Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1907, Síða 115
109
Eptir stærð Uiiupstaða og verzlunarstaða má flokka kaupstaðarfólki þannig:
í 19 kauptúnum eða þorpum með færra fólki en 100 manns eru . 1041 m.
- 8 með 101 —-300 íbúum eru.............................................. 1622 —
- 8 — 301—500 — — 3126 —
-6 og 1 kaupstað með 501—1000 íbúum eru .................... 4799 —
- 3 kaupstöðum og 1 kauptúni með fleira fólki en 1000 manns eru..... 12041 —
Samtals 22629 m.
Þótt öllum þeim væri slept, sem búa í kauptúnum og þorpum, þar sem færra er
en 300 manns, væri kaupstaðarfólkið á landinu samt 20000 alls, eða 4. hver maður
á landinu.
í Reykjavík áttu beima í árslokin 1905 ll°/o af öllum landsmönnum,
eða 9. hver maður á öllu landinu. 1850 var 50. bver landsmaður í Reykjavík, og
nú þegar þetta er skrifað, mun 8. liver maður á landinu vera talinn í Reykjavík.
Þrátt fyrir það er bærinn ekki sjerlega mannmargur í blutfalli við fólksfjöldann á
landinu; 5. liver maður í Englandi og Wales á beima i London, 5. hver maður í
Danmörku á lieima í Kaupmannaliöfn, en þær höfuðborgir eru mjög mannmargar í
lilutfalli við fólkstölu Englands og Danmerkur. Reykjavík er minna liáð landinu
umhverfis sig en margur annar bær. Flestar þarfir bæjarins, öll kornvara, munað-
arvara, vefnaðarvara, kol, timbur, salt, steinoliu o. s. frv. eru sóttar á heimsmark-
aðinn. Þótt meira sje flutt til eins staðar af því, þá munar það engu, nema hvað
flutningurinn á nauðsynjum handa 50000 manns t. d. ætti að verða ódýrari en
lianda 5000, því þá mætti nota stærri skip og skipin gengju tíðar á milli. Reykja-
vík sækir nú fiskinn á söniu miðin sem helztu stórþjóðirnar og er ekki bundin við
Faxaflóa einan. En með kjöt, mjólk, nýjan fisk og landvörur er bærinn liáður
landi og sjó hið næsta sjer, enda eru þessar vörur að stíga í verði, og gjöra jafn-
framt vinnulaunin hærri í bænum.
Eptir 1880 var gjörð ágizkun um það, sem var byggð á reynslu undan-
farandi 80 ára, að íbúar Reykjavíkur mundu verða 5000 1907, og 10000 1931.
Nú verða 10000 manns í Reykjavík snemma á árinu 1907. Á 19. öld tvöfaldaði
íbúatala Reykjavíkur sig 4 sinnum. Fj'rst á öldinni þurfti bærinn 34 ár til þess,
síðast 14 ár. Vaxi bærinn eptir sama hlutfalli frá 1901—2000, þá ætlu að verða
55000 íbúar í Reykjavík 1997. Fjölgunin á einu ári er nú stundum eins mikil og
bún var á 50 árum frá 1801—50. Fólkið er ekki eins bundið við jörðina og það
var áður, það kemur af samgöngum og vistlausnum. Sjeu síðuslu 7—8 árin lögð
lil grundvallar fyrir vexti bæjarins framvegis, ætti Reykjavík að liafa 20000 íbúa
1921, 30000 1933, 40000 1945, og 50000 sem næst 1955. Þá er ekki gjört ráð fyrir
neinum gullnámum, en að eins fyrir því, að 500 manns (ungir og gamlir) flytji sig
árlega til bæjarins, og að bærinn vaxi af sjálfu sjer við það, að fleiri fæðist en deyi
í Reykjavík, eins og annarsstaðar, og að bærinn verði ekki óheilnæmari en hann
er nú.
Auðvitað er það óvíst, að til Reykjavíkur ílytji sig 500 manns á hverju ári,
eins og nú hefir átt sjer slað 8 ár. Þann tíma hafa ílutzt til Reykjavíkur 600
manns á hverju ári, en af því að það sýnist vera of mikið, þá hefur það i þessari
áætlun verið fært niður í 500 manns á ári. Fjölgunin á hverju ári á öllu landinu
er að verða 1000 nú, og þegar fólkið er orðið enn fleira en nú er, verður fjölgunin
meiri á hverju ári. Það er því ekki ólíklegt að til Reykjavíkur flytjist árlega 500
manns, og eptir því sem bærinn stækkar vex hann meira af sjálfu sjer, fæddir verða
þá tiltölulega fleiri en dánir.