Húnavaka - 01.05.2010, Síða 88
H Ú N A V A K A 86
og kex á borðum sem matráðskona
hafði tilbúið og þegið var með bestu lyst.
Síðan gerðu margar sig klára fyrir ídýfu
í heita pottinn við húshliðina. Hann er
gamall að gerð, hlaðinn úr grjóti af
svæðinu og notar heitavatnsrennsli frá
hverasvæðinu. Góð afslöppun og mikið
notuð af þreyttum ferðamönnum en
aðstaða engin til fataskipta eða annarrar
snyrtingar, nema bekkir sunnan undir
húsveggnum. Ekkert salerni. Stór ljóður
á ráði þessarar annars náttúrulegu að -
stöðu.
Og kvöldið leið með kvöldverði, svolitlum söng og spjalli eins og svona
ferðahópar samanstanda af. Allir elskusáttir við umhverfi, aðbúnað og allt lífið
á þeirri stund. „Gædinn“ fór reyndar eftir matinn með þá sem nenntu í smá
göngutúr að skoða helli og sögu Fjalla-Eyvindar þarna á Hveravöllum. Þá
hafði stytt upp en úrsvalt af jöklum og blautt á. Kerlingin lagði ekki í hraunið
í þetta sinn, sagðist áður hafa séð vegsummerkin og ætlaði að safna kröftum
fyrir morgundaginn.
Nóttin kom. Það barst skvaldur inn um gluggann frá heitapottinum og
bekkjunum undir húshliðinni, frá síðbúnu baðfólki úr hinum vistarverum
staðarins. Kerlingin tók seinni íbúfentöfluna, lokaði fyrir athygli á umhverfinu
og svefninn kom léttur með sína róandi hönd.
Um fjögurleytið var kyrrðin snögglega rofin með því að herbergisdyrnar
opnuðust með offorsi og þungum skell upp að framhlið kojunnar og eftir
fylgdu háværar upphrópanir örvita manns sem ekkert vissi hvar hann var eða
hvert að fara. Búinn að dýfa sér í heita pottinn að sjá, fáklæddur og skjálfandi
úr kulda, vantaði húsaskjól en hér átti hann ekki heima. „Gædinn“ kom á
vettvang að reyna að róa drenginn og koma honum út, spyrja um hans
ferðafélaga, föt og svefnstað. En hann hlaut bara öskur og ljót orð að launum.
Enski herramaðurinn, sem gisti efri koju nálægt dyrum, var stokkinn fram úr
og farinn að hjálpa til við útburðinn. Enginn skildi orð eða meiningu í
framandi tungu unga mannsins sem gat enga grein fyrir sér gert eða vitað hvar
hann var staddur, ofurölvi eða haldinn óviti af annarri ólyfjan.
En út komu þeir kauða, vöktu upp landverði staðarins og sögðu til mannsins
sem þyrfti að sinna og koma á réttan stað. - Við getum ekkert gert og megum
ekkert gera án aðstoðar lögreglu, sögðu þeir. - Þessi maður er ekki á okkar
vegum eða ábyrgð. Hann verður að sjá um sig. Afgreitt mál. Lögreglan sofandi
í 80 km fjarlægð næsta kauptúns.
Maðurinn hélt áfram að hlaupa um, úrvinda, kaldur og áttavilltur í ókunnri
nóttinni, öskrandi bölbænir fyrir þeim sem ekki hleyptu honum inn í hús eða
volandi á mömmu í miskunnarlausu landi. Nú stefndi hann beint inn á
hverasvæðið. Átti það að verða hlutskipti hans að soðna þar eins og lamb
útilegumannsins eða krókna úr kulda kæmist hann út af því svæði?
Leiðsögumaður og fararstjóri.