Húnavaka - 01.05.2010, Side 72
H Ú N A V A K A 70
hátíðahöld í Reykjavík.
Hátíðahöld fóru fram
víða á landinu, öll þessi
hátíðahöld fóru fram í
tilefni af lýðveldis stofn-
uninni. 2. júlí fóru há -
tíða höld fram á
Blöndu ósi fyrir A-Húna-
vatnssýslu og fór ég
þangað ásamt pabba
mínum og mömmu
minni. Margir nafn-
kunn ir menn fluttu þar
ræður, þar á meðal
Benedikt Sveinsson, Jón
Pálmason, Páll Kolka
og Steingrímur Davíðs-
son.
Ólafía og Unnur Ás -
bjarnardætur hafa verið hér í sumar. Mamma þeirra, Gunnlaug Jóhannsdóttir,
systir mömmu minnar, kom hérna líka og var í hálfan mánuð. Bára Björnsdóttir
(17 ára) kom líka með Gunnlaugu og var í viku. Bára var í mörg sumur hérna.
Bergur sem skoðar bílana og Sara kona hans og einn sonur þeirra og tvær
dætur þeirra og Thelma systir Söru og hennar maður og sonur þeirra komu í
sumar. Ásbjörn Ólafsson, pabbi Lollýar og Lömbu en svo eru stelpurnar
kallaðar sem eru hér í sumar, hefur komið að finna þær nokkrum sinnum í
sumar. Unnur Ólafsdóttir, systir Ásbjörns, kom í sumar með manni sínum,
Óla. Björn Eiríksson Sjónarhóli Hafnarfirði, faðir Báru, kom með konu sína,
Guðbjörgu og sonum þeirra, Bjarna og Braga, í sumar.
Stúlka var hér í sumar í mánaðartíma er Brynhildur hét, dóttir Sigurðar
Berndsens. Hann kom að finna hana í sumar með konu sína og tvær dætur
með sér. Kaupamaður er hér í sumar að hálfu leyti en hjá Páli á Reykjum að
hálfu leyti. Hann heitir Sigurður og er Jónsson frá Bjarnarnesi í Strandasýslu.
Hann var líka hér í vetur frá nýári til maíloka. Hann er búinn að vera hér í
þrjár vikur og fimm daga.
Ég hef slegið í sumar og sótt hross og kýr stundum. Ég hef borið út úr
fjósinu alltaf síðan 1. júlí í sumar nema mér var hjálpað í einn dag að bera út
2. og 3. júlí (saman). Fleira hef ég gert í sumar, stundum t.d. rifjað og sætt
o.m.fl.
Nú hefst dagbókin.
27. ÁGÚST, SUNNUDAGUR.
Veður er leiðinlegt, rigning og frekar dimmt upp yfir. Í dag jafnar hreppsnefndin
niður göngunum, pabbi minn er oddviti hennar og komu því hinir
hreppsnefndarmennirnir hingað. Þeir eru Jón Guðmundsson Torfalæk og
Heimilisfólkið, f.v.: Lollý, Jón Stefánsson, óþekktur maður
(gestkomandi), Guðrún Jóhanns, Maggi fremst á myndinni,
óþekkt stúlka (gestkomandi), Friðrikka og Gunnlaug. Myndin
er tekin rétt uppúr 1950 (nýja íbúðarhúsið ómálað í baksýn).