Húnavaka - 01.05.2010, Page 164
H Ú N A V A K A 162
framkvæmdatímum þar sem Ævar tók fullan þátt, sterkur, traustur og hand-
taka góður. Við eignaskipti í Fróða hf. kom hluti af jarðhæð húseignar tré-
smiðjunnar að Þverbraut 1 í hlut þeirra hjóna og hófu þau þar verslunarrekstur.
Verslunina ráku þau í rúm tuttugu ár. Elín sá um reksturinn en Ævar hóf störf
hjá Særúnu hf. árið 1979 og starfaði þar í tuttugu og fimm ár. Í störfum og lífi
var hann drenglyndur. Fas hans og framganga vitnaði um réttlætiskennd,
heiðarleika og festu. Þannig var hann í félagsstörfunum, hver sem þau voru
eins og Lionsklúbbi Blönduóss þar sem hann var félagi um langt árabil.
Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi og var jarðsunginn frá
Háteigskirkju 17. apríl.
Sr. Hjálmar Jónsson.
Ingvar Andrés Steingrímsson
frá Eyjólfsstöðum
Fæddur 3. mars 1922 – Dáinn 12. apríl 2009
Ingvar er fæddur að Sólheimum í Svínadal, Austur-Húnavatnssýslu og flutti
með foreldrum sínum í Hvamm í Vatnsdal þegar hann var á fyrsta ári.
Foreldrar hans voru Theódóra Hallgrímsdóttir frá Hvammi í Vatnsdal og
Steingrímur Ingvarsson frá Sólheimum.
Börn Theódóru og Steingríms voru í aldursröð,
Ingvar elstur, þá Hallgrímur Heiðar, Þorleifur
Reynir og Sigurlaug Valdís yngst.
Ingvar ólst upp hjá foreldrum sínum og systkin-
um á stóru sveitaheimili og alltaf var nóg að sýsla.
Barnaskólanám var farskóli sveitarinnar og seinna
tók við Bændaskólinn á Hvanneyri. Steingrímur
faðir Ingvars féll frá á miðjum aldri og tók Ingvar
við bústörfum heima í Hvammi í samvinnu við
móður sína.
Ingvar kvæntist Ingibjörgu Bjarnadóttur frá
Eyjólfsstöðum á afmælisdegi hennar þann 8. júní
1949 en þau höfðu þekkst frá barnæsku. Þau hófu
búskap á Eyjólfsstöðum árið 1954, fyrst í sam býli
með foreldrum Ingibjargar en tóku seinna við búinu og stóðu fyrir því allt til
ársins 1995 að þau hættu búskap og fluttu á Mýrarbraut 33 á Blöndu ósi.
Ingvar og Ingibjörg eignuðust fjögur börn í þessari aldursröð. Elst er Hulda
Aðalheiður, gift Birni Magnússyni, þau búa að Hólabaki í Húnavatnshreppi,
Jenný Theódóra, hún býr í Reykjavík, Steingrímur, hann er kvæntur Halldóru
Ásdísi Heyden Gestsdóttur, þau búa á Litlu- Giljá. Yngstur er Bjarni, hann er
kvæntur Aðalbjörgu Jónasínu Finnbogadóttur, þau búa í Reykjavík. Ingibjörgu
konu sína missti Ingvar árið 2001.
Ingvar bjó nær alla sína ævi í Vatnsdal og lengst af sem bóndi á Eyjólfs-