Húnavaka - 01.05.2010, Síða 184
H Ú N A V A K A 182
Snemma hneigðist hugur hans til smíðastarfa og ýmiss konar handverks.
Hann var verklaginn að eðlisfari svo segja má að flest léki í höndum hans er
hann fékkst við og sjálfmenntaður á því sviði. Hóf hann sem ungur maður að
starfa við húsbyggingar og kom að smíði margra íbúðar- og útihúsa í
Bólstaðarhlíðarhreppi og víðar. Hann var vandvirkur smiður enda samvisku-
semi í blóð borin.
Hinn 31. desember 1946 gekk Guðmundur að eiga Guðrúnu Sigríði Sig urð-
ar dóttur frá Leifsstöðum í Svartárdal. Hófu þau búskap í Finnstungu, fyrst í
samvinnu við foreldra Guðmundar en síðar á eigin vegum. Þau bjuggu farsælu
búi, lengst af með nokkra mjólkursölu en tekjur drýgði Guðmundur með
talsverðri byggingavinnu utan heimilis. Nýtt steinsteypt íbúðarhús reisti hann
í Finnstungu, sem enn stendur.
Börn þeirra urðu fjögur og eru talin í aldursröð:
Grétar Finndal, Heimir Finndal, Áslaug Finndal
og Svanhildur Finndal. Sonur Guðrúnar og
stjúpsonur Guðmundar var Garðar Röðull, lengi
búsettur í Ástralíu, látinn 1998.
Guðrún húsfreyja lést 15. desember 1975, rúm-
lega fimmtug að aldri. Eftir fráfall hennar söðlaði
Guðmundur um, lét búið í hendur Áslaug ar
dóttur sinnar og tengdasonar, Halldórs Marías-
sonar og fluttist, ásamt dótturinni Svanhildi, að
félagsheimilinu Húnaveri þar sem hann gerðist
húsvörður næstu árin og hafði kindur í fjárhúsum
er með fylgdu.
Í Húnaveri hafði Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps fasta aðstöðu fyrir æfingar
og aðra starfsemi. Guðmundur gekk ungur til liðs við karlakórinn og fetaði þar
í fótspor bræðra sinna, söng í kórnum hátt í 50 ár, jafnan 1. bassa, var traustur
söngmaður. Þar í hópi söngbræðra átti hann ómældar ánægjustundir. Ritari
kórsins var hann um árabil, hafði einkar læsilega rithönd og handskrifaði m.a.
ritið, Tónar í tómstundum, sem út kom á 60 ára afmæli kórsins 1985. Einnig
söng hann lengi í kirkjukór Bólstaðarhlíðarkirkju, var einlægur trúmaður og
bar virðingu fyrir hinu kirkjulega starfi. Guðmundur starfaði talsvert í
Veiðifélagi Blöndu og Svartár og var formaður þess um skeið.
Árið 1983 flutti Guðmundur sig um set en þá hafði hann hafið uppbyggingu
skógræktarbýlis í landi Finnstungu, girti þar land og reisti lítið íbúðarhús sem
hann nefndi Sölvatungu. Þar hóf hann skógrækt, kominn á efri ár en fékkst
einnig nokkuð við útskurð, var afar flinkur útskurðarmaður, renndi og skar út
marga fagra gripi. Skógræktin átti hug hans allan síðari árin og við hana vann
hann meðan heilsa og kraftar entust. Í dag má sjá þar í brekkunni vöxtulega
trjáreiti, fagurt minnismerki um hugsjónamanninn. Við skógræktarstörfin
naut hann dyggilegrar aðstoðar Svanhildar sem reyndist föður sínum mikil
hjálparhella er ellin tók að sækja að og heilsan að gefa sig.
Guðmundur var maður fremur hæglátur í framgöngu og nokkuð seintekinn
við fyrstu kynni, ekki allra en heill og traustur vinur vina sinna og góður félagi
og oftast stutt í vingjarnlegt bros og græskulausa kímni. Hann var maður sem