Húnavaka - 01.05.2010, Page 174
H Ú N A V A K A 172
Fyrsta sagan hennar, Bylgjur, birtist í Hinu nýja kvennablaði árið 1956. Eins
skrifaði hún mjög vinsælar framhaldssögur sem birtust í hinu þjóðlega
heimilisriti Heima er bezt.
Hún var mjög trúuð og guðrækin, einstaklega góð manneskja og velviljuð
öllum. Börnin sóttu mikið til hennar enda var hún barngóð.
Ingibjörg var til heimilis í Miðhúsum, Suðurgötu 17, áður en hún fluttist á
hjúkrunarheimilið Garðvang, Garði árið 2006 þar sem hún andaðist.
Útförin fór fram í Safnaðarheimilinu í Sandgerði og var jarðsett samdægurs
á hennar æskuslóðum á Skagaströnd, í Hofskirkjugarði.
Unnar Agnarsson.
Torfi Jónsson,
Torfalæk
Fæddur 28. júlí 1915 – Dáinn 17. júlí 2009
Vinir hverfa. Vinir koma í ljós. Og það fer stundum saman að þegar vinir
hverfa koma sannir vinir stundum í ljós. Þeir koma og færa okkur lífgeisla
gegnum lífsins dimma ský, miðla jákvæðri lífssýn með kærleika, umhyggju,
tillitssemi. Torfi Jónsson átti þannig jákvæða lífssýn og hann var vinmargur, því
það var gott að finna og eiga vináttu hans.
Það var hinn 28. júlí árið 1915 að hjónunum á
Torfalæk fæddist sjötti sonurinn. Foreldrarnir
voru Jón Guðmundsson og Ingibjörg Björnsdóttir.
Jón var fæddur á Torfalæk og bjó þar í um 40 ár,
þannig að þegar Torfi tók síðar við byggði hann á
traustum grunni og tók upp merki forfeðranna
sem raunar stendur enn. Eldri bræður Torfa voru
Guðmundur skólastjóri, Björn Leví veðurfræðingur
og læknir, Jóhann Frímann umsjónarmaður, Jónas
Bergmann fræðslustjóri og Ingimundur er bjó á
Torfalæk nær til æviloka. Allir eru þeir látnir en
fósturbörn og uppeldissystur Torfa eru þær
Ingibjörg (Imma) Pétursdóttir á Blönduósi og
Sigrún Einarsdóttir í Reykjavík.
Torfi var á Héraðsskólanum á Laugarvatni veturinn 1934-5, síðan tók
búskapurinn heima við en ýmislegt annað hefði líka legið opið fyrir honum ef
aðstæður hefðu verið aðrar. Hann tók við búi og með eiginkonu við hlið réðst
hann í mikla uppbyggingu húsa og ræktun á jörðinni, framsýnn og hagsýnn,
og hafði ánægju af því að taka þátt í framförum sem til bóta horfðu fyrir bú
og hérað.
Eiginkona Torfa, Ástríður, var frá Gauksstöðum í Garði í Gerðum, dóttir
Jóhannesar Jónssonar útvegsbónda og konu hans, Helgu Þorsteinsdóttur.
Traust bönd tengdu þau en Ástríður lést 13. mars árið 1988. Synir þeirra eru