Húnavaka - 01.05.2010, Page 177
H Ú N A V A K A 175
Þann 12. mars 1943 kvæntist Höskuldur Valnýju Georgsdóttur f. 12. mars
1922. Hún er dóttir Guðfinnu Bjarnadóttur frá Haga í Staðarsveit á
Snæfellsnesi f. 1900, d. 1984 og Georgs J. Grundfjörðs frá Hömrum í
Grundarfirði f. 1884, d. 1962.
Dætur Höskuldar og Valnýjar voru þrjár; Erla
f. 1946, búsett í Svíþjóð og á hún Huldu Valnýju,
f. 1961 og Höskuld f. 1971; Sigrún f. 1949, búsett
í Reykjavík og á hún Gerði Rósu f. 1969 og Anný
f. 1977; dóttir f. 28. maí 1955 dó sama dag.
Valný og Höskuldur hófu búskap að Kirkju-
skarði í Laxárdal en fluttust suður til Reykjavíkur
árið 1945. Þar starfaði Höskuldur lengst af við
byggingavinnu á sumrin en í Sútunarverksmiðju
Sveins B. Valfells í Bolholti á veturna, síðustu árin
sem verkstjóri. Þau hjón fluttu til Sauðárkróks
árið 1969 þegar Sútunarverksmiðjan Loðskinn hóf þar rekstur og var hann
þar verkstjóri frá byrjun og fram til 1985 er hann lét af störfum.
Þá var Höskuldur kominn á Norðurlandið og nokkrum árum eftir búsetu-
flutning norður á Krók var farið að hugleiða að koma sér fyrir á Laxárdalnum
sem var honum svo kær. Þar með var hafinn sá kafli í lífinu sem var svo
hjartfólginn en það voru Illugastaðir og Laxárdalurinn. Árið 1974 hófust
framkvæmdir við sumarbústaðinn á Illugastöðum eins og dóttir hans lýsir:
„Fyrst var það litli kofinn. En áður varstu sjálfur búinn að reikna út og láta
sníða til hverja einustu spýtu sem í kofann fór. Og eins í gestahúsið. Þú hafðir
þetta að mestu í kollinum þínum. Allt féll svo eins og flís við rass þegar á
staðinn var komið með allt efnið. Allir í fjölskyldunni felldu sig við staðarvalið
þegar fram liðu stundir og því var ráðist í að stækka bústaðinn. Allur varð
bústaðurinn virkilega smekklegur hjá þér og allt vel til vandað.“
Höskuldur var snyrtimenni, beinn og reistur, ábyrgur, traustur, hlýr og hafði
mikið næmi og innsæi á annað fólk og líðan þess.
Árið 1990 fluttu þau hjón aftur til Reykjavíkur og bjuggu þá í Grafarvoginum.
Síðustu árin dvaldi Höskuldur á Heilbrigðisstofnun Blönduóss þar sem hann
lést. Útför hans fór fram frá Grafarvogskirkju í Reykjavík.
Unnar Agnarsson.
Búi Þór Birgisson,
Skagaströnd
Fæddur 23. febrúar 1947 – Dáinn 18. september 2009
Búi Þór Birgisson fæddist á spítalanum á Blönduósi. Foreldrar hans voru,
Teitur Birgir Árnason frá Kringlu og Inga Þorvaldsdóttir frá Brúarlandi, sem
voru búsett á Skagaströnd. Hann var elstur þriggja systkina en yngri eru Árni