Húnavaka - 01.05.2010, Page 136
H Ú N A V A K A 134
SIGURJÓN GUÐMUNDSSON frá Fossum:
Lionsklúbbur Blönduóss 50 ára
Á vordögum ársins 2009, nánar tiltekið 3. maí, voru 50 ár liðin frá stofnfundi
Lionsklúbbs Blönduóss. Fyrstu stjórn klúbbsins skipuðu: Hermann Þórarinsson
formaður, Haraldur Jónsson ritari og Ólafur Sverrisson gjaldkeri. Stofnfélagar
voru alls 21.
Fimmtíu ár er ekki langur tími í sögu þjóðar en í sögu áhugafélags er það
býsna langt. Eitt af fyrstu verkum klúbbsins var að beita sér fyrir gróðursetningu
trjáplantna í Hrútey. Þar er nú myndarlegur skógur, fólkvangur og útivistar-
paradís Blönduósinga og annarra er gefa sér tíma og næði til útivistar. Fyrsta
út hlutun klúbbsins var til skógræktar í Hrútey, eitt þúsund krónur. Fyrir þá
upphæð voru keyptar 1500 trjáplöntur sem klúbbfélagar gróðursettu í Hrútey
vorið 1960. Annað áhugamál var bygging sundlaugar við barnaskólann.
Útsýnis skífa var sett upp á Háubrekku við þjóðveginn sem þá lá vestarlega á
Hjaltabakkamelum. Eftir færslu þjóðvegarins er hringsjáin komin úr alfara-
leið.
Verkefni klúbbsins, þessa hálfu öld sem er liðin frá stofnun hans, hafa verið
mjög fjölbreytt en öll hafa þau stutt við mannlíf og menningu alls héraðsins.
Allt frá stofnun klúbbsins hefur hann fært Héraðshælinu jólatré. Stjórn
klúbbsins hefur síðan oft mætt á Þorláksmessu til að skreyta það. Afar mörg
verkefni klúbbsins hafa verið tengd Héraðshælinu. Því hafa verið færð mörg
lækninga- og rannsóknatæki auk beinna fjárframlaga. Má þar nefna smásjá,
blóðrannsóknatæki, augnlækningatæki, hjartatæki og margt fleira. Á afmælisári
Héraðshælisins, árið 2006, voru Hollvinasamtökum Heilbrigðis stofnunar
Blönduóss færðar 200.000,-
kr. frá klúbbnum.
Árið 1967 stofnaði Lions-
klúbburinn sjóð til styrktar
sjúklingum er þurftu að fara
í kostnaðarsamar læknis-
aðgerðir erlendis. Á næstu
árum fengu nokkrir sjúkling-
ar styrk úr sjóðnum. Á þeim
árum greiddu tryggingar
ekki þann kostnað af slíkum
ferðum eins og þeir gera nú.
Í ársbyrjun 1973 stóð klúbb-
urinn að stofnun Styrktar-
Stjórn Lionsklúbbs Blönduóss á afmælisárinu.
Sigurjón Guðmundsson, Gísli J. Grímsson
og Stefán Hafsteinsson.