Húnavaka - 01.05.2010, Page 153
H Ú N A V A K A 151
húsið. Þetta held ég að
hafi verið nokkuð algeng
regla í litlum samkomu-
húsum á þeim tíma.
Þarna var talsvert af
fólki og dönsuðu allir og
greinilegt að fólk skemmti
sér vel. Það var ekki hægt
að segja að sæist vín á
nokkrum manni. Maður
sá að vísu menn vera að
lykta upp úr pela svona
hér og þar en það var ekki
meira. Enginn okkar var
neinn dansmaður. Ég hafði að vísu aðeins prufað þetta þegar ég var í stúkunni
hjá Kristni Ásgrímssyni og þá aðeins gömlu dansana en Halli og Keli lítið
reynt og þá alls ekki nema að hafa einhverja brjóstbirtu. Ég leit yfir salinn og
sá stórhuggulega stelpu, háa og granna en það er það vaxtarlag sem ég hef
alltaf verið hrifnastur af enda sjálfur eins og blýantur í laginu. Eftir langa innri
áskorun stóð ég upp titrandi í hnjánum og kófsveittur af feimni. Ég gekk yfir
gólfið, bauð dömunni upp og tók hún því vel. Hún dansaði eins og engill, sem
betur fer voru nánast alltaf gömlu dansarnir og hún kát og fjörug, hló að öllu.
Síðan fór hún að spyrja mig hvort ég væri á bátnum og ég sagði svo vera.
„Voruð þið þar um jólin, hvernig var það og hver er kokkur?“ „Enginn“ sagði
ég. „Hver sá þá um steikina?“ „Það var engin steik.“ sagði ég. Nú komu
margar spurningar, ég vildi gera sem minnst úr okkar högum en slapp ekki og
að endingu sagði ég henni að við hefðum bara haft heitt vatn og gamalt brauð.
Þar með taldi ég mig sloppinn því mér þótti leiðinlegt Halla vegna hvernig allt
var. Ég sá að hún varð dálítið hugsi og hætti að hlæja í bili.
Nú voru búnir þrír dansar og einhvern tímann heyrði ég að þrír dansar væri
kurteisi svo ég skilaði henni á bekkinn sinn, hneigði mig en spurði hvort ég
mætti bjóða henni upp aftur og hún taldi það sjálfsagt. Hún hélt áfram að
dansa en þegar hún settist dreif ég mig af stað og bauð henni upp og nú urðu
dansarnir fleiri en þrír. Svo kom að því að mér fannst ég vera orðinn dálítið
frekur svo ég skilaði henni á bekkinn sinn og gekk til félaga minna sem ég held
að hafi bara litið upp til mín fyrir dugnaðinn í dansinum. Seinna átti hún leið
fram hjá okkur ásamt vinkonu sinni og spurði hvort ég væri hættur að dansa,
hvort hún væri búin að uppgefa mig og svo hló hún dátt. Ég hélt nú aldeilis
ekki og fór strax er hún kom til baka, bauð henni upp og við dönsuðum og
spjölluðum. Hún spurði hvort félagar mínir dönsuðu ekki en ég sagði að þeir
gerðu lítið af því og alls ekki nema að hafa einhverja brjóstbirtu. „Nú eru þeir
svoleiðis“, sagði hún. Ég flýtti mér að segja að þeir væru nú engir drykkjumenn.
Þá hló hún og endurtók „brjóstbirtu“. Þetta orð kannaðist hún ekki við.
Nikkarinn kallaði næstsíðasti dans og svo síðasti dans. Ég spurði stúlkuna
hvort ég mætti fylgja henni heim. „Já, á leið“ sagði hún. Það var nokkuð dimm
Á dansleik.