Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1912, Side 37

Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1912, Side 37
Yfirlit yfk Sparisjóðsskýrslurnar 1908—1910 með hliðsjón af fyrri árum. 1. Skýrslur liafa verið gefnar úl um sparisjóðina á íslandi í fyrsta sinni í Stjórnartiðindunum 1892 C. bls. 48—83 og ná þær skýrslur yfir árin 1872—1891 með rækikegum athugasemdum um innieigendur, og innieign í sjóðunum bæði á öllu landinu í heild sinni, og eftir ömtum. Þar má lesa sögu sparisjóðanna, sem þá voru til, um stofnun þeirra og lög, og að síðustu er farið töluvert út i starf- rækslu sjóðanna, og reglurnar fyrir henni. Yfirlitið yfir sögu sparisjóðanna í þessum lilvitnaða árgangi, og starfrækslu þeirra yfirleitt, er eitthvert gagngjörðasta yfirlitið, sem komið hefur í Landshagsskýrslurnar. Næsta skýrsla um sparisjóðina var gefin út í Landshagsskýrslunum 1898 bls. 308—323. Sú skýrsla byrjar á árinu 1892 eða þar sem skýrslan i LHSK 1892 liætti og nær til ársloka 1897. Yfirlitið yfir þessi 6 ár eru fjórar blaðsíður, sem að miklu leyti eru talnaraðir, og er fáorð skýrsla um það belsla, sem framför sjóðanna snertir. Fyrsta skýrslan var svo rækileg, að ekki hefur þótt þörf á löngum útlist- unum skömmu á eftir. Þriðja sinnið komu út skýrslur um sparisjóði í LHSIv. 1903, bls. 223—238. Þær skýrslur ná yfir árin 1898 —1902, og fylgir þeim stutt yfirlit á fjórum bls. í fjórða sinni hafa þessar skýrslur verið gefnar út í LHSK. 1908, bls. 125—141 og ná þær skýrslur yfir árin 1903—07. Yfirlitið, sem er 5—6 siður, fer í sömu átt og 2 þau næstu á undan. í yfirlitunum yfir sparisjóðina þessi ár er öllu því haldið við, sem bygt var upp upprunalega. Skýrslurnar að þessu sinni munu hafa komið betur útfyltar en áður hefur verið. Það er revnsla allra, sem fengist hafa við, að semja Landshagsskýrslurnar, að haldi skýrslurnar sama forininu lengi, þá koma þær þess betur útbúnar í hendur semjanda, sein þær hafa verið gefnar oflar út. Formið fyrir reikningum sparisjóð- anna er nú orðið gamall, en er golt fyrir því. Sá aðalgalli sem á því er, liggur ekki í forminu fyrir reikningunum, heldur í því, að aldrei hefur verið leitað upp- lýsinga um hverskonar fólk ætti inni í sparisjóðunum, en að eins krafist tölu þeirra sparisjóðsbóka, sem voru i gildi við hvern sjóðinn fyrir sig. Það má líka vera að slík sundurliðun fengisl alls ekki gerð hjá hinum stórvaxnari sparisjóðum. Margir þeirra mundu svara þvi: Það vitum við ekkert um. í þessum skýrslum um sparisjóðina hefur verið gerð sú tilbreytni, að í stað þess, að hver sparisjóðsreikningur var áður prentaður þvert yfir opnuna, liafa þeir

x

Landshagsskýrslur fyrir Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landshagsskýrslur fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.