Húnavaka - 01.05.2010, Blaðsíða 176
H Ú N A V A K A 174
Guðrún stundaði nám í Húsmæðraskólanum að Hallormsstað og lauk
þaðan prófi árið 1951 með góðum vitnisburði.
Árið 1953 giftist Guðrún Jóhannesi Stefáni Jósepssyni. Þau settu heimili sitt
að Draumalandi á Fáskrúðsfirði. Börn þeirra eru:
Einar, f. 1953, ókvæntur, Erlingur, f. 1955, í
sambúð með Hafdísi B. Sigurðardóttur, Elín
Kristín, f. 1956, gift Hirti Ingasyni, Soffía
Amanda, f. 1959, var gift Guðbirni Kristmunds-
syni, en hann lést 2007. Sambýlismaður hennar
er Ólafur Ingimundarson. Kristjana Stefanía, f.
1961, gift Jóni Gíslasyni, Jósep Svanur, f. 1963
sambýliskona hans er Bylgja Eyhlíð Gunnlaugs-
dóttir og Dagbjört Elva, f. 1973.
Eftir sautján ára búsetu á Fáskrúðsfirði lögðu
þau Jóhannes land undir fót og fluttu til Sauðár-
króks árið 1970. Jóhannes og Guðrún skildu árið
1979.
Hinn 22. nóvember 1980 giftist Guðrún eftirlifandi eiginmanni sínum,
Stefáni Leó Hólm. Þau Stefán bjuggu á Stokkseyri og í Reykjavík en fluttu árið
1985 til Blönduóss og þar bjó Guðrún til æviloka.
Verkahringur Guðrúnar hefur verið stór og fjölbreyttur. Auk þess að vinna
í fiski, starfaði hún hjá Pólarprjóni á Blönduósi, við heimilishjálp og á Heil-
brigðisstofnuninni á Blönduósi. Þá tók hún alla tíð heim sauma. Guðrún
starfaði í kvenfélögum norðan heiða og í Sinawik. Hún var sterk kona og vissi
hvað hún vildi, hafði mikið skap og gat talað tæpitungulaust. En hún var
einnig gestrisin og vinur vina sinna.
Guðrún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Útför hennar fór fram
frá Sauðárkrókskirkju 8. ágúst og var hún jarðsett í kirkjugarðinum þar.
Sr. Dalla Þórðardóttir.
Höskuldur Stefánsson
frá Illugastöðum
Fæddur 12. júlí 1915 – Dáinn 30. ágúst 2009
Höskuldur fæddist á Illugastöðum í Laxárdal í Engihlíðarhreppi, Austur-
Húnavatnssýslu og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Æsgerður Þorláksdóttir
húsfreyja, ættuð úr Öræfasveit, f. 1879, d. 1956 og Stefán Bjarnason f. 1878,
d. 1939, bóndi á Illugastöðum. Æsgerður var dóttir Þorláks Jónssonar frá Hofi
í Öræfum og Kristínar Jónsdóttur frá Hofsnesi í Öræfum. Stefán var sonur
Bjarna Sveinssonar bónda á Illugastöðum og konu hans, Ingibjargar
Guðmundsdóttur húsfreyju.
Börn Æsgerðar og Stefáns voru sex; Elstur var Magnús Líndal, Garðar, þá
Höskuldur, Kristín Ingibjörg, Lúter og Elsa.