Húnavaka - 01.05.2010, Page 163
H Ú N A V A K A 161
Gíslasonar, er þar bjó einn, hann andaðist árið 1973. Auður og Ingimar tóku
þá við á Hróarsstöðum og stóðu þar fyrir búi til ársins 1981. Það ár tóku við
búinu synir þeirra, Sigvaldi og Guðjón.
Ingimar andaðist árið 1991. Árið 1995 flutti Auður til yngsta sonar síns,
Gunnars, í Mosfellsbæ og hélt með honum heimili þar til að hún flutti aftur
norður á Sæborgu dvalarheimili aldraðra á Skagaströnd. Auður andaðist á
Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi en þar hafði hún dvalið um nokkurra ára
bil. Útför hennar var gerð frá Hofskirkju þann 17. apríl.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Ævar Rögnvaldsson,
Blönduósi
Fæddur 26. apríl 1938 – Dáinn 10. apríl 2009
Ævar Rögnvaldsson fæddist á Blönduósi. Foreldrar hans voru Helga Sigríður
Valdimarsdóttir og Rögnvaldur Sumarliðason, bæði fædd 1913 og eru bæði
látin. Systkini Ævars eru Ragna Ingibjörg f. 1933, Sigríður Valdís f. 1935,
Hjördís Bára f. 1941 og Lýður f. 1946. Ævar var að aldri í miðjum systkina-
hópnum og fjölskyldutengslin voru honum ávallt dýrmæt. Þegar hann stofnaði
eig in fjölskyldu varð hún líf hans og æðsta markmið.
Eiginkona Ævars var Elín Sólveig Grímsdóttir,
fædd 15. október 1938 á Svarfhóli í Geiradal. For-
eldrar hennar eru Jóney Svava Þórólfsdóttir f.
1921 og Grímur Grímsson f. 1903 en hann er lát-
inn. Þau gengu í hjónaband 7. október 1961 og
eign uð ust þrjú börn.
Elstur er Svavar Geir, kvæntur Sigríði Ingu
Elíasdóttur, fósturdóttir þeirra er Eygló Inga
Baldurs dóttir. Börn Svavars frá fyrri sambúð með
Margréti Lilju Pétursdóttur eru Pétur Geir og
Linda Rut. Börn Sigríðar Ingu frá fyrra hjóna-
bandi eru Ingibjörg Heba, Björn Elías og Salóme.
Annar er Jóhann Þór, kvæntur Guðrúnu Dag-
björtu Guðmundsdóttur. Synir þeirra eru Ævar
Örn, Hafsteinn Þór og Daníel Ari. Yngst er Helga Sigríður, dóttir hennar og
Guðmundar Birgis Theodórssonar er Karen.
Frá árinu 1967 bjuggu Ævar og Ella í húsi sínu á Mýrarbraut 3 á Blönduósi
sem Ævar byggði að mestu leyti sjálfur. Vinnuskipti voru tíð á þeim árum og
þeir félagarnir í Fróða voru kappsfullir og munaði ekki mikið um að drífa upp
húsin sín.
Árið 1958 hóf Ævar nám í trésmíði hjá Trésmiðjunni Fróða hf. á Blönduósi.
Að námi loknu gerðist hann hluthafi í trésmiðjunni og var það til loka starfsemi
hennar. Þá var búið að byggja margt upp í Húnaþingi á miklum uppgangs- og