Húnavaka - 01.05.2010, Page 85
H Ú N A V A K A 83
undir nóttina, gefið hey og séð
fyrir öllu og settist á kojustokkinn.
Spurði með hlýlegri hluttekningu
hvernig liði, sýndist dýnan þunn
og fráhrindandi, sendi vika-
piltinn út í húsbílinn eftir góðum
svefnpoka til að breiða yfir og
hafði að engu þó konan segði
að það væri alveg óþarfi, þetta
væri ágætt og allt í lagi. Líðanin
gæti reyndar verið betri en ekki
fullreynt enn hvernig fara
mundi, spurði hvort í lagi væri
að sjá til á morgun og ráða þá
framúr vandamálum. Væri
hægt að fá að vera með áfram þó ekki væri setið á hesti allan tímann?
Það var auðsótt, til þess eru bílarnir, líkaði sjáanlega að ekki var þarna
uppgjafatónn og fjas að óreyndu og sneri spjalli í samtal um dag og veg og allt
annað. Það gladdi konuna og lofaði góðu um samráð og samkomulag næstu
daga. Svo komu þeir þarna inn hver af öðrum, meðreiðarmennirnir, hörmuðu
að hafa ekki staðið sig að vera til aðstoðar og koma í veg fyrir þetta slys. Fengu
fullyrðingu um að þetta hefði hvorki verið þeim né hestinum að kenna en
eingöngu sjálfbirgingsskap elliglapanna sem allt þykist geta enn þó allar
frumur líkamans séu á undanhaldi fyrir þeirri haustsölnum. Var lofað bót og
betrun að hér eftir skyldi beðið rólega og þegin aðstoð til alls sem þyrfti,
andrúmsloftið varð strax léttara og farið að ræða um skemmtilegri viðfangsefni.
„Gædinn“ og hún voru áður en varði komin út í heimspekilegar umræður um
ellina og viðbrögð við henni, líkama, hugarorku og tenginguna þar á milli, afl
þeirra saman og sér í lagi virkjun viljans og getunnar á öllum aldursskeiðum.
Eftir matinn kom matráðskonan með tvær íbúfentöflur og sagði þær nauð-
synlegar fyrir nóttina og svefninn sem tekið var við með þökkum fyrir svo
óverðskuldaða hugulsemi.
Seinna um kvöldið kom skyldfólk úr byggð, sagðist hafa verið að fá sér bíltúr
og skoða heiðina. Konan bar sig vel, gerði lítið úr óhappinu enda ekki vön að
kvarta út af smámunum, sagðist mega halda áfram með hópnum þó hún sæti
ekki á hesti alla leiðina. Suður yfir hefði ferðinni verið heitið og suður af ætlaði
hún. Fólkið kvaddi og óskaði góðrar ferðar. Konan þakkaði, hugsaði sitt um
vogun þess að sleppa þessu tækifæri til að snúa við, - en nei - á eigin fótum
ætlaði hún að standa meðan stætt var. Um kvöldið var sungið svolítið, fólk
kynnti sig og spjallaði létt. Í farþegahópnum var aðeins einn karlmaður,
enskur, er kom með frú sinni sem átti íslenskan hest úti að þeirra sögn.
Konan hafði sig lítt í frammi, skildi fæst sem talað var en hugsaði sitt. Sagði
í stuttu máli aðeins deili á sér, sem „gædinn“ þýddi á ensku fyrir hina, var samt
með í söng og hópnum en varð fegin þegar um hægðist.
Rekstrarmennirnir: Siggi, Tóti og Þórgnýr.