Húnavaka - 01.05.2010, Qupperneq 110
H Ú N A V A K A 108
inum með útgáfu þeirra. Markmiðið var, með orðum hans, að gefa „sem
gleggsta mynd af ljóðagerð húnvetnskra manna og kvenna og [sýna] hvern
sess ljóðið og vísan skipa nú í lífi þeirra og starfi.“ Að þessum orðum sögðum
komst Rósberg ekki hjá að skilgreina nánar hvað það sé að vera Húnvetningur,
hverjir það séu sem uppfylltu skilyrði þess að fá rúm á síðum bókarinnar.
Nokkuð víst er samt að þessi skilgreining var Rósberg ekki ofarlega í huga og
þeim mun áhugaverðara er að sjá leið hans að henni:
Fyrir okkur ... vakti það eitt, að safna í handhæga bók sýnishornum af
ljóða- og vísnagerð þeirra núlifandi skálda og hagyrðinga, sem eiga
það sameiginlegt að hafa fengið uppeldi sitt í húnvetnskum sveitum og
teljast Húnvetningar, hvar svo sem þeir byggja garð nú. ... Allur
fjöldinn hefur ... ekki ætlað sér sæti á skáldabekk þjóðarinnar, heldur
aðeins ort sér til skemmtunar og hugarléttis, við hin ýmsu skilyrði, í
önn og erli daglegs lífs, ýmist inn til dala, við bústörf og búsáhyggjur,
eða í harki fjölbýlis við fjöruborð framandi stranda. Hér eru einnig
framlög frá áður þekktum rithöfundum og skáldum. Allir koma hér til
dyra eins og þeir eru klæddir. Allir koma fram sem Húnvetningar í
félagslegri heild, en hver með sín sérkenni og sjónarmið, eins og vera
ber.3
Afstaða Rósbergs til þess hvað það sé að vera Húnvetningur byggir á
uppruna og uppeldi á húnvetnskri mold og af orðum hans má ráða að slíkt
nægi til þess að halda hjörðinni saman sem „félagslegri heild“, hvað sem
núverandi búsetu einstaklinganna líði. Skoðun af þessu tagi var og er
örugglega almenn en við umhugsun kemur fljótt í ljós að hún dugar skammt,
einkum þegar samfélög taka örum breytingum. Einfalt er að líta til baka og
nefna dæmi af alls óskyldu fólki sem löngum hefur staðið styr um hverjum það
heyrir til. Dæmi mitt er frá tíundu öld, það tengist landnámi, siglingum og
landafundum og er efniviður lífseigustu deilu Íslendinga og Norðmanna.
Eiríkur rauði Þorvaldsson fæddist á Jaðri í Noregi en flýði ásamt föður sín-
um til Íslands vegna mannvíga. Á Íslandi kynntist hann konuefni sínu, Þjóð-
hildi Jörundsdóttur úr Haukadal í Dölum. Þau byggðu bæ á Eiríksstöðum í
Hauka dal en bjuggu þar skamma hríð vegna vígaferla og fluttu til Grænlands.
Annar sonur þeirra hjóna var Leifur heppni sem þekktastur er af Vínlandsför
sinni en ekki er vitað hvort hann fæddist á Íslandi eða Grænlandi. Nú má
spyrja: Var Eiríkur rauði norskur, íslenskur eða grænlenskur; var Þjóðhildur
íslensk, grænlensk eða jafnvel norsk vegna upprunalegs ætternis þaðan; var
Leifur sonur þeirra norskur, íslenskur eða grænlenskur? Ekki er gott að segja
hvern ig Rósberg hefði svarað þessum spurningum en þær varpa skemmtilegu
ljósi á það hversu erfitt getur verið að greina á milli og úrskurða hver er
hvað.
Umræða af þessu tagi hefur verið lífleg erlendis sem hérlendis á síðustu
árum og áratugum og hefur að mestu snúist um þjóðerni og þjóðerniskennd.
Þá umræðu vil ég gjarnan yfirfæra á smærri einingar hér innanlands og spyrja
3 Húnvetningaljóð, bls. 7.