Húnavaka - 01.05.2010, Page 140
H Ú N A V A K A 138
fjöðrinni“ með mjög góðum árangri. Andvirði þeirrar söfnunar var varið í
kaup og þjálfun á fjórum blindrahundum sem fengnir voru frá Noregi.
Nú er mikið rót í íslensku þjóðlífi. Á einni viku, haustið 2008, hrundi allt
fjár málakerfi þjóðarinnar til grunna. Sú barátta sem framundan er mun
reynast mörgum erfið. Reyna mun mjög á innviði hins félagslega kerfis. Eitt af
fyrstu boðorðum Lionsmanna er að þjóna og koma öðrum til hjálpar.
Lionsklúbbur Blönduóss mun hér eftir sem hingað til verða málsvari þeirra er
minna mega sín og fara halloka í lífsbaráttunni.
Hér hefur lítið verið rætt um hinn félagslega þátt klúbbsins, fyrir þá sem í
honum starfa og samfélagið í heild. Fullyrða má þó að hann er ekki lítils virði.
Segja má að hvar sem Lionsklúbbur starfar þá er hann þverskurður af
mannlífinu á hverjum stað. En enginn keðja er sterkari en veikasti hlekkur
hennar. Því þurfa Lionsmenn að vera virkir hvort sem það er í leik eða starfi.
(Að hluta til stuðst við söguágrip Stefáns Á. Jónssonar er birtist í afmælisblaði klúbbsins
1989.)
Nokkrir félagar í Lionsklúbbnum. Aftari röð f.v.: Grímur Gíslason, Hafþór Sigurðsson,
Guðmundur Garðar Arthúrsson, Sigursteinn Guðmundsson, Örn Snorrason, Jón Ísberg,
Hallbjörn Kristjánsson, Vilhelm Lúðvíksson, Hannes Pétursson, Árni Sigurðsson,
Sigurður Þorbjarnarson, Haraldur Jónsson, Sigurgeir Jónasson og Skúli Pálsson.
Fremri röð f.v.: Sveinn Ellertsson, Þormóður Sigurgeirsson, Björn Kristjánsson, Ingvi
Þór Guðjónsson, Guðbjartur Guðmundsson formaður, Guðmundur Hr. Thoroddsen,
Jónas Tryggvason, Björn Bergmann og Júlíus Fossdal.
Ljósm.: Unnar.