Húnavaka - 01.05.2010, Page 161
H Ú N A V A K A 159
Mannalát 2009
Eiður Árnason,
Skagaströnd
Fæddur 4. mars 1931 – Dáinn 22. mars 2009
Eiður Árnason fæddist á Austara-Hóli í Fljótum, Skagafirði, sonur hjónanna,
Árna Björgvins Jónssonar og Magneu G. Eiríksdóttur. Hann var næstelstur
fjögurra systkina. Elstur var Guðmundur Sævar, fæddur 1929, dáinn 1957. Þá
kom Eiður. Þriðja í röðinni er Guðrún, fædd 1932 en yngst var Unnur Erla,
fædd 1934, hún lést árið 1990.
Eiður ólst upp hjá foreldrum sínum í Fljótunum. Ungur að árum fór hann
að hjálpa til við bústörfin og létti undir með foreldrum sínum. Hann var
duglegur til vinnu og ósérhlífinn. Þegar foreldrar hans brugðu búi árið 1945
fluttu þau á Sauðárkrók og bjuggu þar í 8 ár en
árið 1953 flutti hann með þeim til Akraness þar
sem hann fékk vinnu við almenn verkamanna-
störf.
Hinn 24. nóvember 1957 kvæntist hann Huldu
Sigurðardóttur frá Fagurhóli í Sandgerði. Þrátt
fyrir að Hulda gengi ekki alltaf heil til skógar þá
búnaðist þeim vel og með eljusemi og reglusemi
byggðu þau upp heimili sitt, er stóð í Reykjavík,
um 20 ára skeið. Þann 17. ágúst 1977 lést Hulda
eftir erfiða sjúkdómslegu.
Þeim varð tveggja sona auðið. Davíð, f. 1960
en hann lést árið 2003 og Elfar, fædd ur 1967,
kvæntur Jóhönnu Benný Hannesdóttur og eiga
þau fjóra syni. Þeir eru Sævar f. 1991, Daði Snær f. 1992, Eiður Smári f. 1996
og Birkir f. 1997.
Eiður starfaði sem bílstjóri og flokkstjóri hjá Sorphirðu Reykjavíkur í
hartnær 50 ár. Hann var söngelskur og söng tenor í gamla Fíladelfíukórnum.
Hann hafði mikla og hljómsterka rödd. Þá var hann hagmæltur og átti auðvelt
með að setja saman vísur.
Eiður var trúfastur meðlimur Hvítasunnukirkjunnar og sinnti ýmsum trún-
aðar störfum á vegum safnaðarins. Hann var um tíma stjórnarformaður Spari-