Húnavaka - 01.05.2010, Page 162
H Ú N A V A K A 160
sjóðsins Pundsins sem sameinaðist síðar Spron. Hann kom að blaða- og
bóka útgáfu safnaðarins sem gaf meðal annars út Aftureldingu og Barnablaðið
og margar góðar bækur. Þá átti hann mörg handtökin í Fíladelfíuhúsinu, bæði
við byggingu þess og í viðhaldi.
Síðustu æviár sín dvaldist hann á Dvalarheimilinu Sæborg á Skagaströnd.
Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Útför hans var gerð frá Hvíta-
sunnukirkjunni Fíladelfíu 3. apríl.
Vörður Leví Traustason.
Auður Lundfríður Sigurðardóttir
frá Hróarsstöðum
Fædd 11. júní 1918 – Dáin 6. apríl 2009
Auður var fædd að Króki á Skaga. Foreldrar hennar voru Valgerður Pálína
Sigurðardóttir, fædd í Fornubúð í Folafæti við Seyðisfjörð vestra og Sigurður
Gíslason fæddur á Hróarsstöðum. Auður var þriggja ára þegar Sig urður faðir
hennar féll frá. Hún var yngst alsystra. Hinar voru María Margrét og Sigríður
Ólöf. Tvö eldri hálfsystkin átti Auður sammæðra, þau Guðrúnu Oddsdóttur
og Sæmund Ólafsson. Allt er þetta fólk látið.
Auður ólst upp á Króki með móður sinni og systrum. Eftir hefðbundið
barnaskólanám þess tíma fór Auður í Kvenna-
skólann á Blönduósi. Snemma byrjaði hún að sjá
sér farborða og stuttu eftir fermingu fór Auður í
kaupavinnu. Eins og fleiri ungar konur sinnar
samtíðar vann hún við húshjálp og vinnukonustörf
á ýmsum heimilum. Í Reykjavík vann hún um
skeið sem heimilishjálp eða þjónustustúlka og
seinna sauma stúlka á saumastofu. Einnig var hún
ráðskona og matráðskona hjá sjómönnum suður í
Sandgerði og eldhússtúlka á Kleppssjúkrahúsinu í
Reykja vík.
Sumarið 1945 giftist hún Ingimari Sigvaldasyni
er fæddur var á Höskuldsstöðum en þau höfðu ári
áð ur byrjað búskap í Króki með Valgerði móður Auðar.
Börn Auðar og Ingimars eru sjö. Elstur er Sigurður, hann er kvæntur Svövu
Kristinsdóttur, Sigvaldi er ókvæntur, Svava, hún er gift Gunnari Tryggvasyni,
Valgerður Margrét, sambýlismaður hennar er Kristinn Gestsson, Guðjón
Rúnar, hann er kvæntur Gunni Elísabetu Gísladóttur, Aðalsteinn, hann var
kvæntur Kolbrúnu Kvaran. Yngstur er Gunnar, hann er kvæntur Phakapan
Lamaithong.
Líf Auðar snerist um heimilið og börnin og nóg var að starfa fyrir húsmóður
á barnmörgu sveitaheimili á Skaganum.
Árið 1957 flutti fjölskyldan að Hróarsstöðum til föðurbróður Auðar, Jóns