Húnavaka - 01.05.2010, Page 22
H Ú N A V A K A 20
Ég einfaldlega pantaði flug og dreif mig af stað
Christine Weinert er fædd í Karlshorst árið 1982. Hún ólst upp í Köpenick,
sem var á sínum tíma hluti af Austur-Berlín og bjó í Berlín þar til hún flutti
búferlum til Íslands. Foreldrar hennar eru Giesella Martha Maria Weinert,
kennari og Peter Robert Wolfgang Weinert, verkfræðingur. Hún á einn eldri
bróður, Steffen Weinert,
sem er rafvirki.
Tine, eins og hún er
jafnan kölluð, býr nú á
Blönduósi ásamt sambýlis-
manni sínum, Erlendi Inga
Kolbeinssyni og starfar sem
sjúkraþjálfari við Heil brigð-
is stofnunina þar og á Skaga-
strönd. Jafnframt stundar
hún fjarnám hjá BTB í
Þýskalandi (Bildungswerk
für therapeutische Berufe) í
nálastungu og náttúru lækn-
ingum. Þá fer hún oft á
námskeið til Þýskalands
þeirra erinda að bæta þekk ingu sína í sjúkraþjálfun.
Hvernig upplifðir þú þann stóratburð í sögunni þegar Berlínarmúrinn féll?
Þegar ég var 6 ára gömul voru foreldrar mínir frekar stressaðir og voru að tala
um miklar breytingar framundan. Ég skildi ekki neitt, svo ung sem ég var.
Foreldrar mínir, bróðir minn og ég fórum síðan til Vestur-Berlínar. Hjá
múrnum var mjög löng biðröð og þá man ég bara eftir stórri tvöfaldri rútu og
sjálfri mér með Mikka mús sleikjó í hendi. Þær breytingar sem ég, barnið, varð
fyrst og fremst vör við voru á sumarfríi frá skólanum. Í Austur-Þýskalandi var
sumarfríið átta vikur en aðeins sex í Vestur-Berlín. Þrátt fyrir einfalda og barns-
lega upplifun er atburðurinn mjög sterk söguleg minning í huga mínum sem á
örugglega eftir að fylgja mér alla tíð.
Hvernig var svo skólagangan?
Skólinn í Þýskalandi er frekar svipaður og hér. Ég fór í grunnskóla sem var frá
fyrsta til sjötta bekk og síðan í skóla sem var frá sjöunda til tíunda bekk. Í
framhaldi af því tók ég stúdentspróf. Eftir 10. bekk vildi ég reyndar ekki halda
áfram í skóla en vildi heldur læra sjúkraþjálfun. Ég fór með einkunnaspjöldin
mín til „Arbeitsamt“, náms- og atvinnuráðgjafa sem allir eru sendir til á þess-
um tímapunkti. Konan sem ég ræddi við leit á einkunnaspjaldið, síðan á mig
og sendi mig heim með þessum orðum: „Með þennan vitnisburð verður þú
Tine.