Húnavaka - 01.05.2010, Page 91
H Ú N A V A K A 89
Þarna var ljúft að dvelja til kvölds, fara svo aftur
á bílnum til móts við ferðafólk og hesta við Sandá.
Sjá jóreykinn nálgast í rökkurbyrjuninni og hestana
velta sér þreytta og fegna hvíldinni áður en þeir
gripu sér heytuggu í svanginn. Keyrt í náttstað.
Matast í frumlega innréttaðri hesthúshlöðunni,
spjallað um stund og síðan gekk fólk til náða í
vistlega búnum smáhýsum á staðnum. Kerling
sofnaði vært á góðri gormadýnunni.
6. dagur
Sólskin. Allt með glans og gleðibrag. Sturta.
Morgunmatur. Bílferð með fararstjóra og hinum
inn að Sandá. Til hestanna. Nú má ekki reka
gegnum uppgræðslu Haukadalsheiðar eða skóg
svo rekstrarhópurinn fer meðfram vegi. Fararstjóri
spyr hvort fært sé á hest. Kerlu sýnist óráðlegt að ætla sér allan daginn en
síðasta áfangann ætti að vera hægt að tjasla svo saman vilja og mætti að dugað
gæti. Og það væri nokkurt kappsmál. Því var vel tekið.
Konan sér ekki betur en að Meiður fái beisli og sé teymdur við hlið
lestarstjóra þegar lagt var af stað. Fékk svo áfram að fikra sig uppí framsætið
hjá fararstjóra sem ók veginn meðfram rekstrarhestum, opnaði hlið og fylgdist
vel með öllu að hnökralaust gengi. Knapar og leiðsögumenn hurfu fljótt
sjónum á sinni leið eftir reiðgötunum. Mundu síðan seinna á degi æja þar sem
bílfært var að og hægt að hittast.
Rekstrarmenn áðu aðeins í rétt við Gullfoss og köstuðu mæðinni í sól og
blíðu. Fagur dagur með tæra fjallasýn og unaðslegt umhverfi. Komið á miðjum
degi í heimahaga með þreytta ferðahestana eftir langa og stranga leið. Glaða
að komast aftur á grænt gras og svala þorstanum í fersku, rennandi vatni.
Heimafólk hafði símasamband við hinn hópinn og frétti hvernig gengi. Og
fararstjórinn, búinn að ganga frá hestum sem heim voru komnir, bauð kerlu
far til móts við hópinn í þeirra síðasta áningarstað. Þegið með þökkum og
hópnum mætt á kirkjuhlaði í Haukadal. Jú, ekki var það missýning, þarna
stóð Meiður sem konan heilsaði með kærleikum. Og konunni varð að orði:
Þó að endi æviskeið,
engu er vert að kvíða.
Hitti ég aftur hnakk og Meið,
himnar opnir bíða.
Og - upp skal ek, hugsaði hún, - það veit enginn hvað hann getur nema
reyna segir þú við aðra, kerla mín. Nú er að sanna það.
- Jæja, sögðu fararstjóri og leiðsögumaður, sem fylgst höfðu grannt með
Og kveðjan var hlýleg.