Húnavaka - 01.05.2010, Síða 173
H Ú N A V A K A 171
Ingibjörg Sigurðardóttir
frá Króki
Fædd 17. ágúst 1925 – Dáin 17. júlí 2009
Ingibjörg fæddist að Króki á Skaga, Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar
voru Guðrún Oddsdóttir, f. 1903, d. 1976 og Sigurður Óli Sigurðsson, f. 1877,
d. 1946. Ingibjörg átti 13 systkini, eina alsystur, Árnínu Jenný f. 1927.
Sammæðra voru Sigrún Pálína Húnfjörð f. 1924, d. 1953, Ólafur Ingimar
Ögmundsson f. 1931, Jóhanna Sveinlaug Ögmundsdóttir f. 1932, María
Guðrún Ögmundsdóttir f. 1935, Lundfríður Sigríður Ögmundsdóttir f. 1937,
Oddbjörg Ögmundsdóttir f. 1939 og Ragnheiður Ögmundsdóttir f. 1944.
Samfeðra voru Valdimar Sigurðsson f. 1898, d. 1970, Magnína Sigríður
Sigurðardóttir f. 1901, d. 1901, Karítas Sigurðardóttir f. 1905, d. 1924,
Jóhannes Sigurðsson f. 1908, d. 1984 og Kristín Sigurðardóttir f. 1912, d.
2009.
Ingibjörg giftist, hinn 30. nóvember 1946, Óskari Júlíussyni, bifreiðastjóra
f. 19. apríl 1909, d. 5. desember 1990. Ingibjörg og Óskar eignuðust tvö börn.
Þau eru Magnea Ósk f. 7. maí 1949, maki hennar er Friðþjófur Valgeir
Óskarsson f. 19. apríl 1944 og Jóhann Grétar f. 19. október 1947, maki hans
er Katrín Óskarsson f. 29. apríl 1965.
Ingibjörg og Óskar tóku í fóstur bræðurna;
Óskar Guðjón f. 3. júní 1966 og Gissur Hans f. 3.
desember 1971 og reyndust þau þeim bræðum
vel í hvívetna.
Foreldrar Ingibjargar skildu þegar hún var
fjögurra ára að aldri og ólst hún upp hjá Jóhanni
Helgasyni og Margréti Ferdinandsdóttur sem þá
bjuggu í Skagahreppi. Fóstra sinn missti Ingibjörg
sex ára gömul og voru fóstra hennar og hún einar
í heimili. Barnaskóla sótti Ingibjörg í Kálfs hamars-
vík og tók þaðan fullnaðarpróf. Hún vann við
kaupavinnu á sumrin, fyrst í Víkum, þá fjórtán
ára gömul og síðan þrjú sumur á Syðra-Mallandi.
Þrjú sumur vann hún við að hreinsa dún. Tvö sumur var hún á Ásbúðum hjá
Ásmundi Árnasyni og konu hans, Steinunni Sveinsdóttur.
Rúmlega tvítug að aldri flutti Ingibjörg til Sandgerðis, gerðist ráðskona
ekkjumanns og fékk samastað bæði fyrir sig og fóstru sína. Þessi ekkjumaður
hét Óskar Júlíusson sem varð síðar eiginmaður Ingibjargar. Fóstra hennar bjó
hjá þeim hjónum allt þar til hún lést, 95 ára að aldri, árið 1955.
Ingibjörg var mjög afkastamikil skáldkona sem hóf skrif sín rétt um tvítugs-
aldurinn og skilur hún eftir sig mikla arfleið í íslenskri bókmenntasögu, yfir
þrjátíu útgefnar bækur, hljóðbækur og ljóðabók ásamt ótöldu óútgefnu efni.