Húnavaka - 01.05.2010, Side 171
H Ú N A V A K A 169
fædd 5. október 1925 en lést 4. maí 1988, aðeins 61 árs að aldri. Foreldrar
henn ar voru Hjálmur Þorsteinsson bóndi á Hofsstöðum og kona hans, Stein-
unn Guðmundsdóttir, bæði Borgfirðingar.
Gestur og Kristín eignuðust þrjú börn saman, Guðrúnu, Birgi og Gunnhildi
en fyrir átti Kristín soninn, Hjálm Steinar
Flosason, sem Gestur gekk í föðurstað. Hjálmur
Steinar er búsettur í Reykja vík, hans kona er
Sigrún María Snorradóttir og þau eiga tvö börn,
Elínu og Arnar. Næstelst er Guðrún sem er búsett
á Akureyri og hún á þrjú börn, Gest, Hafþór og
Kristínu. Þá kemur Birgir, hann býr að Kornsá,
hans kona er Þórunn Ragn arsdóttir og þau eiga
fjögur börn, Svan hildi, Ármann Óla, Kristínu og
Hörpu. Yngst barna Gests er Gunnhildur sem
býr á Selfossi. Hennar maður er Svanur G.
Bjarnason og þeirra börn eru, Kristinn og Anna
Berglind.
Gestur og Kristín kaupa jörðina Kornsá um
1960 og fluttu frá Sunnuhlíð að Kornsá vorið
1962. Fyrst bjuggu þau í gamla sýslumannshúsinu en síðar byggðu þau sér nýtt
íbúðarhús og fluttu í það 1981. Það má með sanni segja að Gestur hafi byggt
upp tvær jarðir, reist sér íbúðarhús og fjárhús og brotið land til ræktunar á
tveimur jörðum. Það eitt segir heilmikið um afköst og elju bóndans.
Gestur hafði mikinn áhuga á öllu því sem til framfara horfði. Hafði áhuga
á því samfélagi sem hann lifði í og fylgdist vel með þjóðmálum alla tíð, hafði
skoðanir á mönnum og málefnum, hann var framfarasinni og jafnréttissinni.
Hann var veiðimaður sem bar mikla virðingu fyrir náttúrunni. Hann var
maður sem nýtti líf sitt til gagns allt til loka, var alla tíð bóndi og ræktunarmaður
af lífi og sál.
Útför Gests Guðmundssonar fór fram frá Þingeyrakirkju 10. júlí.
Sr. Ursula Árnadóttir.
Stefán Á. Jónsson,
Kagaðarhóli
Fæddur 4. nóvember 1930 – Dáinn 29. júní 2009
Stefán Ásberg Jónsson fæddist á Kagaðarhóli, hann ólst upp og bjó þar alla
sína ævi. Foreldrar hans voru Jón Stefánsson, bóndi og oddviti á Kagaðarhóli
og Guðrún Steinunn Jóhannsdóttir, húsfreyja á Kagaðarhóli. Bróðir Stefáns er
Maggi Jóhann.
Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1952, stundaði
síðan sagnfræðinám við Háskóla Íslands, þar sem hann lauk 1. stigi í sögu árið
1959. Auk þess sótti hann skemmri námskeið erlendis.