Húnavaka - 01.05.2010, Page 81
H Ú N A V A K A 79
hausinn í lagi og get séð um
mig sjálf þá er ég ekkert of
góð til að gera það. Þið
skuluð bara búa ykkur undir
að ég verði 100 ára og níræð
verð ég svo spræk að ég ætla
ríðandi suður yfir Kjöl og
hananú.
Þetta stakk alveg upp í
viðstadda en varð til þess að
ýmsir sögðust koma með og
grín var gert að öllu saman.
Kerlingin var snarbrött og
sjálfbjarga og ekkert líkleg til
að gefast upp á næstunni. En
árin taka toll þegar á þennan
kafla kemur og enginn ræður
sínum næturstað. Áttatíu og
átta ára einstaklingur á það
ekki svo víst að halda heilli
hugsun mörg ár í viðbót.
Öllu gamni fylgir nokkur
alvara, það gæti verið gaman
að spyrjast fyrir um þessar Kjalferðir. Best að hringja í Íshesta og spyrjast fyrir
um ferðir, fyrirkomulag, þátttöku, kostnað ofl., án þess þó að ætla beinlínis að
panta far. Stúlkuröddin í símanum sagði að allar ferðir þetta sumar væru
pantaðar löngu fyrirfram og yfirfullt, ja nema, það var víst einn að afpanta
núna áðan og það sæti væri laust.
- Nú já og á hvaða tíma er það? var þá næsta spurning.
- 26. júlí til 1. ágúst, var svarið.
- Skrýtið. Ég fer nú að halda að þetta sé mitt tækifæri. Var reyndar búin að
segjast ætla þegar ég yrði níræð. En svona gerast tilviljanir, þetta gæti orðið góð
æfing, ég er nefnilega bara 88 núna. Takið þið fólk á þessum aldri með í svona
ferðir?
- Nei, það hefur nú ekki verið, þetta eru nokkuð erfiðar ferðir og aðeins fyrir
vana. Ég þori ekki bóka þig nema tala við fararstjórann.
- Að sjálfsögðu, ég er reyndar vön hestum frá uppvexti og fyrri tíð en hef
ekki átt hest né farið á bak í yfir 20 ár. Og aldurinn segir til sín en ég þori, vil
og get ýmislegt enn á meðan ég hef heila hugsun.
Daman hringdi í fararstjórann, eftir stutta stund glumdi síminn aftur og
stúlkuröddin sagði að fararstjórinn hefði bara sagt: - Hvað heldurðu að þú
bókir hana ekki eins og hvern annan. Og þar með var plássið fastnað án meiri
umhugsunar. Íshestar sendu ferðaáætlun og upplýsingar.
Svo kom sumarið með sín viðfangsefni og vanastörf. Engin ástæða til að
eyða tíma í fjas um sumarfrí fyrr en taka þurfti ákvörðun um fullnaðargreiðslu
Lagt á brattann. Guðríður og Meiður.