Húnavaka - 01.05.2010, Síða 74
H Ú N A V A K A 72
Hann hefur verið í mánuð
kaupamaður hér. Óli frá
Rútsstöðum, sem er á Tindum í
sumar og verður þar í vetur,
kom með Sigga. Sigurbjörn,
föðurbróðir Sigga, kom seinna
og Haraldur og Haukur, synir
Eyþórs á Ásum, komu með
Sigurbirni. Svo fóru allir þessir
strákar og Siggi og Óli líka til
Blönduóss á sjálfstæðis skemmt-
un. Mamma fór vestur að Reykj-
um, hún fór ríðandi á Grána
sínum. Gráni var skírður Kópur
en er oft kallaður Gráni. Pabbi fór til Blönduóss ríðandi á Blesa, hann fór ekki
á skemmtunina. Ég fór til berja vestur í Hafrahól, reið á Blakki. Ég átti Blakk
en skipti við pabba minn og fékk meri með tryppi og tryppið er meri. Ég á
undan Flugu, svo heitir eldri merin, hún er jörp, tveggja vetra fola,
tvístjörnóttan rauðan og rauðan fola. Undan yngri merinni, hún heitir Bleik
og er bleikálótt, á ég rautt folald, það er hestur. Ég tíndi þó dálítið af bláberjum.
Krakkarnir fóru til berja líka.
4. SEPTEMBER, MÁNUDAGUR.
Í dag var bundið heyið sem var austur við Blöndu. Það voru bundnir 13 hestar
af votabandi, þeir voru heyjaðir suður við lækinn og tveir hestar af þurrabandi.
Þeir voru heyjaðir á eyrinni hjá símanum. Eftir eru þrjú sæti austur á eyri.
Bundið var á Blesa, Rauð og Brún. Pabbi fór með og reið á Blakki og batt líka.
Rauður og Brúnn eru dráttarhestar. Brúnn er 23 vetra, Rauður er 11 vetra.
Blakkur, bróðir Rauðs, er 9 vetra. Blesi er líklega 15 vetra. Gráni er líklega 9
vetra.
Pabbi minn fékk Hólma á Smyrlabergi til að hjálpa sér til að slátra kálfum
tveimur eftir að búið var að binda það sem að framan getur. Eldri kálfurinn
var undan Flóru og sá yngri undan Rauðku gömlu. Í fjósi eru núna Rauðka
gamla og rauð kvíga, rúmlega ársgömul, undan Rauðku gömlu og svo Gjöf og
Flóra. Veður í dag er gott, sólskin, hiti og þurrkur. Ég dreifði sátunum í dag
jafnóðum og þornaði nokkuð af þeim og ég sætti það. Mamma rakaði
rakinu.
5. SEPTEMBER, ÞRIÐJUDAGUR.
Sólskin og þurrkur en frost hefur verið í nótt og undanfarnar nætur. Kálfarnir
(kjötið) fóru til Blönduóss með áætlunarbílnum. Ég keyrði inn hluta af
eldiviðnum með mömmu í dag, hann er látinn inn í eldhús. Svo þornaði
útheyið sem blautt var. Ég rifjaði það einu sinni og rakaði rakinu. Svo voru líka
bundin þessi þrjú sæti sem eftir voru austurfrá. Það voru sex hestar. Pabbi kom
öllu útheyinu fyrir í hesthústóttinni í dag. Ekkert slegið hey eftir, allt þurrt.
Stefán 10-12 ára á Blakki.