður. viðskiptalífið sveitaRstjóRnaRmál n Á nýju ári verður meiri frið- ur um borgarstjórn Reykja- víkur en oft áður. Hanna Birna Kristjánsdóttir get- ur sér gott orð sem sköru- legur borgarstjóri og völvan sér hana í mjög jákvæðu ljósi vegna mannúðlegra viðbragða borgarinnar í kreppunni þegar líð- ur á veturinn. n Völvan sér hins vegar vandræði í flestum nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Gunnar Birgisson flæk- ist í spillingarmál, Hafnfirðingar berj- ast í bökkum vegna skulda og völv- an sér Árna Sigfússon bæjarstjóra í Reykjanesbæ stíga til hliðar vegna mikilla deilna sem tengjast fyrirhug- uðu álveri í Helguvík. n Völvan sér Ísafjarðarbæ segja sig til sveitar vegna fjárhags- vandræða og hið sama hendir stórt sveitarfélag á Norðurlandi. n Á árinu frestast enn ákvörðun um byggingu álvers á Bakka við Húsavík og missa margir trúna á að af því verði yfirleitt og völvan sér mikla ókyrrð og flutninga kringum Húsavík á árinu. Harðar deilur verða heima í héraði meðal Þingeyinga vegna fyrirhugaðrar virkjunar í Skjálfanda- fljóti sem kemst á dagskrá á nýju ári en mætir mikilli andspyrnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.