Húnavaka - 01.05.2010, Side 172
H Ú N A V A K A 170
Stefán kvæntist, 20. ágúst 1966, Sigríði Höskuldsdóttur, ljósmóður frá
Vatnshorni í Skorradal. Börn þeirra eru fjögur: Guðrún Jóhanna, maki
Víkingur Þór Gunnarsson og eiga þau tvö börn, Sólveig Birna, sonur hennar
er Óttar Húni Magnus son, Jón og yngst er Berghildur Ásdís, maki Þorkell
Magnússon og eiga þau tvo syni.
Stefán sinnti barnakennslu á árabilinu 1956-
1969, fyrst sem farkennari í Svínavatnshreppi en
síðar á Blönduósi til ársins 1966, síðast í
Torfalækjarhreppi 1969 og var þá einnig
skólastjóri. Hann hóf búskap á Kagaðarhóli árið
1956, fyrst í sambýli við foreldra sína og síðan
með konu sinni frá 1966. Hann bjó lengst af með
blandaðan bústofn þó aðallega mjólkurkýr en
síðustu árin var hann skógarbóndi.
Félagsstörf Stefáns eru margvísleg. Hann var
virkur í félagsstörfum og sinnti ótal trúnaðarstörf-
um. Hann sat í sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu
á þriðja áratug, í hreppsnefnd Torfalækjarhrepps
1990-2006 og var hreppstjóri í Torfalækjarhreppi 1969-1998.
Stefán var einn af stofnfélögum Lionsklúbbs Blönduóss 1959 og var félagi
allt til dauðadags. Hann var virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins, einn þeirra sem
bar uppi starfið, hélt hugsjóninni vakandi og nýtti hana í þágu byggðarlags síns
og lands. Hann var í stjórn Sölufélags Austur-Húnvetninga 1972-1980 og
fulltrúi þess á aðalfundum Osta- og smjörsölunnar frá 1978 um 20 ára skeið.
Endurskoðandi var hann til fjölda ára, meðal annars fyrir Kaupfélag
Húnvetninga, Sölufélag Austur-Húnvetninga og Búnaðarsamband Austur-
Húnvetninga. Þá var hann lengi fulltrúi Austur-Húnvetninga í Stéttarsambandi
bænda. Hann var í stjórn samtakanna, Landsbyggðin lifi, í stjórn Norður-
landsskóga, Landssamtaka skógareigenda og Félags skógarbænda á Norður-
landi. Þá sat hann í stjórn Ungmennasambands Austur-Húnvetninga um
árabil. Hann var annar af ritstjórum byggðarsögu Húnavatnssýslu, Húnaþing
I-III, sem kom út 1975, 1978 og 1989.
Í félagsmálum starfaði Stefán þó lengst sem ritstjóri ársritsins Húnavöku eða
frá stofnun þess, árið 1961 til ársins 2008. Þess starfs hans er minnst sérstaklega
fremst í þessu riti. Af þessari upptalningu sést um leið hvar áhugi Stefáns
einkum lá. Hann var uppbyggingar- og ræktunarmaður. Víðsýni, yfirsýn og
glöggskyggni einkenndu félagsstörf hans. Hann var talsmaður gamalla, góðra
gilda, því sem vel hafði reynst og ekki ástæða að varpa því fyrir róða. Góðar
gáfur, yfirgripsmikil þekking, traust minni, allt varð það honum notadrjúgt í
störfum og einkenndi framgöngu hans.
Stefán var jarðsunginn frá Blönduósskirkju 11. júlí. Jarðsett var í Blönduóss-
kirkjugarði.
Sr. Hjálmar Jónsson.