Húnavaka - 01.05.2010, Page 151
H Ú N A V A K A 149
upp að bryggjustubb
sem var rúmlega
bátslengdin. Þar var
bundið öllum endum
sem til voru en er
maðurinn var að
kveðja kom í ljós að
hann var lóðsinn á
Hellissandi. Mikil
ókyrrð var við
bryggjustubbinn og
fóru bönd að slitna.
Það var eiginlega full
vinna að hnýta
saman og binda en
bót í máli var að á
hálfföllnu fór báturinn að standa og á fjörunni var hann á þurru og mikið
meira því við Breiðafjörð er mesti flóðmunur landsins, um 15-17 fet.
Við komum á Sand seinni part 21. desember og fór kvöldið í að ganga frá
bátnum og reikna út hvað við mættum sofa lengi, því við urðum að vera
vakandi þann tíma sem hann flaut til að fylgjast með böndum sem alltaf voru
að slitna og styttast svo þetta var að verða bölvað basl. En þá skeði svolítið
atvik við bindinguna. Það var ákveðið að fara upp með ankerisfestina, endinn
var dreginn upp á bryggjupolla, síðan í gegnum kifann og svo festur á polla í
bátnum. Nú þóttumst við öruggir. Ég stóð fram á til að sjá þegar kippti í á
næsta sogi. Ég var ekki lítið hissa þegar báturinn kippti í og keðjan hrökk í
sundur í kifanum eins og tvinnaspotti. Ég fann að eitthvað straukst við úlnlið-
inn á mér en ég fann ekkert til. Ég hafði haft á hendi stórt og mikið armbandsúr,
tísku tæki. Ég leit á úlnliðinn og hálf brá því það vantaði glerið, vísana og
skífuna á fína úrið mitt. Þvílík sjón en ég slapp. Hefði ég verið fimm senti metr-
um nær keðjunni hefði framhandleggurinn farið. Á þessum tíma vissi ég ekki
og sennilega hvorki Halli eða Keli að það er vonlaust að binda með keðju
nema hafa dempara, bíldekk eða tóstroffu til að taka mestu rykkina af í
soginu.
Daginn eftir fórum við Halli í land og í Kaupfélagið en það var aðalstaður
þorpsins. Þar var aðalverslunin, flugafgreiðslan og pósthúsið. Ég fór að tala við
flugafgreiðslumanninn. Hann sagði mér að það hefði ekki komið vél í marga
daga og útlitið ekki gott í þessari bölvuðu veðráttu. Halli fór að spyrja um
kaupfélagsstjórann en það vildi nú svo til að hann var í Reykjavík og farinn í
jólafrí. „Ja, nú er það lalet“, sagði Halli en þetta var orðtak hjá honum þegar
illa gekk því það var ekki bölvað að óþörfu. Já, það voru frekar niðurlútir menn
sem löbbuðu um borð, ég vissi ekkert um flugið og Halli kostlaus. Hann kunni
ekki við að biðja um úttekt þar sem stjórinn var ekki við. Þetta lýsir vel hans
takmarkalausu hógværð en auðvitað hefði hann fengið úttekt hefði hann
minnst á það, ekki síst þar sem Kaupfélagið var með bátinn á leigu og ætlaði
Hellissandur.