Húnavaka - 01.05.2010, Page 181
H Ú N A V A K A 179
syngja og þau hjónin sungu með Söngvinum, kór eldri borgara í Kópavogi en
Gunnar lést árið 2003. Sigurlaugu var gefin létt og góð lund, hún lét sér annt
um fólk og var sérlega barngóð. Hún var félagslynd, gamansöm og umtalsfróm.
Glaðværð og velvilji einkenndu hana. Hún dvaldi síðustu árin á Dvalarheimili
aldraðra í Borgarnesi.
Útför Sigurlaugar Helgadóttur fór fram frá Kópavogskirkju þann 5.
nóvember.
Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Ólafía (Lollý) Ásbjarnardóttir,
Reykjavík
Fædd 28. júlí 1935 – Dáin 24. október 2009
Ólafía Ásbjarnardóttir eða Lollý eins og hún var ávallt kölluð, fæddist að
Kagaðarhóli í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar voru Ásbjörn Ólafsson
stórkaupmaður, fæddur 1903, dáinn 1977 og Gunnlaug Jóhannsdóttir, fædd
1912, dáin 1991. Þau áttu aðra dóttur, Unni Grétu, fædd 1937, dáin 1984.
Lollý ólst upp í Reykjavík en dvaldist löngum í sveit að Kagaðarhóli á
uppvaxtarárunum. Þar hún kunni vel við sig enda var hún mikill dýravinur og
hafði sérstakt dálæti á hestum. Í sveitinni naut
hún þess að umgangast dýrin og vera úti í
náttúrunni.
Foreldrar hennar slitu samvistum þegar hún
var ung. Hún fylgdi móður sinni og bjó hjá henni.
Eftir grunnskólagöngu stundaði hún nám í
Húsmæðraskólanum í Reykjavík. Á sínum yngri
árum starfaði hún við ýmis fyrirtæki föður síns.
Þann 29. september árið 1956 giftist Lollý
Birni Guðmundssyni. Þau eignuðust fimm börn:
Ásbjörn er elstur, eiginkona hans er Helga
Einars dóttir. Næst er Ásta Friðrikka, sambýlis-
maður hennar er Svafar Magnússon. Guðmundur
Karl er þriðji, sambýliskona hans er Guðrún
Svava Þrastardóttir. Gunnlaugur Rafn er næst yngstur, sambýliskona hans er
Linda Gunnarsdóttir. Ólafur Björn er yngstur, eiginkona hans er Linda Björk
Ingadóttir.
Fljótlega fór Björn að vinna í fyrirtæki Ásbjörns föður hennar. Hann var
frumherji í því að skipuleggja og fara sjálfur í söluferðir um landið. Hann tók
svo við rekstrinum þegar Ásbjörn lést og veitti fyrirtækinu forstöðu allt til
æviloka.
Lollý og Bjössi áttu sumarbústað rétt hjá Flúðum. Þar dvöldu þau löngum
stundum ásamt börnum og barnabörnum. Þau ræktuðu upp landið og þar er
nú gróskuríkur skógarlundur.