Húnavaka - 01.05.2010, Page 126
H Ú N A V A K A 124
JÓN TORFASON frá Torfalæk:
Árbók 2007
Í Húnavöku 2008 og 2009 fjalla Pálmi Jónsson á Akri og Haukur Magnússon
í Brekku nokkuð um árbók Ferðafélagsins 2007, Húnaþing eystra, eftir undir-
ritaðan. Margar ábendingar þeirra eru réttmætar og er mér þökk á að fá slíkar
leiðréttingar í hendur. Tel þó rétt að koma á framfæri nokkrum athugasemdum
við skrif þeirra.
Árbókum Ferðafélagsins er ætlað að vera yfirlitsrit um viðkomandi svæði,
fyrst og fremst ætlaðar fyrir utanhéraðsmenn til glöggvunar á ferðalögum.
Magn upplýsinga um héraðið er ótrúlega mikið og í umræddri bók aðeins tæpt
á yfirborðinu. Hér er næstum ekkert um náttúrufræði, hlaupið snarlega yfir
dýra- og fuglalíf og jarðfræði varla gerð nokkur skil. Til stóð að annar
höfundur ritaði um náttúrufræði héraðsins en frá því var horfið vegna pláss-
leysis þar sem verkinu voru sett stíf lengdarmörk. Áherslan er fyrst og fremst
á sögulegu efni og því sem „sést“ þegar farið er eftir helstu bílfærum vegum.
Leiðarlýsingar fyrir göngufólk eru t.d. mjög af skornum skammti og reyndar
hvergi nákvæmar, kort ekki heldur miðuð við göngu- eða reiðleiðir.
Einn helsti gallinn við bókina, frá mínum bæjardyrum séð, er því hvað hún
er stutt. Nú mundu þeir félagar, Pálmi og Haukur, hugsanlega segja að það sé
aldeilis bættur skaðinn, villurnar verði þá þeim mun færri. Það getur auðvitað
verið en þarf þó ekki að vera. Svona knappt yfirlitsrit þýðir að ekki er unnt að
gera nema tiltölulega fáum hlutum fullnægjandi skil en af því leiðir að
frásögnin er ekki jafn nákvæm og æskilegt væri. Sumt af ábendingum þeirra
er því fremur þess eðlis að upplýsingar vanti en að beinlínis sé rangt frá sagt.
Um örnefni
Af þessu knappa formi árbókarinnar leiðir líka að ekki er rúm fyrir vangaveltur
um merkingu einstakra örnefna eða t.d. að nefna fleiri en eitt um sama náttúru-
fyrirbrigðið. Dynfjall (bls. 171) er einnig kallað Dínufjall eða Dýnufjall, jafnvel
Dyngjufjall í einstökum örnefnaskrám og sumir þeir fjallahnjúkar, sem kenndir
eru við vont veður, eru í heimildum ritaðir Illveðurshnjúkur, Ill viðra hnjúkur
eða Illviðrishnjúkur, svo tvö dæmi séu tekin. Víða væri freistandi að ræða slík
tilbrigði enda er tilurð og merking einstakra örnefna hnýsilegt við fangsefni.
Slík álitamál ættu öllum að vera ljós, sem hafa lesið bókina alla, en þó skal
endurtekinn varnaglinn í eftirmálanum (á bls. 228): „Þótt örnefni sé ritað með