Húnavaka - 01.05.2010, Page 83
H Ú N A V A K A 81
ern um, talandi tungum en
duttu auðheyrilega inn í
enskuna til tjáskipta þegar
við átti.
Kerlingin, eini Íslend ing-
urinn í farþegahópnum og
Meiður héldu sig í jaðrinum,
fundu þar girnilegan grænan
topp að kroppa og þúfu til að
tylla sér á. Orð voru þar
óþörf en atlot töluðu sínu
máli og bæði undu vel sínu.
Það var háskýjað og sólskin
öðru hvoru, skjólgott milli hárra fjalla fram dalinn, menn og hestar glaðir á
góðum degi.
Við heiðargirðingu, þegar upp úr dalnum kom, blés síðdegisgolan andkalt
af fjöllum sem enn voru ekki laus undan hvítum flekkjum hretsins er gert hafði
tveim sólarhringum áður. Hér voru rekstrarmenn mættir með lausu hestana
og hafa skyldi hestaskipti. Kerlingin kvaddi Meið með söknuði og hlýrri þökk
fyrir að hafa brugðist svona vel og höfðinglega við ókunnri konunni og vonaði
að fá að hitta hann fljótt aftur. En jarpa hryssan, Hrönn, reyndist einnig
auðsveip og geðþekk, lét mótþróalaust leiða sig að stórum jarðföstum steini
sem þarna var og kerla gerði sig líklega til að notast við. Karlmennirnir, sem
höfðu auga með öllu, brugðu snöggt við til að aðstoða og allt gekk eins og í
sögu. Allir tilbúnir að leggja í´ann.
Ekkert skyggði á í huga knapans þó kvöldhúmið byrjaði að læðast gegnum
fjallaskörðin og inn yfir heiðina. Það var skokkað og látið kasta toppi öðru
hvoru þar sem greiðfært var eftir gömlu reiðgötunum en lestarstjóri gáði vel að
öllu þar sem bratt var niður í móti eða þar sem hnotgjarnt gat verið og
óvönum viðsjált. Þar fór hann fetið og beið þar til sá síðasti í lestinni var
kominn niður á jafnsléttu og öllum óhætt. Kerlingin og Hrönn fundu strax
taktinn, héldu stöðunni og töltu næst undanreiðarmanni. Liðið var nokkuð á
kvöld þegar hópurinn spretti glaður af hestunum við Galtarárskála, gekk frá
reiðverum og þreif af sér ferðarykið áður en sest var að ljúffengri máltíð hjá
matráðskonunni inni í vel upphituðum skálanum.
Einhver hugulsamur ættingi hafði hringt úr byggð í fararstjórann og spurt
hvernig gamlingjanum gengi. Því var fljótsvarað. Óþarfi að hafa áhyggjur af
henni. Hún hefur sjáanlega komið á hestbak áður.
Þarna í vistlegum herbergjum voru valdar kojur í flýti, velt sundur
svefnpokum og horfið inn í heim draumanna eftir yndislegan dag.
2. dagur
Það var ekkert óðagot á morgunverkum. Mikill og góður morgunmatur
þeginn og neytt með góðri lyst. Hugað að hestum. Fararstjóri og leiðsögumaður
Lagt á við Hveravallaskálann.