Húnavaka - 01.05.2010, Page 77
H Ú N A V A K A 75
sleppt nema fáeinum mæðiveikum bjálfum og nokkrum bornum ám. Seinustu
dagana í apríl hafði ein tvævetla borið hvítum lambakóngi og var hann
sperrtur og stór enda nú hálfsmánaðar.
Fréttir af Vesturlandi sögðu að þar hefði kyngt niður svo miklum snjó að
fádæmum sætti og mundu elstu menn ekki eftir slíku. Og víst var það að mikill
var snjórinn hér en samt ekki eins mikill og á Vesturlandi. Fyrstu dagana í maí
fór pabbi á kaupfélagsfundinn. Nú eftir 18. maí varð að fara til kindanna því
féð átti að halda áfram að bera og fór ég oftast ríðandi á Blesa eða Blakki, oftar
á Blakki. Pabbi fór til kindanna í mjög fá skipti en hann fór 20. og 21. maí,
hvítasunnudagana. Eftir það fór ég alltaf nema í eitt eða tvö skipti.
Sauðburðurinn gekk vel, eitt lamb, tvílembingur, týndist, tófa grunuð,
annað dó úr kulda nýfætt hjá gemlingi en önnur lifðu. Seinna eftir sauðburð
urðu tvö eða þrjú stálpuð gemlingslömb tófu að bráð, eitt þeirra var orðið
þriggja vikna. Tvævetlulamb, meira en mánaðargamalt, fór í Hafratjörnina og
drukknaði. Svo var smalað, markað og loks rúið.
Vindmylla kom hingað. Pabbi keypti hana og setti hana upp og smíðaði við
turninn. Hún var komin uppá bæinn 15. júní og gekk þá í fyrsta skipti en ekki
var neitt ljós komið upp nema eitt til bráðabirgða. Hún gekk rétt augnablik
þennan fyrsta dag.
Þann 15. júní komu Lollý og Lamba á einkabíl. Bára kom með þeim en fór
daginn eftir norður á Akureyri. Erlendur frá Tindum og Helga, kona hans og
sonur þeirra, Gísli, sex ára, komu í sumarfrí að Tindum og þau komu hérna.
Erlendur hjálpaði pabba í tæpan einn dag að setja ljósastæði í bæinn og leggja
línu en línurnar verða tvær. Enn vantar margt til stöðvarinnar, m.a. ljósastæði,
kveikjara, öryggi, skerma, perur o.fl. en Erlendur lofaði að útvega pabba það
af því sem vantaði til stöðvarinnar sem hann gæti. Hann fór svo suður
bráðlega aftur. Dálitlu seinna komu svo tveir kassar frá Erlendi. Í þeim var
Jón flytur heim hey. Myndin er tekin líklega um 1952 - 1954.