Húnavaka - 01.05.2010, Side 179
H Ú N A V A K A 177
Arthur Herbert Jónsson
frá Skagaströnd
Fæddur 27. febrúar 1976 – Dáinn 7. október 2009
Arthur Herbert Jónsson fæddist á Hvammstanga og lést í Reykjavík. Móðir
hans er Svava Valgerður Kristinsdóttir og faðir hans er Jón Elís Björnsson. Þau
slitu samvistum.
Svava, móðir hans, hóf búskap með Hjálmtý Hjálmtýssyni þegar Arthur
var á öðru ári og gekk Hjálmtýr Arthuri í föðurstað. Hjálmtýr lést 4. október
árið 2005. Systkini Arthurs eru: Ólafur Tryggvi fæddur 1970, Ingibjörg fædd
1971, Sigrún fædd 1974, Ingvar Birgir fæddur 1977, Hjálmtýr Valur fæddur
1978, Þorgrímur Fannar fæddur 1981, Jón Oddur fæddur 1983, Guðrún
Sigríður fædd 1985, Kristinn Andri fæddur 1987 og yngst systkinanna er Jóna
Margrét fædd 2000. Faðir hennar er Sigurður Ingimarsson eiginmaður Svövu.
Sigurður kemur inn í fjölskyldu Arthurs þegar Arthur er um tvítugt og reyndist
honum alla tíð einstaklega vel.
Arthur átti einnig 3 önnur hálfsystkini samfeðra,
þau eru: Kristinn Sigurður fæddur 1966, Jóna
Guðrún fædd 1968 og Ingibjörg Andrea fædd
1969.
Arthur eignaðist þrjár stúlkur. Þær heita:
Amalía Petra fædd 1995, móðir hennar er Helga
Rós Sveinsdóttir, þær búa á Höfn í Hornafirði,
Nadía Heiðrún fædd 2004, móðir hennar er
Valrún Eva Vilhelmsdóttir, þær búa í Reykjanesbæ
og yngst er Úranía Hafdís fædd 2008 og móðir
hennar er Hanna Dís Guðmundsdóttir, þær búa á
Eyrabakka.
Arthur ólst upp í Reykjavík, nánar til tekið í
Breiðholtinu, í Fella- og Hólahverfinu, í stórum systkinahópi. Hann var líflegt
og fjörugt barn. Hann þótti fyrirferðarmikill en var alltaf kátur og hress
strákur. Hann gekk í Hólabrekkuskóla en þegar hann var tólf ára var hann
hálft ár í Laugarnesskóla, þar leið honum vel og hlaut viðurkenningu fyrir
hæfileika sína. Síðustu grunnskólaárin gekk Arthur í Hlíðardalsskóla og þar
var hann greindur lesblindur en það hafði háð honum alla tíð.
Arthur var duglegt barn og vel gefinn, hann var fljótur að reikna og eld-
snöggur að átta sig á hlutunum, góður kokkur sem hafði unun af eldamennsku.
Arthur hafði yndi af dýrum og naut þess að vera í sveit og dvaldi nokkur
sumur í Túni í Borgarfirði, hjá Þórunni, móðursystur sinni og manni hennar.
Þar undi hann sér vel og naut nálægðar við dýrin og náttúruna. Hann þótti
laginn í samskiptum sínum við hesta og varð fljótt góður tamningarmaður og
hefði sjálfsagt náð langt ef hann hefði borið gæfu til að leggja það starf fyrir