Húnavaka - 01.05.2010, Page 150
H Ú N A V A K A 148
þveginn fiskur, borðbúnaður, hendur, fætur og höfuð og reyndar allt sem þurfti
að þvo. Nú var skorið það heillegasta úr ýsunni og soðið síðar.
Þarna endurtók sig sama sagan og í Önundarfirðinum. Við þvældumst fram
og til baka í nokkra daga en þá hægði mikið vindinn og „þá héldum við á“ fyrir
Blakkinn með stefnu á Bjargtanga og suður um. En ekki var ein báran stök því
þegar við vorum komnir eitthvað suður fyrir Látrabjarg bilaði vélin. Keli fór
að gera við og ég að reyna að hjálpa til og fljótlega hafðist hún í gang. Við
héldum áfram en innan skamms fór að hvessa og ausa upp sjó og fyrr en varði
var komið vonskuveður.
Þegar Hellissandur nálgaðist leist mönnum ekki á því það sást ekkert annað
en eitt stórbrot meðfram allri ströndinni. En úti fyrir lá flutningaskipið Brúar-
foss sem hafði verið að taka fisk. Út við skipið voru slefbáturinn og uppskip-
unar báturinn. Þeir höfðu verið að losa þegar snögghvessti og voru því bundnir
mannlausir aftan í Brúarfoss. Menn töldu ófært að fara til lands á litlum slefbát
með þungan uppskipunarpramma í togi. Halli keyrði upp að síðunni á Brúar-
fossi en þar stóðu skipavinnumennirnir úr landi og spurði hvort þeir teldu fært
á Sand, sagðist vera ókunnugur og aldrei komið hér. Þá steig fram þreklegur,
vel fullorðinn maður og bauðst til að fara með okkur inn og var það þegið með
þökkum.
Hann kom um borð, athugaði stjórn tæki, olíu gjöf, kúplingu og skrúfuskurð,
leit svo á komp ásinn en þar var nú lítið að sjá, nátthúsið fullt af sjó, ljósið
löngu dautt. Hann spurði: „Er hann búinn að vera svona lengi?“ Halli sagði
já við því, svo hefði verið frá því við fórum fyrir Horn. Það kom einhver undr-
unarsvipur á manninn sem sagði að þá ættum við varla að þarfnast hans úr
þessu. Svo var dólað af stað og ég tók strax eftir að maðurinn var fátlaus og
ódeigur. Hann stýrði inn í brimgarðinn, sneri á bæði borð og þræddi einhverjar
lænur sem hann einn sá, skaust á milli brota, stundum á hægri ferð og stundum
gaf hann hressilega í. Fyrr en varði vorum við komnir inn á Krossavíkina og
Krossavík um 1930.