Húnavaka - 01.05.2010, Page 175
H Ú N A V A K A 173
tveir. Jóhannes er bóndi á Torfalæk, kona hans er Elín S. Sigurðardóttir frá
Ísafirði, og eiga þau fimm börn. Þau eru; Sigurður, maki hans var Sigrún
Lov ísa Sigurðardóttir og eiga þau þrjá syni, Torfi, maki hans er Þórunn
Pét urs dóttir, þau eiga einn son og hann á annan son frá fyrri sambúð, Ástríður,
maki er Alexander Richter, og eiga þau tvö börn, Gunnar Þór, maki hans er
Halla Valgeirsdóttir og eiga þau tvo syni. Síðastur er Elvar Ingi,
verkfræðingur.
Annar sonur Torfa og Ástríðar er Jón, skjalavörður í Reykjavík, kona hans
er Sigríður Kristinsdóttir, og er þeirra sonur Torfi Stefán, maki hans er
Margrét Aðalheiður Markúsdóttir og eiga þau eina dóttur. Eldri dætur
Sigríðar eru Sigfríð Magnúsdóttir og Erna Kristín Sigurðardóttir.
Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi. Þau orð eiga hér vel við. Torfi var valinn
til fjölmargra trúnaðarstarfa meðal sveitunga og samferðarfólks. Hann sat í
hreppnefnd Torfalækjarhrepps í 36 ár, frá 1954-90, þar af oddviti frá 1962 og
kom því víða við opinber mál í héraði, sat m.a. í samninganefnd um Blöndu-
virkjun frá 1975-1990 og var framkvæmdastjóri og gjaldkeri við byggingu
Húnavallaskóla frá 1962-1990. Hann var gjaldkeri sóknarnefndar frá 1986
þegar bygging Blönduósskirkju stóð yfir. Einnig var hann hvatamaður að
stofnun og fyrsti formaður félags eldri borgara í Austur-Húnavatnssýslu og
hafði umsjón með byggingu íbúða fyrir eldri borgara við Flúðabakka á
Blönduósi. Hann var virkur félagi í Lionsklúbbi Blönduóss. Í öllum þessum
störfum var hann farsæll og vel látinn, mannasættir, talnaglöggur og laginn við
að ná niðurstöðu um mál og vinna málum fylgi, ekki síst skólamálum sem voru
honum löngum hugleikin.
Eftir að Torfi hætti búskap flutti hann til Blönduóss í íbúðir aldraðra, þótt
stutt væri leiðin og oft greiðfær heim á Torfalæk. Þar eign aðist Torfi nýjan
lífsförunaut, Sigurlaugu Arndal Stefánsdóttur. Þá naut hann sín á ný sem
heimilisfaðir er þau tóku opnum örmum á móti afabörnum og langafabörnum
og ræktaði vináttu við sveitunga og samferðamenn, vel látinn og vinmargur.
Síðustu árin var hann á sjúkradeild Héraðshælisins. Hann lést saddur lífdaga
og var kvaddur á afmælisdegi sínum, 28. júlí, í Blönduósskirkju.
Sr. Guðni Þór Ólafsson.
Guðrún Sigurbjörg Stefánsdóttir,
Blönduósi
Fædd 26. júlí 1934 – Dáin 2. ágúst 2009
Guðrún Sigurbjörg Stefánsdóttir var fædd að Gestsstöðum við Fáskrúðsfjörð.
Foreldrar hennar voru Stefán Sigfússon og Kristín Einarsdóttir. Yngri systir
Guðrúnar er Kristjana Stefánsdóttir.
Systurnar ólust upp í Búðakauptúni en þegar þær voru enn ungar að árum
lést faðir þeirra, árið 1941 og eftir það flutti Kristín með dætur sínar heim á
Kappeyri við Fáskrúðsfjörð þar sem þær ólust upp frá þeim tíma.