Húnavaka - 01.05.2010, Page 146
H Ú N A V A K A 144
Við tókum eftir strák sem stóð
á bakkanum og virti fyrir sér
þessa furðufugla sem voru
komnir í vörina. Kannski
hefur hann einhvern tímann
heyrt talað um Tyrkjaránið
eða eitthvað svoleiðis. Við
kölluðum til hans og
heilsuðum og tók hann undir
kveðju okkar. Við spurðum
hann eftir ábúendum í dalnum
og leysti hann greiðlega úr og
endaði svo á Boggu á
Kirkjubóli og benti á stóra
húsið.
Þetta var okkur nóg, fullvissir um að Bogga á Kirkjubóli væri Sigurbjörg
Guðmundsdóttir, systir Kela. Maður hennar var Sörli Ágústsson, hann var
togarasjómaður og auðvitað ekki heima. En þó vinur okkar væri nú búinn að
fara með ábúendatalið í dalnum fannst honum samt öruggara að fylgja okkur
heim að Kirkjubóli sem varla var meira en tvö til þrjú hundruð metrar. Þetta
var einföld gata, gerð af náttúrunnar hendi og þúsund ára ábúendarölti.
Þegar við komum í hlað tók vinur okkar sprett að dyrunum og inn sem
heimamaður væri. Við stoppuðum við dyrnar og heyrðum drenginn kalla inni:
„Bogga, Bogga, það eru komnir menn” - en það mun nú hafa verið fátítt á
þess um árstíma. Þarna var enginn vegur, fjöllin snarbrött og svelluð í sjó fram
og ekki fær nokkrum manni þó járnaður væri. Þess vegna var sjóleiðin ein fær
en sá var galli á að flestir vinnufærir menn voru á sjó frá Patreksfirði eða
Flateyri og því aðeins konur og börn til róðurs á skektunum. Þarna stóðum við
í dyrunum og vinur okkar kom hlaupandi og á eftir honum há kona og glæsi-
leg. Hún heilsaði okkur með brosi á vör og bauð í bæinn. Við Halli vorum
hinir kátustu en Keli eitthvað daufari. Fékk ég á tilfinninguna að ekki væri
mikið samband á milli systkinanna og líklega meira að Kela hálfu því konan
var hress og kát. Hún bauð okkur í eldhúsið, þar settumst við að stóru og miklu
borði og innan stundar var kaffikannan komin.
Bogga sagði að sig hefði grunað að það kæmu gestir og verið við öllu búin.
Síðan var hlaðið brauði og kökum á borðið og tóku menn til matar síns og ekki
sparaði frúin hvatninguna að borða nú vel. Við spjölluðum svo um heima og
geima. Bogga vildi vita hvernig stæði á ferðum okkar, um fiskirí og veðurfar
fyrir norðan. Hún sagði að það hafi verið líkt fyrir vestan um haustið og oft
bölvaðar brælur. Mig minnir að maðurinn hennar, Sörli, væri á Gylfa BA en
hann var flaggskip Vatneyrarveldisins á Patreksfirði. Þá sagði hún okkur að
þau Sörli ættu fimm börn, elst væri stúlka sem væri húsmóðir á Patreksfirði,
tvær stelpur voru í vinnu á Flateyri og svo tveir strákar sem ég held að hafi
verið í framhaldsskóla. En nú var að koma jólafrí og þá fjölgaði fólkinu í
dalnum.
Jökull og Gerða.